Fréttir

Góð ávöxtun á fyrri hluta ársins - 22.9.2017

Ávöxtun Lífsverks fyrstu 6 mánuði ársins 2017 var góð en á tímabilinu var hækkun á innlendum hlutabréfamarkaði auk þess sem vaxtalækkanir Seðlabankans höfðu góð áhrif á skuldabréfamarkaðinn. Góð ávöxtun var einnig á erlendum hlutabréfamörkuðum en styrking krónunnar dró þó úr ávöxtun erlendra eigna í krónum talið. Nafnávöxtun samtryggingardeildar Lífsverks fyrstu 6 mánuði ársins 2017 var 3,3% og hrein raunávöxtun, að teknu tilliti til kostnaðar, var 2,0%. 

Breytingar á lánareglum - 1.9.2017

Frá 1. september verður sú breyting á lánareglum Lífsverks að hámarksveðhlutfall sjóðfélagalána verður 75% af gildandi fasteignamati viðkomandi fasteignar, eða söluvirði samkvæmt nýlegum kaupsamningi, en hámarksveðhlutfall miðast ekki við metið markaðsvirði eins og verið hefur.

Um flækjur og forsjárhyggju - 9.8.2017

Skrifstofu Lífsverks hafa borist fyrirspurnir frá sjóðfélögum og launagreiðendum um  þá hækkun mótframlags í lífeyrissjóði á almennum markaði sem varð 1. júlí sl. og nýja tegund séreignar, sem nefnd er "tilgreind séreign."  Þeir sem valið hafa blandaða leið hjá sjóðnum þurfa ekki að aðhafast. Þeirra framlag umfram 10% mun áfram verða ráðstafað í séreign þeirra.

Iðgjald hækkar í 14% frá 1. júlí - 3.7.2017

Mótframlag launagreiðenda á almennum markaði hækkar 
1. júlí úr 8,5% í 10,0% og verða þá heildariðgjöld launþega og launagreiðenda 14,0%.

Niðurstöður aukaaðalfundar - 23.6.2017

Tillögur stjórnar um breytingar á samþykktum voru lagðar fram á vel sóttum aukaaðalfundi sjóðsins 22. júní og hlutu þær einróma samþykki fundarmanna. Nýjar samþykktir sjóðsins verða nú sendar Fjármála- og efnahagsráðuneytinu til staðfestingar.

Aukaaðalfundur 22. júní - 7.6.2017

Stjórn Lífsverks boðar til aukaaðalfundar fimmtudaginn 22.júní kl. 17:00 að Engjateigi 9, Reykjavík.

Lífsverk með hæstu ávöxtun lífeyrissjóða - 29.5.2017

Í Morgunblaðinu 25. maí var birt samantekt á ávöxtun íslenskra lífeyrissjóða á síðasta ári en flestir sjóðanna hafa nú birt ávöxtunartölur sínar. Þar kemur fram að hrein raunávöxtun Lífsverks var hærri en allra annarra sjóða. 

Lífsverk lækkar vexti á óverðtryggðum lánum - 17.5.2017

Frá og með 1. júlí lækka vextir óverðtryggðra íbúðalána Lífsverks til sjóðfélaga úr 6,50% í 5,95%. Vextir þeirra sem þegar eru með óverðtryggð lán hjá sjóðnum lækka samsvarandi. Vextir eru ákvarðaðir til sex mánaða í senn. Vextir verðtryggðra lána Lífsverks eru 3,50% og verða óbreyttir áfram.