Breytingar á starfsumhverfi lífeyrirsjóða árið 2012

Skattlagning lífeyrissjóða og lækkun frádráttarbærs sparnaðar í séreignarsjóði.

6.1.2012

Í desember sl.  var  samþykkt á Alþingi að leggja sérstakan skatt á lífeyrissjóði og fjármálafyrirtæki sem ætlað er til fjármögnunar á skuldavanda heimilanna í landinu. Þessi  sérstaki skattur  reiknast sem 0,0814% á hreina eign lífeyrissjóða  og þýðir að Lífeyrissjóður verkfræðinga þarf að greiða 27,6 milljónir króna sé miðað við hreina eign sjóðsins í árslok 2010. Þetta er tímabundinn skattur sem áætlað er að leggist á lífeyrissjóðina vegna áranna 2012 og 2013.

Alþingi samþykkti ennfremur að lækka frádrættarbært iðgjald í séreignarsjóði úr 4% í 2% frá og með 1. Janúar 2012. Lífeyrissjóður verkfræðinga hefur sent bréf til launagreiðenda vegna þessara breytinga en ábyrgð framkvæmdarinnar hvílir á launagreiðendum. Lagasetning þessi er tímabundinn og  gildir í 3 ár eða til 1.janúar 2015 en þá ber launagreiðendum að hækka framlag launþega til samræmis við fyrirliggjandi samning.

Sjóðfélagar eru hvattir til að fylgjast með launaseðlum sínum fyrir janúar mánuð og tryggja að launagreiðendur standi rétt að framkvæmdinni.

Engar breytingar eru á mótframlagi launagreiðanda sem verður áfram 2% á móti 2% framlagi launþega.


Fréttir

Breytingar á starfsumhverfi lífeyrirsjóða árið 2012

Skattlagning lífeyrissjóða og lækkun frádráttarbærs sparnaðar í séreignarsjóði.

Í desember sl.  var  samþykkt á Alþingi að leggja sérstakan skatt á lífeyrissjóði og fjármálafyrirtæki sem ætlað er til fjármögnunar á skuldavanda heimilanna í landinu. Þessi  sérstaki skattur  reiknast sem 0,0814% á hreina eign lífeyrissjóða  og þýðir að Lífeyrissjóður verkfræðinga þarf að greiða 27,6 milljónir króna sé miðað við hreina eign sjóðsins í árslok 2010. Þetta er tímabundinn skattur sem áætlað er að leggist á lífeyrissjóðina vegna áranna 2012 og 2013.

Alþingi samþykkti ennfremur að lækka frádrættarbært iðgjald í séreignarsjóði úr 4% í 2% frá og með 1. Janúar 2012. Lífeyrissjóður verkfræðinga hefur sent bréf til launagreiðenda vegna þessara breytinga en ábyrgð framkvæmdarinnar hvílir á launagreiðendum. Lagasetning þessi er tímabundinn og  gildir í 3 ár eða til 1.janúar 2015 en þá ber launagreiðendum að hækka framlag launþega til samræmis við fyrirliggjandi samning.

Sjóðfélagar eru hvattir til að fylgjast með launaseðlum sínum fyrir janúar mánuð og tryggja að launagreiðendur standi rétt að framkvæmdinni.

Engar breytingar eru á mótframlagi launagreiðanda sem verður áfram 2% á móti 2% framlagi launþega.