Spurt og svarað

Hér að neðan má finna algengar spurningar


Lán

Get ég sótt um lán hjá Lífsverki?

Virkir sjóðfélagar og lífeyrisþegar hafa lántökurétt. Við lántöku þarf sjóðfélagi að vera greiðandi og í skilum með iðgjöld, eða vera lífeyrisþegi. Til að vera virkur sjóðfélagi þarf að hafa greitt iðgjöld fyrir síðasta mánuð til sjóðsins. 

Maki minn er ekki sjóðfélagi, get ég samt sótt um lán?

Já. Nóg er að annar umsækjenda sé sjóðfélagi.

Get ég fengið lán með veði í eign sem annar aðili er meðeigandi að?

Ef hinn aðilinn er maki (giftur eða staðfest sambúð) þá er það heimilt og gerð krafa um að makinn verði meðskuldari að láninu. Ef hinn aðilinn er ekki maki þá veitir sjóðurinn ekki lán með veði í þeirri eign.

Ég er nú þegar með lán frá Lífsverki, get ég sótt aftur um lán?

Engin takmörk eru á fjölda lána en það er þak á heildarlánsfjárhæð til einstaklings og para sem miðast við 140mkr að hámarki hverju sinni

Samþykkir sjóðurinn að miða við verðmöt fasteignasala?

Nei, verðmat fasteignasala er ekki samþykkt við útreikning á veðhlutfalli. Við útreikning á veðhlutfalli er miðað við kaupsamning ef verið er að fjármagna kaup á eign eða miðað við gildandi opinbert fasteignamat þegar um endurfjármagnanir er að ræða.

Hvað er sjóðurinn lengi að afgreiða lánsumsóknir?

Tekur venjulega 2-3 vikur þar til skuldabréf er tilbúið en svo þarf að hafa í huga að lán er greitt út eftir þinglýsingu og getur það tekið mislangan tíma eftir því hvað sýslumaður er lengi að þinglýsa.

Á ég að taka verðtryggt eða óverðtryggt lán, með jafnar afborganir eða jafnar greiðslur?

Sjóðurinn getur ekki veitt ráðleggingar um hvaða lánaform umsækjandi á að velja þar sem það er mismunandi eftir aðstæðum umsækjenda. Sjóðurinn hvetur umsækjendur til að lesa sig til um kosti og galla hverrar lánaleiðar áður en ákvörðun er tekin. 

Neytendastofa hefur gefið út bækling með útskýringum á mismunandi lánaformum, hægt er að skoða hann hér: 

Hvernig greiði ég inná lán?

Til að greiða aukalega inná lánið þarf að millifæra inná reikning Íslandsbanka nr. 0526-22-1 kt. 421289-2639 og setja lánsnúmerið í skýringu/tilvísun. Íslandsbanki sér um að ráðstafa greiðslunni inná lánið. 

Þú getur svo fylgst með stöðunni og innborgunum inná sjóðfélagagáttinni, greiðslan bókast fáeinum dögum eftir innborgun. 

Ef greiða á lánið alveg upp þarf að hafa samband við sjóðinn til að fá nákvæma stöðu lánsins á þeim degi sem greiða á upp lánið. Því næst er greitt inná framangreindan reikning uppgefinni fjárhæð.

Er uppgreiðslugjald á lánunum?

Nei, hægt er að greiða aukalega inná lánið eða greiða það alveg upp án auka kostnaðar.

Hvernig sæki ég um lán og hvaða gögn þurfa að fylgja umsókn?

Sjá upplýsingar um umsóknarferlið og lista yfir nauðsynleg fylgigögn hér: 

Hvernig sæki ég um veðleyfi?

Sjá upplýsingar um ferlið og þau gögn sem þurfa að fylgja hér: 

Ég þarf að flytja lánið á aðra eign, hvernig fer það fram?

Sjá upplýsingar um ferlið og þau gögn sem þurfa að fylgja hér: 

Tekur sjóðurinn leigutekjur með í greiðslumat?

 Nei, leigutekjur eru ekki teknar með í greiðslumat hjá sjóðnum


Viðbótarsparnaður

Hverjir eru helstu kostir viðbótarsparnaðar?

Stærsti kosturinn við viðbótarlífeyrissparnað er mótframlag launagreiðanda. Þú leggur fyrir 2% eða 4% af launum þínum og færð 2% mótframlag frá launagreiðanda. Launin þín hækka þannig um 2% þegar þú byrjar að greiða í viðbótarsparnað. Viðbótarsparnaður er launahækkun.

Eign þín í viðbótarsparnaði er ekki framtalsskyld og kemur því ekki til lækkunar á vaxta- og/eða barnabótum.

Ekki er hægt að ganga að viðbótarsparnaði ef þú lendir í fjárhagsörðugleikum, s.s. gjaldþroti.

Viðbótarsparnaður ekki skattlagður fyrr en útgreiðsla hefst.

Enginn fjármagnstekjuskattur er greiddur af ávöxtun á viðbótarlífeyrissparnaði en hann er 22% í dag af hefðbundnum sparnaði.

Eign í viðbótarsparnaði er erfanleg að fullu og enginn erfðafjárskattur er greiddur ef eignin rennur til maka eða barna.

Launagreiðandi þinn sér um að standa skil á greiðslum í viðbótarsparnað.

Ef launagreiðandi verður gjaldþrota ábyrgist Ábyrgðasjóður launa vangreiddar greiðslur í viðbótarsparnað vegna launþega, þó að hámarki 4% iðgjald.

Nú má nýta viðbótarsparnað í allt að 10 ár vegna fyrstu fasteignakaupa, sem skattfrjálsa útborgun í íbúð og greiðslur inn á höfuðstól verðtryggðra lána eða afborganir og höfuðstól óverðtryggðra lána.

Hér má lesa meira um viðbótarsparnað

Hvernig skrái ég mig í viðbótarsparnað hjá Lífsverki?

Það er afar einfalt með rafrænni undirritun hér á vef Lífsverks, þegar þú hefur lokið við umsóknina lætur þú vinnuveitanda vita að nú skuli greiða viðbótarsparnaðinn þinn til Lífsverks.

Get ég flutt uppsafnaðan viðbótarsparnað milli sjóða?

Viðbótarsparnaðinn er hægt að flytja á milli sjóða, þá fyllir þú út umsókn hjá þeim sjóði sem þú vilt flytja sparnaðinn til. Kostnaðurinn við flutninginn fer eftir gjaldskrá þess sjóðs sem flutt er frá. Lífsverk tekur 5000kr fyrir slíkan flutning þegar viðbótarsparnaður er fluttur frá okkur. Það getur tekið allt að 2 mánuði að flytja sparnaðinn og mun Lífsverk láta þig vita þegar uppsafnaður sparnaður er kominn í okkar vörslu.

Hér er hægt að sækja um flutning á uppsöfnuðum sparnaði til Lífsverks. Valin er umsókn sem heitir “flutningur séreignar”.

Hversu margar leiðir býður Lífsverk uppá í viðbótarsparnaðinum?

Lífsverk býður uppá 3 sparnaðarleiðir, áherslurnar í eignastýringu hverrar leiðar eru misjafnar.

Leið 1 er mesta áhættan og er hún hugsuð fyrir sjóðfélaga sem geta tekið sveiflum í ávöxtun, að jafnaði ungt fólk á fyrstu 10-15 árum starfsævinnar.

Leið 2 er algengasta leiðin og leið 3 er minnsta áhættan, hentar sjóðfélögum á síðustu árum starfsævinnar, eða eftir að eftirlaunaaldri er náð.

Hér má lesa meira um leiðirnar 3.

Hvar sé ég ávöxtun sparnaðarleiða Lífsverks?

Á vef Lífsverks eru reglulega uppfærðar upplýsingar um ávöxtun, fjárfestingarstefnu og 10 stærstu eignir hverrar leiðar.

Hér má finna upplýsingar um ávöxtun, fjárfestingarstefnu og 10 stærstu eignir hverrar leiðar.

Hvenær get ég tekið út séreigina mína?

Heimilt er að byrja að taka út séreign þegar 60 ára aldri er náð. Tilgreinda séreign má taka út þegar 62 ára aldri er náð.

Hægt er að taka alla séreigina út í eingreiðslu, taka hana út mánaðarlega eða stöku eingreiðslur eftir því sem við á hjá hverjum og einum.

Hvað er bundin séreign?

Skylduiðgjald í lífeyrissjóð er 15,5% af launum sem launagreiðandi sér um að greiða til lífeyrissjóðs. Með því að velja blönduðu leiðina hjá Lífsverki færist iðgjald sem er umfram 10% af launum í séreign sjóðfélaga, sem nefnd er bundin séreign. Sömu reglur gilda um útgreiðslu bundinnar séreignar og útgreiðslu viðbótarlífeyrissparnaðar.

Er bundin séreign sama og viðbótarlífeyrissparnaður?

Nei. Gera þarf sérstakan samning um viðbótarífeyrssparnað við lífeyrissjóð. Bundin séreign er hluti af skylduiðgjaldi til lífeyrissjóðs.

Hægt er að nota viðbótarlífeyrissparnað til að greiða inn á lán en það er ekki hægt með bundna séreign.

Hvað er tilgreind séreign?

Skylduiðgjald í lífeyrissjóði er 15,5% af launum samkvæmt kjarasamningum á almennum vinnumarkaði en er 12% samkvæmt lögum. Tilgreind séreign er mismunur á 12% og 15,5% og sjóðfélagar geta valið um hvort þetta framlag fari í séreign eða í samtryggingu. Hægt er að flytja tilgreinda séreign á milli lífeyrissjóða. Tilgreinda séreign má taka út þegar 62ja ára aldri er náð.

Erfist séreign?

Öll séreign erfist samkvæmt erfðalögum.


Lífeyrismál

Af hverju þarf að borga í lífeyrissjóð?

Lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða nr. 129/1997 kveða á um að öllum launamönnum og þeim sem stunda atvinnurekstur sé skylt að tryggja sér lífeyrisréttindi með aðild að lífeyrissjóði frá og með 16 til 70 ára aldurs. 

Hversu hátt er iðgjald í lífeyrissjóð?

Samkvæmt kjarasamningum á almennum vinnumarkaði greiðir launamaður 4% iðgjald í lífeyrissjóð og launagreiðandi greiðir 11,5% í mótframlag.

Samtals eru 15,5% af launum greidd í lífeyrissjóð.

Hvar á ég lífeyrisréttindi?

Hægt er að skrá sig inn sjóðfélagavef Lífsverks og þar inn á lífeyrisgáttina, eða beint á www.lifeyrisgattin.is til að sjá hver réttindi í lífeyrissjóðum eru. 

Hvenær get ég byrjað að taka lífeyri?

Hægt er að hefja töku lífeyris við 60 ára aldur og fresta töku lífeyris til 80 ára aldurs.

Upplýsingar um réttindi sjóðfélaga miðast við að taka lífeyris hefjist við 67 ára aldur.

Ef taka lífeyris hefst fyrir þann tíma þá skerðast lífeyrisgreiðslur samkvæmt töflu II í Viðauka A Réttindatöflur, í samþykktum sjóðsins.

Ef taka lífeyris hefst eftir 67 ára aldur þá aukast réttindi samkvæmt töflu II í Viðauka A Réttindatöflur, í samþykktum sjóðsins.

Samþykktir sjóðsins og réttindatöflur má finna hér 

Hvað fæ ég í lífeyri ef ég fresta töku lífeyris til 70 ára aldurs?

Viðmiðunaraldur lífeyris er 67 ár en lesa má úr réttindatöflum (Viðauki A) sem fylgja samþykktum sjóðsins ( sjá hér ) hvaða áhrif það hefur að flýta töku lífeyris eða seinka. Áhrifin eru mismunandi eftir fæðingarári. Í töflu II má sjá hver lækkun lífeyris er fyrir hvert ár sem töku lífeyris er flýtt. Í töflu III má sjá hver hækkun lífeyris er fyrir hvert ár sem töku lífeyris er frestað. 

Hvað fæ ég í lífeyri ef ég byrja töku lífeyris 65 ára?

Viðmiðunaraldur lífeyris er 67 ár en lesa má úr réttindatöflum (Viðauki A) sem fylgja samþykktum sjóðsins ( sjá hér ) hvaða áhrif það hefur að flýta töku lífeyris eða seinka. Áhrifin eru mismunandi eftir fæðingarári. Í töflu II má sjá hver lækkun lífeyris er fyrir hvert ár sem töku lífeyris er flýtt. Í töflu III má sjá hver hækkun lífeyris er fyrir hvert ár sem töku lífeyris er frestað. 

Hvað er hálfur lífeyrir?

Hægt er að byrja að taka helming lífeyris og vinna áfram í 50% starfi. Markmiðið er að auka sveigjanleika í starfslokum. Á sama tíma er hægt að sækja um hálfan ellilífeyri frá TR en greiðslur frá TR eru tekjutengdar.

Hvað fær maki minn ef ég fell frá?

Maki fær 60% af lífeyri sjóðfélaga í a.m.k. í 5 ár nema hann gangi aftur í hjónaband eða skrái sig í sambúð en þá fellur makalífeyrir niður.

Hvað er bundin séreign?

Skylduiðgjald í lífeyrissjóð er 15,5% af launum sem launagreiðandi sér um að greiða til lífeyrissjóðs. Með því að velja blönduðu leiðina hjá Lífsverki færist iðgjald sem er umfram 10% af launum í séreign sjóðfélaga, sem nefnd er bundin séreign. Sömu reglur gilda um útgreiðslu bundinnnar séreignar og útgreiðslu viðbótarlífeyrissparnaðar.

Er bundin séreign sama og viðbótarlífeyrissparnaður?

Nei. Gera þarf sérstakan samning um viðbótarífeyrssparnað við lífeyrissjóð. Bundin séreign er hluti af skylduiðgjaldi til lífeyrissjóðs.

Hægt er að nota viðbótarlífeyrissparnað til að greiða inn á lán en það er ekki hægt með bundna séreign.

Hvað er tilgreind séreign?

Skylduiðgjald í lífeyrissjóði er 15,5% af launum samkvæmt kjarasamningum á almennum vinnumarkaði en er 12% samkvæmt lögum. Tilgreind séreign er mismunur á 12% og 15,5% og sjóðfélagar geta valið um hvort þetta framlag fari í séreign eða í samtryggingu. Hægt er að flytja tilgreinda séreign á milli lífeyrissjóða. Tilgreinda séreign má taka út þegar 62ja ára aldri er náð.

Erfast réttindi í samtryggingarsjóðum?

Nei. Eins og nafnið samtrygging gefur til kynna þá eru um tryggingarsjóð að ræða. Réttindi í samtryggingarsjóði á að standa undir elli-, maka-, barna- og örorkulífeyri. Ef sjóðfélagi fellur frá þá greiðir sjóðurinn maka- og barnalífeyri samkvæmt samþykktum sjóðsins. Örorkulífeyrir greiðist til þeirra sem þess þurfa samkvæmt örorkumati trúnaðarlæknis.

Erfist séreign?

Öll séreign erfist samkvæmt erfðalögum.

Af hverju fæ ég miklu lægri lífeyri en launin sem ég er með núna?

Markmið með lögum um lífeyrissjóði er að tryggja 56% af meðallaunum sjóðfélaga sem greitt hafa í lífeyrissjóð í 40 ár.

Réttindi í lífeyrissjóði myndast af því hlutfalli launa sem greitt hefur verið af síðastliðin 40 ár. Frá árinu 1998 var skylt að greiða af öllum launum í lífeyrissjóð en fyrir þann tíma var algengt að einungis væri greitt af hluta af launum eða alls ekki. Hlutfall iðgjalds af launum var einnig mun lægra en nú er. Vegna þeirra breytinga sem orðið hafa á lífeyriskerfinu má búast við að yngri kynslóðir búi að mun hærri lífeyri en raunin er hjá þeim sem nú eru á eftirlaunaaldri.

Nú er ég búin að borga 25 milljónir í lífeyrissjóð á 40 árum en af hverju fæ ég bara 390.000 kr. í lífeyri á mánuði?

Lífeyrissjóðir gera ráð fyrir að greiða sjóðfélögum sínum lífeyri frá því taka lífeyris hefst um 67 ára aldur og út ævina en meðalaldur íslenskra karla er 81 ár og kvenna 84 ár. Þessar 25 milljónir þurfa því að duga til að greiða þér lífeyri í um það bil 15,5 ár.

Á ég rétt á örorkulífeyri?

Til að eiga rétt á örorkulífeyri þá þarftu að eiga réttindi hjá sjóðnum, hafa orðið fyrir tekjumissi og örorkan þarf að vera meiri en 40% samkvæmt mati trúnaðarlæknis sjóðsins.

Er hægt að skipta lífeyrisréttindum milli hjóna eða sambúðarfólks?

Hægt er að skipta lífeyrisréttindum fyrir 65 ára aldur. Ekki er hægt að skipta réttindum ef búið er að ráðstafa réttindum áður. Trúnaðarlæknir sjóðsins veitir heimild til skiptingar réttinda. Mest er hægt að skipta 50% lífeyrisréttinda og er skiptingin gagnkvæm.

Skipting lífeyrisréttinda hefur ekki áhrif á maka-, barna- eða örorkulífeyrisréttindi.

Er hægt að skipta lífeyrisgreiðslum milli hjóna og sambúðarfólks?

Hægt er að skipta lífeyrisgreiðslum milli hjóna þegar taka lífeyris er hafin. Skipting greiðslu er gagnkvæm og hún er uppsegjanleg hvenær sem er. Við andlát annars aðila þá fellur greiðsluskipting niður.

Ef ég skipti um Lífeyrissjóð og færi mig yfir til Lífsverks, skerðast á einhvern hátt þau réttindi sem ég hef þegar áunnið mér í öðrum sjóðum?

Nei, réttindi þín haldast að fullu þegar skipt er um lífeyrissjóð.

Blandaða leiðin, getið þið útskýrt hana?

Í blönduðu leiðinni færð þú allt umfram 10% af skylduiðgjaldinu (iðgjaldið er í heild að lágmarki 12% samkvæmt lögum) í séreignarsjóð. Þessi leið veitir þér aukinn sveigjanleika í útgreiðslum og hentar þeim sem vilja eiga möguleika á auknum ráðstöfunartekjum við starfslok.

Þeir sem velja blandaða leið geta þó ekki nýtt sér skattfrjálsan séreignarsparnað vegna fyrstu húsnæðiskaupa eða til að greiða inn á lán. Til þess þarf að gera samning um viðbótarsparnað.

Þú getur valið um sömu ávöxtunarleiðir fyrir skylduiðgjaldið sem er umfram 10% eins og með viðbótarsparnaði.

Ávöxtunarleiðirnar eru Lífsverk 1, 2 og 3 og hafa mismunandi áhættustig.