Launagreiðendur

Lífsverk lífeyrissjóður er starfræktur á grundvelli laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. 

Iðgjald í samtryggingarsjóð

Lögum samkvæmt er launþegum skylt að eiga aðild að lífeyrissjóði  frá 16 ára aldri til 70 ára aldurs. Vinnuveitendum er sömuleiðis skylt að halda eftir iðgjaldi af launum launþega og skila því til lífeyrissjóðsins ásamt mótframlagi sínu.

Með lögum sem tóku gildi 1.janúar 2007 voru lágmarksiðgjöld hækkuð úr 10% í 12% af heildarlaunum. Skipting iðgjaldsins er:

  • Launþegar 4%
  • Launagreiðandi 11,5%

Mótframlag launagreiðenda á almennum markaði hækkaði 1.júlí 2018 úr 10% í 11,5% og verða þá heildariðgjöld launþega og launagreiðenda 15,5%, hækkun þessi er samkvæmt kjarasamningi ASÍ o.fl. við Samtök atvinnulífsins. Þetta er síðasti liður í svonefndu SALEK samkomulagi, sem kvað á um hækkun mótframlags í lífeyrissjóð um 3,5% í áföngum, þ.e. 0,5% 1. júlí 2016, 1,5% 1. júlí 2017 og 1,5% 1. júlí 2018. Iðgjald launþega var óbreytt allan tímann, eða 4%, og er heildarframlag í lífeyrissjóð á almennum markaði því 15,5% í lok tímabilsins.

Til heildarlauna teljast dagvinna, yfirvinna, greitt orlof og hvers konar álag og aukagreiðslur vegna vinnuframlags eða árangurslauna.

Sjóðfélagar Lífsverks geta nú þegar valið um samtryggingarleið, þar sem allt skylduiðgjaldið rennur til samtryggingardeildar, eða blandaða leið, þar sem hluti heildariðgjalds, eða allt sem umfram er 10%, rennur í séreignarsjóð.