Umsóknarferli lána
Hafðu samband við sérfræðinga sjóðsins til þess að kanna lánsrétt og vegna fyrirspurna um lán hjá sjóðnum.
Við hvetjum sjóðfélaga til að kynna sér lánareglur Lífsverks hér á vef sjóðsins. Þegar ákvörðun um lántöku hefur verið tekin þurfa umsækjendur að fylla út og skila lánsumsókn rafrænt (veljið "Umsóknir" efst hægra megin). Lánsumsóknin er einungis rafræn og þarf umsækjandi að hafa rafræn skilríki eða Auðkennisappið til að skrá sig inná umsóknagáttina og senda umsókn. Óskað er eftir að með umsókninni sé skilað nauðsynlegum/viðeigandi gögnum á rafrænu formi, en þau eru:
- Staðfest afrit stöðu allra áhvílandi lána (t.d. stöðuyfirlit eða afrit af síðasta greiðsluseðli)
- Kauptilboð/kaupsamningur (ef lántaka er í tengslum við fasteignaviðskipti)
- Afrit af síðustu þremur launaseðlum allra umsækjenda
- Staðfest afrit síðasta skattframtals (hægt að sækja inná www.skattur.is)
- Staðfesting á viðbótarbrunatryggingu (ef lánsfjárhæð er umfram samtölu brunabótamats og lóðarmats)
- Önnur gögn, t.d. aðrar fastar tekjur og gjöld, aðrar skuldir eða önnur gögn sem skipta máli varðandi fjárhagsstöðu umsækjanda
Athygli er vakin á því að Lífsverk lífeyrissjóður getur óskað eftir fleiri gögnum en hér eru tilgreind.
Afgreiðsla umsóknar hefst þegar öllum skjölum hefur verið skilað til sjóðsins. Þá hefst ferli þar sem sjóðurinn kannar lánsrétt, greiðslumat framkvæmt og lánshæfi kannað. Lífsverk hefur svo samband við umsækjanda og tilkynnir um ákvörðun lánveitingar og ef umsókn er samþykkt er sent staðlað upplýsingablað um lánið ásamt upplýsingabæklingi frá Neytendastofu.
Eftir að umsækjandi hefur staðfest móttöku á gögnunum er skuldabréfið útbúið og sjóðurinn hefur samband við umsækjanda þegar það er tilbúið. Umsækjandi sækir þá skuldabréfið á skrifstofu Lífsverks að Laugavegi 182. Skylt er að framvísa persónuskilríkjum þegar lánagögn eru sótt til sjóðsins. Umsækjendur sjá sjálfir um að fara með skuldabréfið í þinglýsingu hjá sýslumanni. Þegar skjalið hefur verið þinglýst þarf umsækjandi að skila þinglýstu skuldabréfinu aftur á skrifstofu Lífsverks og verður lánið svo greitt út innan tveggja virkra daga.
Hægt er að senda fyrirspurnir varðandi sjóðfélagalán á netfangið lan@lifsverk.is .
Ferlið við skilmálabreytingar
Algengustu skilmálabreytingar eru að dreifa gjalddögum eldri lána á 12 gjalddaga á ári og ýmiss úrræði vegna greiðsluerfiðleika, svo sem að létta greiðslubyrði með því að lengja lánstíma eða færa vanskil á höfuðstól.
Til að sækja um skilmálabreytingu þurfa umsækjendur að fylla út og senda umsókn rafrænt (veljið "Umsóknir" efst hægra megin). Umsóknin er einungis rafræn og þarf umsækjandi að hafa rafræn skilríki eða Auðkennisappið til að skrá sig inná umsóknagáttina og senda umsókn. Óskað er eftir að með umsókninni sé skilað nauðsynlegum/viðeigandi gögnum á rafrænu formi.
Ath. að ekki er hægt að skilmálabreyta verðtryggðu yfir í óverðtryggt lán og öfugt. Í þeim tilfellum þarf að endurfjármagna og því þarf að senda inn nýja lánsumsókn til að endurfjármagna yfir í aðra tegund láns. Sjá ferlið við lánsumsóknir efst á þessari síðu.
Hafðu samband við sjóðinn vegna fyrirspurna um skilmálabreytingar í gegnum netfangið lan@lifsverk.is.
Kostnaður við skilmálabreytingar skv. gjaldskrá.
Ferlið við útgáfu veðleyfa
Sótt er um veðleyfi með því að fylla út rafræna umsókn (veljið "Umsóknir" efst hægra megin). Umsóknin er einungis rafræn og þarf umsækjandi að hafa rafræn skilríki eða Auðkennisappið til að skrá sig inná umsóknagáttina og senda umsókn. Óskað er eftir að með umsókninni sé skilað nauðsynlegum/viðeigandi gögnum á rafrænu formi sem eru að lágmarki veðbandayfirlit (það er hægt að útvega fyrir umsækjanda gegn gjaldi), afrit af síðustu greiðsluseðlum áhvílandi lána og upplýsingar um lánið sem á að fara fram fyrir lán Lífsverks í veðröðinni.
Fasteignasalar og aðrir sem aðstoða lántaka geta einnig fyllt út umsóknina rafrænt fyrir hönd lántaka.
Umsækjandi fær svar í tölvupósti um hvort umsókn um veðleyfi hafi verið samþykkt og verða nauðsynleg skjöl útbúin í kjölfarið. Umsækjandinn verður látinn vita þegar skjölin eru tilbúin og getur sótt þau á skrifstofu sjóðsins.
Kostnaður við veðleyfi skv. gjaldskrá.
Ferlið við veðflutning
Sótt er um veðflutning með því að fylla út rafræna umsókn (veljið "Umsóknir" efst hægra megin). Umsóknin er einungis rafræn og þarf umsækjandi að hafa rafræn skilríki eða Auðkennisappið til að skrá sig inná umsóknagáttina og senda umsókn. Óskað er eftir að með umsókninni sé skilað nauðsynlegum/viðeigandi gögnum á rafrænu formi sem eru t.d. afriti af undirrituðum kaupsamningi (ef veðflutningurinn er vegna kaupa á fasteign), jafnframt þarf að fylgja veðbandayfirlit fyrir báðar eignir (hægt að útvega fyrir umsækjanda gegn gjaldi) og afrit af síðustu greiðsluseðlum áhvílandi lána (ef að lánið á ekki að flytjast á fyrsta veðrétt).
Fasteignasalar og aðrir sem aðstoða lántaka geta einnig fyllt út umsóknina rafrænt fyrir hönd lántaka.
Umsækjandi fær svar í tölvupósti um hvort umsókn um veðflutning hafi verið samþykkt og verða nauðsynleg skjöl útbúin í kjölfarið. Umsækjandinn veður látinn vita þegar skjölin eru tilbúin og getur sótt þau á skrifstofu sjóðsins. Umsækjandi sér um að koma skjölunum í þinglýsingu hjá Sýslumanni. Þegar skjölunum hefur verið þinglýst þarf umsækjandi að skila þinglýstum skjölum aftur á skrifstofu sjóðsins til skráningar. Veðflutningur tekur gildi eftir að þinglýstum skjölum hefur verið skilað til Lífsverks.
Kostnaður við veðflutning skv. gjaldskrá .