Umsóknarferli lána

Hafðu samband við sérfræðinga sjóðsins til þess að kanna lánsrétt og vegna fyrirspurna um lán hjá sjóðnum.

Þegar ákvörðun hefur verið tekin um að taka lán hjá sjóðnum þarf að hafa samband við Íslandsbanka á Suðurlandsbraut 14 og fylla út lánsumsókn hjá þeim ásamt því að fara í gegnum greiðslumat. Til að spara tíma er æskilegt að öll gögn sem fylgja eiga greiðslumati liggi fyrir. 
Hægt er að sjá lista yfir nauðsynleg gögn fyrir greiðslumat.

Þegar öll gögn hafa borist til Íslandsbanka þá fer af stað ferli þar sem Íslandsbanki útbýr greiðslumat og sendir svo gögnin til Lífsverks til ákvörðunar um lánveitingu. Þetta ferli tekur oftast innan við tvær vikur eftir að öll gögn hafa borist. Lífsverk hefur svo samband við umsækjanda og tilkynnir um ákvörðun lánveitingar og ef umsókn er samþykkt eru sendar áætlaðar niðurgreiðslutöflur og upplýsingar um lánið.

Eftir að umsækjandi hefur móttekið gögnin er skuldabréfið útbúið og mun Íslandsbanki hafa samband við umsækjanda þegar skuldabréfið er tilbúið. Umsækjandi sækir þá skuldabréfið í bankann og fer með það í þinglýsingu hjá Sýslumanni. Þegar skjalið hefur verið þinglýst þarf umsækjandi að fara með skjalið aftur í bankann sem greiðir svo lánið út næsta dag.

Skilmálabreytingar

Algengustu skilmálabreytingar eru að dreifa gjalddögum eldri lána á  12 gjalddaga á ári og ýmiss úrræði vegna greiðsluerfiðleika, svo sem að létta greiðslubyrði með því að lengja lánstíma eða færa vanskil á höfuðstól.

Hafðu samband við sjóðinn vegna fyrirspurna um skilmálabreytingar.

Veðleyfi

Sótt er um veðleyfi með því að senda tölvupóst til sjóðsins
Í póstinum þurfa að koma fram upplýsingar um veðleyfið sem sótt er um. Jafnframt þarf að fylgja með veðbandayfirlit (það er hægt að útvega fyrir umsækjanda gegn gjaldi), afrit af síðustu greiðsluseðlum áhvílandi lána og upplýsingar um lánið sem á fara fram fyrir lán Lífsverks í veðröðinni.

Íslandsbanki sér um skjalagerð fyrir sjóðinn og mun bankinn hafa samband við umsækjanda þegar veðleyfið er tilbúið. Íslandsbanki innheimtir kostnað við skjalagerð í samræmi við verðskrá bankans.

Veðflutningur

Sótt er um veðflutning með því að senda tölvupóst til sjóðsins
Í póstinum þurfa að koma fram upplýsingar um veðflutningana sem sótt er um (hvaðan á að flytja veðið og hvert) ásamt afriti af undirrituðum kaupsamningi eða upplýsingum um opinbert fasteignamat á eigninni sem veðið á að flytjast á. Jafnframt þarf að fylgja veðbandayfirlit fyrir báðar eignir (hægt að útvega fyrir umsækjanda gegn gjaldi) og afrit af síðustu greiðsluseðlum áhvílandi lána.

Íslandsbanki sér um skjalagerð fyrir sjóðinn og innheimtir kostnað við skjalagerð í samræmi við verðskrá bankans. Bankinn mun hafa samband við umsækjanda þegar veðflutningsskjölin eru tilbúin. Umsækjandi sækir þá veðflutningsskjölin í bankann og fer með þau í þinglýsingu hjá Sýslumanni. Þegar skjölunum hefur verið þinglýst þarf umsækjandi að fara með skjölin aftur í bankann til skráningar.

 

Afgreiðsla lána

Sjóðfélögum er bent á að hafa samband við sjóðinn með fyrirspurnir um lán og ráðgjöf.
Hægt er að senda fyrirspurnir  eða hafa samband í síma 575-1000.

Útibú Íslandsbanka við Suðurlandsbraut sér um afgreiðslu nýrra sjóðfélagalána og er sjóðfélögum sem vilja sækja um ný lán bent á að fylla út umsókn hjá bankanum. 

Eftirfarandi ráðgjafar í útibúi Íslandsbanka við Suðurlandsbraut 14 taka á móti lánsumsóknum: