Lán hjá Lífsverki

Lífsverk býður upp á hagstæð grunnlán og viðbótarlán

Grunnlán

 

Lífsverk býður upp á val milli verðtryggðra lána með breytilegum vöxtum, nú 3,5%, eða óverðtryggðra lána.

Þú átt rétt á láni ef þú greiðir skylduiðgjald eða viðbótarsparnað til Lífsverks eða hefur greitt í sjóðinn í 4 mánuði samtals.

Lánsfjárhæð grunnlána getur verið allt að 45.000.000 kr. en hámarksfjárhæð tekur mið af veðrými og mati á greiðslugetu. Heimilt er að vera með fleiri en eitt grunnlán.

Lánið er tryggt með veði í fasteign í eigu lántaka, eða þar sem þinglýstur kaupsamningur liggur fyrir, þar sem lántaki er kaupandi. Veðhlutfall má að hámarki vera 75% af nýlegum kaupsamningi eða af gildandi fasteignamati viðkomandi eignar en þó aldrei hærra en 100% af samtölu brunabótamats og lóðarmats nema til komi viðbótarbrunatrygging.

Lánstími grunnlána er að lágmarki 5 ár en að hámarki 40 ár. Lífeyrissjóðnum er heimilt að hafna umsókn um lán eða takmarka lánsfjárhæð þegar ekki er sýnt fram á fullnægjandi veð, lánshæfi og/ eða greiðslugetu að mati sjóðsins.

Heimilt er að greiða lán upp að hluta eða öllu leyti án uppgreiðslugjalds.

Við lántöku þarf sjóðfélagi að vera greiðandi og í skilum með iðgjöld, eða vera lífeyrisþegi.

Vextir óverðtryggðra lána taka breytingum 1. janúar og 1. júlí ár hvert eftir ákvörðun stjórnar.

Áætlaða greiðslubyrði og fjárhæð afborgana má sjá með því að slá inn forsendur láns í reiknivélina hér á síðunni. Þar má einnig sjá árlega hlutfallstölu kostnaðar, sem er háð fjárhæð og tegund láns og lengd lánstíma, sem og heildarfjárhæð sem greiða þarf á lánstímanum.

Lánareglur sjóðsins fara eftir lögum um fasteignalán til neytenda nr. 118/2016 . Neytendastofa annast eftirlit með ákvæðum laganna. Upplýsingar um áhrif verðlags og breytilegra vaxta á höfuðstól og greiðslubyrði lána má sjá hér . Frekari upplýsingar er að finna á heimasiðu Neytendastofu, neytendastofa.is .

Hægt er að senda fyrirspurnir varðandi sjóðfélagalán á netfangið lan@lifsverk.is .


Yfirlit um vaxtakjör og gjaldskrá
Lánareglur sjóðfélagalána

 

Viðbótarlán

Þú átt rétt á viðbótarláni eftir að hafa greitt iðgjöld til sjóðsins í 4 mánuði samtals.

Lánsfjárhæð viðbótarlána getur verið allt að 20.000.000 kr. en hámarksfjárhæð tekur mið af veðrými og mati á greiðslugetu.

Lánið er tryggt með veði í fasteign í eigu lántaka, eða þar sem þinglýstur kaupsamningur liggur fyrir, þar sem lántaki er kaupandi. Veðhlutfall má að hámarki vera 75% af nýlegum kaupsamningi eða af gildandi fasteignamati viðkomandi eignar en þó aldrei hærra en 100% af samtölu brunabótamats og lóðarmats nema til komi viðbótarbrunatrygging.

Lánstími viðbótarlána er að lágmarki 5 ár en að hámarki 40 ár. Viðbótarlán bera breytilega vexti frá lántökudegi og eru þeir með 0,6% fastvaxtaálagi á vexti grunnlána.
Lántaki getur valið milli verðtryggðra viðbótarlána eða óverðtryggðra.

Heimilt er að greiða lán upp að hluta eða öllu leyti án uppgreiðslugjalds.

Áætlaða greiðslubyrði og fjárhæð afborgana má sjá með því að slá inn forsendur láns í reiknivélina hér á síðunni. Þar má einnig sjá árlega hlutfallstölu kostnaðar, sem er háð fjárhæð og tegund láns og lengd lánstíma, svo og heildarfjárhæð sem greiða þarf á lánstímanum. 

Lánareglur sjóðsins fara eftir lögum um fasteignalán til neytenda nr. 118/2016 . Neytendastofa annast eftirlit með ákvæðum laganna. Upplýsingar um áhrif verðlags og breytilegra vaxta á höfuðstól og greiðslubyrði lána má sjá hér . Frekari upplýsingar er að finna á heimasiðu Neytendastofu, neytendastofa.is .

Hægt er að senda fyrirspurnir varðandi sjóðfélagalán á netfangið lan@lifsverk.is .

Lánareglur sjóðfélagalána