Stjórn

Virkt sjóðfélagalýðræði

Lífsverk hefur sérstöðu er kemur að kosningu í stjórn sjóðsins. Allir stjórnarmenn eru kosnir af sjóðfélögunum sjálfum og hver sjóðfélagi hefur eitt atkvæði. Séreignardeild hefur sömu stjórn og samtryggingardeildin en aðskilinn fjárhag.

Stjórn sjóðsins skipa fimm sjóðfélagar og eru þeir kjörnir með rafrænni kosningu til þriggja ára í senn. Jafnmargir varamenn eru kjörnir á aðalfundi. Þau ár sem tveir stjórnarmenn eru kosnir skal kjósa eina konu og einn karl. Þegar kjósa skal einn stjórnar- og einn varastjórnarmann þá ræður kosning óháð kyni. Hlutfall hvors kyns í stjórn sjóðsins skal aldrei verða lægra en 40%. Nánar er fjallað um stjórnarkjör í 15. gr. samþykkta sjóðsins. Stjórn skipar þriggja manna kjörnefnd sem setur reglur um framkvæmd kosninga og eru reglurnar staðfestar af stjórn.

Þeim sjóðfélögum sem hafa hug á því að bjóða sig fram er boðið að kynna sig stuttlega á heimasíðu sjóðsins.

Stjórn

Björn Ágúst Björnsson formaður bjorn@lifsverk.is
Agnar Kofoed-Hansen meðstjórnandi agnar@lifsverk.is
Margrét Arnardóttir meðstjórnandi  margret@lifsverk.is
Eva Hlín Dereksdóttir meðstjórnandi  
Unnar Hermannsson meðstjórnandi  

Varamenn

Gnýr Guðmundsson varamaður 
Helga Viðarsdóttir varamaður 
Ragnheiður I. Þórarinsdóttir varamaður 

Endurskoðunarnefnd

Helena Sigurðardóttir formaður  
Valur Hreggviðsson  
Margrét Arnardóttir