Samtryggingardeild
Lífsverk býður tvær leiðir í samtryggingardeild fyrir skylduiðgjald.
Samtryggingarleið
Í samtryggingarleiðinni rennur skylduiðgjaldið (að lágmarki 15,5% samkvæmt lögum) allt í sameiginlegan sjóð og veitir þér lífeyrisréttindi í hlutfalli við greiðslur þínar í sjóðinn. Þessi leið veitir þér dýrmætan ævilangan lífeyri og hærri tryggingarvernd hvað varðar örorku-, maka- og barnalífeyri, þar sem verndin tekur mið af inngreiðslum í sjóðinn.
Sjóðfélagar safna ekki erfanlegri eign í samtryggingarleiðinni.
Réttindi og tryggingavernd
Lífsverk | Lágmark laga | |
---|---|---|
Ellilífeyrir | 1,89%* | 1,40% |
Makalífeyrir | 60% í 5 ár | 50% í 2 ár |
Örorkulífeyrir | Við 40% örorku | Við 50% örorku |
Barnalífeyrir | Til 19 ára aldurs | Til 18 ára aldurs |
*Samanburður á ávinningi réttinda miðað við 12% skylduiðgjald í samtryggingardeild
Lífsverks og lágmarksávinning réttinda skv.lögum. Tölurnar taka mið af gildandi samþykktum
Lífsverks 31.12.2015. Ávinningur réttinda skal samkvæmt reglugerð 391/1998 vera að meðaltali
1,4% af launum á ári miðað við 40 ára innborgunartíma.
Skipting lífeyrisréttinda milli hjóna og sambúðarfólks
Sjóðfélagi og maki geta gert samkomulag um skiptingu lífeyrisréttinda, bæði áunnum réttindum og framtíðarréttindum.
Samningur um skiptingu réttinda verður að skriflegur, gagnkvæmur og jafn. Sjóðfélagi getur að hámarki afsalað sér allt að helming réttinda sinna til maka.
Samning um skiptingu áunninna réttinda þarf að gera áður en taka ellilífeyris hefst og fyrir 65 ára aldur. Skilyrði fyrir skiptingu lífeyrisréttinda er að sjúkdómar eða heilsufar dragi ekki úr lífslíkum.
Skipting hefur ekki áhrif á maka-, örorku- og barnalífeyrisréttindi.
Sjóðfélagi og maki þurfa að skila inn undirrituðum samningi um skiptingu lífeyrisréttinda ásamt hjúskapar-söguvottorði frá Þjóðskrá um upphaf sambúðar eða hjónabands og heilsufarsvottorði útfyllt og undirritað af heimilislækni.
Setja þarf samning um skiptingu lífeyrisréttinda og heilbrigðisvottorð inn á vef sjóðsins undir
Umsóknir:
Skipting lífeyrisgreiðslna milli hjóna og sambúðarfólks
Heimilt er að skipta lífeyrisgreiðslum við lífeyristöku án þess að réttindum sé skipt. Við andlát
stöðvast skipting og sjóðfélagi fær óskiptar greiðslur en maki fær greiddan makalífeyri.
Hér má lesa um skiptingu lífeyrisréttinda á vef lifeyrismal.is.
Blönduð leið
Í blönduðu leiðinni færð þú allt umfram 10% af skylduiðgjaldinu, iðgjaldið er í heild að lágmarki 15,5% samkvæmt lögum í séreignarsjóð.
Þessi leið veitir þér aukinn sveigjanleika í útgreiðslum og hentar þeim sem vilja eiga möguleika á auknum ráðstöfunartekjum við starfslok.
Þeir sem velja blandaða leið geta þó ekki nýtt sér skattfrjálsan séreignarsparnað vegna fyrstu húsnæðiskaupa eða til að greiða inn á lán. Til þess þarf að gera samning um viðbótarsparnað.
Þú getur valið um sömu ávöxtunarleiðir fyrir skylduiðgjaldið sem er umfram 10% eins og með viðbótarsparnaði.
Ávöxtunarleiðirnar eru Lífsverk 1, 2 og 3 og hafa mismunandi áhættustig.
Dæmi um útgreiðslu lífeyris

Myndin sýnir dæmi um einstakling með 500.000 kr. mánaðarlaun sem byrjar að greiða í sjóðinn við 28 ára aldur og greiðir til 67 ára aldurs eða samtals í 40 ár.
Viðkomandi greiðir í blönduðu leiðina þar sem hluti skylduiðgjalds, 10%, renna í samtryggingarsjóð og 2% renna í séreignarsjóð.
Af ofangreindum launum gæti viðkomandi hafa áunnið sér um 57% af þeim launum úr samtryggingarsjóði við 67 ára aldur til ævilangs lífeyris.
Til viðbótar ætti hann uppsafnaðan séreignarsjóð, um 9,8 m.kr., sem í þessu dæmi væri tekinn út á 10 árum og gætu þær greiðslur þá numið u.þ.b. 18% af launum. Þannig gæti einstaklingurinn haft um 75% af launum sínum í ellilífeyrisgreiðslur fyrstu 10 árin.
Hafðu samband við sérfræðinga Lífsverks, við aðstoðum þig við að velja leið sem hentar þér:
Hringdu í síma: 575 1000 eða sendu okkur línu á lifsverk@lifsverk.is