Samtryggingardeild

Samtryggingarleið

Í samtryggingarleiðinni rennur skylduiðgjaldið (að lágmarki 12% samkvæmt lögum) allt í sameiginlegan sjóð og veitir þér lífeyrisréttindi í hlutfalli við greiðslur þínar í sjóðinn. Þessi leið veitir þér dýrmætan ævilangan lífeyri og hærri tryggingarvernd hvað varðar örorku-, maka- og barnalífeyri, þar sem verndin tekur mið af inngreiðslum í sjóðinn.  

Sjóðfélagar safna ekki erfanlegri eign í samtryggingarleiðinni.

Réttindi og tryggingavernd

 Lífsverk  Lágmark laga
Ellilífeyrir 1,89%*1,40% 
Makalífeyrir60% í 5 ár50% í 2 ár
ÖrorkulífeyrirVið 40% örorku Við 50% örorku
BarnalífeyrirTil 19 ára aldursTil 18 ára aldurs

*Samanburður á ávinningi réttinda miðað við 12% skylduiðgjald í samtryggingardeild
Lífsverks og lágmarksávinning réttinda skv.lögum. Tölurnar taka mið af gildandi samþykktum
Lífsverks 31.12.2015. Ávinningur réttinda skal samkvæmt reglugerð 391/1998 vera að meðaltali
1,4% af launum á ári miðað við 40 ára innborgunartíma.

Blönduð leið

Í blönduðu leiðinni færð þú allt umfram 10% af skylduiðgjaldinu (iðgjaldið er í heild að lágmarki 12% samkvæmt lögum) í séreignarsjóð. 

Þessi leið veitir þér aukinn sveigjanleika í útgreiðslum og hentar þeim sem vilja eiga möguleika á auknum ráðstöfunartekjum við starfslok.

Þeir sem velja blandaða leið geta þó ekki nýtt sér skattfrjálsan séreignarsparnað vegna fyrstu húsnæðiskaupa eða til að greiða inn á lán. Til þess þarf að gera samning um viðbótarsparnað.

Þú getur valið um sömu ávöxtunarleiðir fyrir skylduiðgjaldið sem er umfram 10% eins og með viðbótarsparnaði.
Ávöxtunarleiðirnar eru Lífsverk 1,  2 og 3 og hafa mismunandi áhættustig.

Dæmi um útgreiðslu lífeyris
Utgreidsla


Myndin sýnir dæmi um einstakling með 500.000 kr. mánaðarlaun sem byrjar að greiða í sjóðinn við 28 ára aldur og greiðir til 67 ára aldurs eða samtals í 40 ár.
Viðkomandi greiðir í blönduðu leiðina þar sem hluti skylduiðgjalds, 10%, renna í samtryggingarsjóð og 2% renna í séreignarsjóð.
Af ofangreindum launum gæti viðkomandi hafa áunnið sér um 57% af þeim launum úr samtryggingarsjóði við 67 ára aldur til ævilangs lífeyris.
Til viðbótar ætti hann uppsafnaðan séreignarsjóð, um 9,8 m.kr., sem í þessu dæmi væri tekinn út á 10 árum og gætu þær greiðslur þá numið u.þ.b. 18% af launum. Þannig gæti einstaklingurinn haft um 75% af launum sínum í ellilífeyrisgreiðslur fyrstu 10 árin.


Hafðu samband við sérfræðinga Lífsverks, við aðstoðum þig við að velja leið sem hentar þér:

Hringdu í  síma: 575 1000 eða sendu okkur línu á lifsverk@lifsverk.is