Ávöxtunarleiðir

Lífsverk býður upp á þrjár mismunandi ávöxtunarleiðir í viðbótarlífeyrissparnaði. 

Við val á ávöxtunarleið þarf m.a. að huga að aldri, eignastöðu og  og viðhorfi til áhættu. Þú getur valið um þrjár mismunandi áhættusamar ávöxtunarleiðir fyrir viðbótarsparnað þinn. Sjóðfélagar geta hvenær sem er fært sig á milli leiða án kostnaðar, ef aðstæður breytast eða ef vilji stendur til að auka eða draga úr áhættu.

Lífsverk 1

Lífsverk 1 er talin áhættumesta leiðin. Leiðin er blanda af ríkisskuldabréfum, innlendum og erlendum hlutabréfum ásamt skuldabréfum fyrirtækja og sveitarfélaga. Með fjárfestingum í hlutabréfum ætti þessi leið að gefa betri ávöxtun en Lífsverk 2 til lengri tíma. Ávöxtun safnsins er að miklu leyti háð sveiflum á markaðsvöxtum ríkisskuldabréfa og gengi innlendra og erlendra hlutabréfa. Þessi leið hentar fólki við upphaf starfsævinnar, þeim sem vilja taka meiri áhættu, eða hafa gott þol gagnvart sveiflum í ávöxtun og vilja ávaxta fjármuni sína til lengri tíma.

Lífsverk 1: Fjárfestingarstefna 2024 og eignasamsetning þann 31.12.2023 

Eignaflokkur Fjárfestingarstefna 2024Staða 31.12.2023Vikmörk
Lausafé0,0%1,7%0-50%
Skuldabréf 50,0% 43,8% 20-80%
Ríkisskuldabréf 14,0% 8,1% 0-80%
Fyrirtækjaskuldabréf 7,0% 5,8% 0-30%
Skuldabréf lánastofnana 15,0% 12,5% 0-40%
Skuldabréf sveitafélaga 4,0% 3,6% 0-15%
Veðskuldabréf 5,0% 9,0% 0-15%
Erlend skuldabréf 5,0% 4,8% 0-30%
Hlutabréf 50,0% 54,5% 20-60%
Innlend hlutabréf 25,0% 30,7% 10-50%
Erlend hlutabréf 25,0% 23,8% 10-50%

Lífsverk 2

Lífsverk 2 er með áherslu á innlend skuldabréf en hefur heimild til að fjárfesta í hlutabréfum að litlu leyti. Þessi leið er talin bera meðaláhættu. Ávöxtun safnsins er að miklu leyti háð sveiflum á markaðskröfu ríkisskuldabréfa. Leiðin hentar fólki á miðri starfsævi. 

Lífsverk 2: Fjárfestingarstefna 2024 og eignasamsetning þann 31.12.2023 

Eignaflokkur  Fjárfestingarstefna 2024 Staða 31.12.2023    Vikmörk      
 Lausafé                 0,0%                    0,8%  0-50%    
 Skuldabréf 70,0% 67,3% 20-80%
 Ríkisskuldabréf 20,0% 17,8% 10-80%
Fyrirtækjaskuldabréf                 10,0% 8,6% 0-30%
Skuldabréf lánastofnana 20,0% 18,3% 0-40%
Skuldabréf sveitafélaga 6,0% 4,6% 0-15%
 Veðskuldabréf 7,0% 10,9% 0-15%
 Erlend skuldabréf 7,0% 7,1% 0-30%
 Hlutabréf 30,0% 31,9% 10-45%
 Innlend hlutabréf 15,0% 18,4% 5-25% 
 Erlend hlutabréf 15,0%13,5% 5-25%

Lífsverk 3

Lífsverk 3 er blanda af innlánum og stuttum ríkisskuldabréfum. Þar sem áhættan er minnst í þessari leið ætti hún að gefa lægstu ávöxtunina til lengri tíma. Ávöxtun safnsins er að miklu leyti háð innlánsvöxtum banka. Þessi leið hentar best þeim sem nálgast eftirlaunaaldur og leggja mikla áherslu á að vernda höfuðstólinn.

Lífsverk 3:  Fjárfestingarstefna 2024 og eignasamsetning þann 31.12.2023

Eignaflokkur Fjárfestingarstefna 2024Staða 31.12.2023
Vikmörk 
Lausafé10,0%2,0%0-100%
Skuldabréf 90,0% 98,0% 20-100%
Ríkisskuldabréf 43,0% 54,9% 20-100%
Fyrirtækjaskuldabréf18,0% 14,1% 0-35%
Skuldabréf lánastofnana20,0%  23,2% 0-60%
Skuldabréf sveitafélaga3,0% 1,1% 0-20%
Veðskuldabréf3,0% 2,3% 0-10%
Erlend skuldabréf3,0% 2,4% 0-20%

Nafnávöxtun 

  2023 20222021 202020192018 2017 2016

Lífsverk 1

 5,8% -9,9%
 22,9% 16,2% 15,9% 1,5% 6,2%0,5%

Lífsverk 2 

 5,9% -6,6% 14,9% 11,3% 12,8% 4,3% 7,4% 3,6%

Lífsverk 3

 5,5% 0,8% 3,1% 5,9% 5,4% 3,9% 4,9% 5,1%

Raunávöxtun 


 2023 2022 20212020 2019 20182017  2016

Lífsverk 1

 -2,0 -17,6% 17,3% 12,3% 12,9%-1,7% 4,4% -1,6%

Lífsverk 2

 -1,9 -14,6% 9,6% 7,6% 9,9% 1,1% 5,6%  1,5%

Lífsverk 3

 -2,3 -7,8% -1,7% 2,3% 2,7% 0,7% 3,1%  3,0%

5 ára meðaltal hreinnar raunávöxtunar         2023
     Lífsverk 1 3,7%
     Lífsverk 2 1,6%
     Lífsverk 3 -1,5%

* Taflan sýnir 5 ára meðaltal hreinnar raunávöxtunar hverrar séreignarleiðar en sveiflur í ávöxtun á milli ára hafa verið nokkrar.
Hafa ber í huga að ávöxtun í fortíð gefur ekki vísbendingu um ávöxtun í framtíð