Ávöxtunarleiðir

Þú getur valið um þrjár misjafnlega áhættusamar ávöxtunarleiðir fyrir viðbótarsparnað þinn.


Lykilupplýsingaskjöl

Hér finnur þú lykilupplýsingaskjöl fyrir séreignaleiðir Lífsverks.

Útgreiðsla

Viðbótarsparnaður er laus til útborgunar við 60 ára aldur. Hægt er að fá inneignina greidda í einu lagi eða með jöfnum mánaðarlegum greiðslum til þess tíma sem viðkomandi óskar eftir.


Reiknaðu út lífeyrinn þinn

Hér getur þú áætlað greiðslur úr sameign og séreign.

Beint í niðurstöður

Forsendur

kr.

Sameignarsjóður

kr. Lífeyrisréttindi á mánuði sem þú hefur þegar áunnið þér (m.v. 67 ára aldur)
Hér er átt við heildarframlag (sjóðfélaga og launagreiðanda)

Áunnin lífeyrisréttindi

Lífeyrisréttindi á mánuði sem þú hefur þegar áunnið þér. Hægt er að sjá áunnin lífeyrisréttindi í Lífeyrisgáttinni. Sjóðfélagar Lífsverks geta nálgast þessar upplýsingar á sjóðfélagavefnum með innskráningu uppi í hægra horni.

Iðgjaldaprósenta

Heildarframlag launþega og launagreiðenda er að lágmarki 12% en sjóðfélagar Lífsverks geta valið um að 10% iðgjald fari í sameignarsjóð og umframiðgjald verði séreign hvers og eins. Heildarframlagið er nú 15,5% skv. flestum kjarasamningum á almennum markaði.

Séreign

kr. Inneign sem þú átt nú þegar í séreignarsjóði
Hér er átt við heildarframlag (rétthafa og launagreiðanda), framlag í séreign af skyldusparnaði fyrir þá sem eru í blandaðri leið og samning um viðbótarlífeyrissparnað.
Áætluð ávöxtun umfram verðbólgu.

Núverandi inneign

Inneign þín í séreignarsjóðum Lífsverks eða öðrum séreignarsjóðum. Hægt er að sjá stöðu séreignar hjá Lífsverki á sjóðfélagavefnum með innskráningu uppi í hægra horni.

Iðgjaldaprósenta

Sjóðfélagar Lífsverks geta valið að hluti af skylduiðgjaldinu renni í séreignarsjóð, sem getur verið frá 1,0% upp í 5,5%. Að auki hafa allir val um að greiða allt að 4% af launum í viðbótarsparnað og fá þá skv. flestum kjarasamningum 2% til viðbótar frá launagreiðanda. Hér ætti að velja heildarprósentu ef allir möguleikar eru nýttir.

Áætluð raunávöxtun

Hér má gefa sér mismunandi forsendur. Í tryggingafræðilegum útreikningum lífeyrissjóða er miðað við 3,5% ávöxtun á ári umfram verðbólgu, sem er talin líkleg framtíðarávöxtun yfir langan tíma. Sveiflur milli einstakra ára geta þó verið miklar. Meðalraunávöxtun Lífsverks 2013–2017 var 5,0%.

Útborgunartími

Val er um 1 – 7 ára útborgunartíma. Úttekt úr séreignarsjóði býður uppá mikinn sveigjanleika. Taka má alla inneignina út í einni greiðslu, dreifa henni jafnt á fleiri mánuði eða ár eða taka út mismunandi fjárhæðir eftir hentugleika hvers og eins.