Lífsverk hefur stækkað einna mest allra lífeyrissjóða frá árinu 2014
Sjóðurinn var stofnaður árið 1954 og var í upphafi
eingöngu fyrir verkfræðinga en í dag geta allir orðið sjóðfélagar sem lokið
hafa grunnnámi frá háskóla eða eru í háskólanámi.
Öllum heimilt að greiða viðbótarlífeyrissparnað
til séreignardeildar Lífsverks og sótt um lán með sömu kjörum og almennir
sjóðfélagar.
Lífsverk
hefur myndað sér sérstöðu vegna inntökuskilyrða og getur því boðið hærri ávinning réttinda en fæst hjá öðrum lífeyrissjóðum á almennum vinnumarkaði.
Lífsverk leggur áherslu á ábyrga fjárfestingarstefnu þannig
að fjárhagsleg og ábyrg markmið fari saman og stuðli í sameiningu að bættum hag
sjóðfélaga.
Stjórn sjóðsins er eingöngu skipuð sjóðfélögum.
Gildin okkar eru : Heilindi - Jákvæðni - Ábyrgð