Fjárfestingarstefna

Stjórn Lífsverks skal sjá til þess að fé sjóðsins sé ávaxtað með hliðsjón af þeim kjörum sem best eru boðin á hverjum tíma með tilliti til ávöxtunar og áhættu. Eignasamsetning skal vera innan heimilda í VII. kafla laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða nr. 129/1997 með síðari breytingum.

Fjárfestingarstefna fyrir árið 2017

 
Eignaflokkur Hlutfall Vikmörk
Innlán    1% 0-20%
Innlend skuldabréf  50% 45-80%
Innlend hlutabréf  17% 10-35%
Erlend skuldabréf   2% 0-10%
Erlend hlutabréf   12% 0-20%
Aðrar fjárfestingar* 18% 0-20% 

*Aðrar fjárfestingar eru t.d. framtakssjóðir, fagfjárfestasjóðir og fjárfestingar í íbúðarhúsnæði.

Hlutföllin hér að ofan sýna markmið um stöðu eigna sjóðsins í árslok 2017. Hver flokkur hefur ákveðin vikmörk og því er ólíklegt að eignasafn sjóðsins endurspegli nákvæmlega fjárfestingarstefnu sjóðsins í lok árs 2017.

Í ljósi gjaldeyrishafta og í kjölfar bankahruns hafa fjárfestingarkostir lífeyrissjóða takmarkast mikið. Fjárfestingarstefna sjóðsins endurspeglar skort á þeim fjárfestingartækifærum sem í boði eru.

Viðmið eignaflokka

Hver undirflokkur fyrir sig hefur sitt viðmið og er árangur hvers flokks borin reglulega saman við viðmið. Viðmiðin eru eftirfarandi:

  • Innlán – OMXI3MNI sem er vísitala ríkisbréfa með þriggja mánaða líftíma.
  • Innlend skuldabréf – Gamma : Government Bond Index skuldabréfavísitala.
  • Innlend hlutabréf – OMXI8GI sem er hlutabréfavísitala Kauphallar Íslands
  • Erlend hlutabréf – MSCI World Index Total Return sem er heimsvísitala hlutabréfa gefin út af Morgan Stanley
  • Erlend skuldabréf – BARCAP TR Bond Index sem er heimsvísitala skuldabréfa gefin út af Barclays Capital
  • Sérsniðnar fjárfestingar – HFRI FoF Composite Index sem er breið marksjóðasjóða vísitala frá Hedge Fund Research