Fjárfestingarstefna

Stjórn Lífsverks skal sjá til þess að fé sjóðsins sé ávaxtað með hliðsjón af þeim kjörum sem best eru boðin á hverjum tíma með tilliti til ávöxtunar og áhættu. Eignasamsetning skal vera innan heimilda í VII. kafla laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða nr. 129/1997 með síðari breytingum.

Fjárfestingarstefna fyrir árið 2024

 

Eignaflokkur   Fjárfestingastefna 2024Staða 31.12.2023 Vikmörk
 Lausafé 1,0%  2,5%  0-12%
Skuldabréf  51,0% 52,0%  40-70%
Sjóðfélagalán  19,0%19,2%  5-25%
Veðskuldabréf  6,0%5,9%  5-15%
Ríkisskuldabréf  8,0%8,5%  5-15%
Fyrirtækjaskuldabréf  5,0% 6,2%  0-15%
Skuldabréf lánastofnana  3,0%2,3%  0-10% 
Skuldabréf sveitarfélaga  5,0% 4,9%  0-10%
Erlend skuldabréf  5,0% 5,2%  0-15%
 Hlutabréf  48,0% 45,5%  30-60%
 Innlend hlutabréf  22,0% 22,0%  15-35%
 Erlend hlutabréf  26,0% 23,5%  12-35%

Samkvæmt fjárfestingarstefnu samtryggingardeildar Lífsverks fyrir árið 2024 í samanburði við eignasamsetningu sjóðsins þann 31.12.2023 þá er gert ráð fyrir að auka hlutfall erlendra hlutabréfa en aðrar breytingar eru minniháttar. Markmið sjóðsins til lengri tíma er að auka enn vægi erlendra eignaflokka. Gert er ráð fyrir að markmiðum fjárfestingarstefnu 2024 verði náð á árinu 2024. 

Viðmið eignaflokka

Lífsverk lífeyrissjóður notar vísitölur sem viðmið þegar ávöxtun er metin. Viðmið áhættu er staðalfrávik ávöxtunar viðmiðs auk annarra áhættumælikvarða. Hver undirflokkur fyrir sig hefur sitt viðmið og er árangur hvers flokks borin reglulega saman við það viðmið.

 Eignaflokkur VísitalaAuðkenni 
 LausaféHagkvæmustu vextir sem Lífsverk býðst hverju sinni -
 RíkisskuldabréfMarkaðsvegin vísitala ríkisskuldabréfa OMX NOMXIBB
 FyrirtækjaskuldabréfVísitala fyrirtækjaskuldabréfa  KVIKAc
 Skuldabréf lánastofnanaVísitala sértryggðrar útgáfu bankastofnana KVIKAcb
 Skuldabréf sveitarfélagaSkuldabréfavísitala sveitarfélaga og opinberra fyrirtækja KVIKAp
 VeðskuldabréfKaupkrafa safns við áramót 2023/2024 -
 Erlend skuldabréfBloomberg Global Aggregate Total Return IndexLEGATRUU
 Innlend hlutabréfOMX Iceland ALL-Share GI OMXIGI
 Erlend hlutabréfMSCI All Country World Index (heimsvísitala hlutabréfa)NDUEACWF

Fjárfestingarstefnuna í heild má sjá hér.