Fjárfestingarstefna

Fjárfestingarstefna fyrir árið 2019

 

Eignaflokkur  Hlutfall Vikmörk
Innlán  0,6%  0-10%
Skuldabréf  62,7%  55-70%
- þar af erlend skuldabréf  11,1%  3-15%
Hlutabréf  33,6%  25-40%
- þar af erlend hlutabréf
 15,5%  
Sérsniðnar fjárfestingar*  3,1%  0-5% 

*Sérsniðnar fjárfestingar eru:  Vogunarsjóðir, erlendir fasteignasjóðir og aðrir erlendir sjóðir sem hafa litla fylgni vð aðra eignaflokka.

Hlutföllin hér að ofan sýna markmið um stöðu eigna sjóðsins í árslok 2019. Hver flokkur hefur ákveðin vikmörk og því er ólíklegt að eignasafn sjóðsins endurspegli nákvæmlega fjárfestingarstefnu sjóðsins í lok árs 2019.

Samkvæmt fjárfestingarstefnunni er markmið í erlendum skuldabréfum og hlutabréfum aukið um 6,9%. Markmið hvað varðar erlendar eignir sjóðsins er að auka gæði safnsins, lækka flökt og draga úr áhættu.

Viðmið eignaflokka

Hver undirflokkur fyrir sig hefur sitt viðmið og er árangur hvers flokks borin reglulega saman við viðmið. Viðmiðin eru eftirfarandi:

  • Innlán – innlánskjör í viðskiptabanka Lífsverks
  • Veðskuldabréf – Kaupkrafa safns við áramót 2018/2019
  • Innlend ríkisskuldabréf – Gamma: Government Bond Index skuldabréfavísitala
  • Önnur innlend skuldabréf: Gamma: Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa
  • Innlend hlutabrtéf – Gamma. Equity Index hlutabréfavísitala
  • Erlend skuldabréf – Barclays Global-Aggregate TR sem er heimsvísitala skuldabréfa gefin út af Barclays Capital
  • Erlend hlutabréf – MSCI World Index Total Return sem er heimsvísitala hlutabréfa gefin út af Morgan Stanley
  • Sérsniðnar fjárfestingar – HFRI FoF Composite Index sem er breið marksjóðasjóða vísitala frá Hedge Fund Research

Fjárfestingastefnuna í heild má sjá hér.