Spurt og svarað
Algengar spurningar um skyldusparnað.
Algengar spurningar um skyldusparnað.
Lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða nr. 129/1997 kveða á um að öllum launamönnum og þeim sem stunda atvinnurekstur sé skylt að tryggja sér lífeyrisréttindi með aðild að lífeyrissjóði frá og með 16 til 70 ára aldurs.
Samkvæmt kjarasamningum á almennum vinnumarkaði greiðir launamaður 4% iðgjald í lífeyrissjóð og launagreiðandi greiðir 11,5% í mótframlag.
Samtals eru 15,5% af launum greidd í lífeyrissjóð.
Hægt er að skrá sig inn sjóðfélagavef Lífsverks og þar inn á lífeyrisgáttina, eða beint á www.lifeyrisgattin.is til að sjá hver réttindi í lífeyrissjóðum eru.
Hægt er að hefja töku lífeyris við 60 ára aldur og fresta töku lífeyris til 80 ára aldurs.
Upplýsingar um réttindi sjóðfélaga miðast við að taka lífeyris hefjist við 67 ára aldur.
Ef taka lífeyris hefst fyrir þann tíma þá skerðast lífeyrisgreiðslur samkvæmt töflu II í Viðauka A Réttindatöflur, í samþykktum sjóðsins.
Ef taka lífeyris hefst eftir 67 ára aldur þá aukast réttindi samkvæmt töflu II í Viðauka A Réttindatöflur, í samþykktum sjóðsins.
Samþykktir sjóðsins og réttindatöflur má finna hér
Viðmiðunaraldur lífeyris er 67 ár en lesa má úr réttindatöflum (Viðauki A) sem fylgja samþykktum sjóðsins ( sjá hér ) hvaða áhrif það hefur að flýta töku lífeyris eða seinka. Áhrifin eru mismunandi eftir fæðingarári. Í töflu II má sjá hver lækkun lífeyris er fyrir hvert ár sem töku lífeyris er flýtt. Í töflu III má sjá hver hækkun lífeyris er fyrir hvert ár sem töku lífeyris er frestað.
Viðmiðunaraldur lífeyris er 67 ár en lesa má úr réttindatöflum (Viðauki A) sem fylgja samþykktum sjóðsins ( sjá hér ) hvaða áhrif það hefur að flýta töku lífeyris eða seinka. Áhrifin eru mismunandi eftir fæðingarári. Í töflu II má sjá hver lækkun lífeyris er fyrir hvert ár sem töku lífeyris er flýtt. Í töflu III má sjá hver hækkun lífeyris er fyrir hvert ár sem töku lífeyris er frestað.
Hægt er að byrja að taka helming lífeyris og vinna áfram í 50% starfi. Markmiðið er að auka sveigjanleika í starfslokum. Á sama tíma er hægt að sækja um hálfan ellilífeyri frá TR en greiðslur frá TR eru tekjutengdar.
Maki fær 60% af lífeyri sjóðfélaga í a.m.k. í 5 ár nema hann gangi aftur í hjónaband eða skrái sig í sambúð en þá fellur makalífeyrir niður.
Skylduiðgjald í lífeyrissjóð er 15,5% af launum sem launagreiðandi sér um að greiða til lífeyrissjóðs. Með því að velja blönduðu leiðina hjá Lífsverki færist iðgjald sem er umfram 10% af launum í séreign sjóðfélaga, sem nefnd er bundin séreign. Sömu reglur gilda um útgreiðslu bundinnnar séreignar og útgreiðslu viðbótarlífeyrissparnaðar.
Nei. Gera þarf sérstakan samning um viðbótarlífeyrssparnað við lífeyrissjóð. Bundin séreign er hluti af skylduiðgjaldi til lífeyrissjóðs.
Hægt er að nota viðbótarlífeyrissparnað til að greiða inn á lán en það er ekki hægt með bundna séreign.
Samkvæmt lögum er skylduiðgjald í lífeyrissjóði 15,5% af launum. Hjá flestum lífeyrissjóðum fer allt iðgjaldið í samtryggingarsjóð en sjóðfélagi hefur þá val um að setja 3,5% í tilgreinda séreign sem má ráðstafa í hvaða lífeyrissjóð sem er. Þeir sem eru ekki sjóðfélagar hjá Lífsverki geta þannig óskað eftir því að 3,5% af iðgjaldinu fari í tilgreinda séreign hjá Lífsverki.
Sjóðfélagar Lífsverks hafa hins vegar val um að greiða 10% af lögbundnu 15,5% iðgjaldi í samtryggingarsjóð og þá fara 5,5% í séreign. Sjóðfélagar Lífsverks þurfa því ekki að gera ráðstafanir til að setja hluta af iðgjaldinu í tilgreinda séreign. Sá hluti skylduiðgjaldsins hjá sjóðfélögum Lífsverks sem fer í séreign er erfanlegur og laus til útborgunar við 60 ára aldur án annarra skilyrða, þ.e. útgreiðslum má haga með þeim hætti sem sjóðfélagi kýs sjálfur. Mikill meirihluti sjóðfélaga Lífsverks velur þessa leið frekar en að ráðstafa öllu iðgjaldinu í samtryggingarsjóð.
Nei. Eins og nafnið samtrygging gefur til kynna þá eru um tryggingarsjóð að ræða. Réttindi í samtryggingarsjóði á að standa undir elli-, maka-, barna- og örorkulífeyri. Ef sjóðfélagi fellur frá þá greiðir sjóðurinn maka- og barnalífeyri samkvæmt samþykktum sjóðsins. Örorkulífeyrir greiðist til þeirra sem þess þurfa samkvæmt örorkumati trúnaðarlæknis.
Öll séreign erfist samkvæmt erfðalögum.
Markmið með lögum um lífeyrissjóði er að tryggja 56% af meðallaunum sjóðfélaga sem greitt hafa í lífeyrissjóð í 40 ár.
Réttindi í lífeyrissjóði myndast af því hlutfalli launa sem greitt hefur verið af síðastliðin 40 ár. Frá árinu 1998 var skylt að greiða af öllum launum í lífeyrissjóð en fyrir þann tíma var algengt að einungis væri greitt af hluta af launum eða alls ekki. Hlutfall iðgjalds af launum var einnig mun lægra en nú er. Vegna þeirra breytinga sem orðið hafa á lífeyriskerfinu má búast við að yngri kynslóðir búi að mun hærri lífeyri en raunin er hjá þeim sem nú eru á eftirlaunaaldri.
Lífeyrissjóðir gera ráð fyrir að greiða sjóðfélögum sínum lífeyri frá því taka lífeyris hefst um 67 ára aldur og út ævina en meðalaldur íslenskra karla er 81 ár og kvenna 84 ár. Þessar 25 milljónir þurfa því að duga til að greiða þér lífeyri í um það bil 15,5 ár.
Til að eiga rétt á örorkulífeyri þá þarftu að eiga réttindi hjá sjóðnum, hafa orðið fyrir tekjumissi og örorkan þarf að vera meiri en 40% samkvæmt mati trúnaðarlæknis sjóðsins.
Hægt er að skipta lífeyrisréttindum fyrir 65 ára aldur. Ekki er hægt að skipta réttindum ef búið er að ráðstafa réttindum áður. Trúnaðarlæknir sjóðsins veitir heimild til skiptingar réttinda. Mest er hægt að skipta 50% lífeyrisréttinda og er skiptingin gagnkvæm.
Skipting lífeyrisréttinda hefur ekki áhrif á maka-, barna- eða örorkulífeyrisréttindi.
Hægt er að skipta lífeyrisgreiðslum milli hjóna þegar taka lífeyris er hafin. Skipting greiðslu er gagnkvæm og hún er uppsegjanleg hvenær sem er. Við andlát annars aðila þá fellur greiðsluskipting niður.
Nei, réttindi þín haldast að fullu þegar skipt er um lífeyrissjóð.
Í blönduðu leiðinni færð þú allt umfram 10% af skylduiðgjaldinu (iðgjaldið er í heild að lágmarki 12% samkvæmt lögum) í séreignarsjóð. Þessi leið veitir þér aukinn sveigjanleika í útgreiðslum og hentar þeim sem vilja eiga möguleika á auknum ráðstöfunartekjum við starfslok.
Þeir sem velja blandaða leið geta þó ekki nýtt sér skattfrjálsan séreignarsparnað vegna fyrstu húsnæðiskaupa eða til að greiða inn á lán. Til þess þarf að gera samning um viðbótarsparnað.
Þú getur valið um sömu ávöxtunarleiðir fyrir skylduiðgjaldið sem er umfram 10% eins og með viðbótarsparnaði.
Ávöxtunarleiðirnar eru Lífsverk 1, 2 og 3 og hafa mismunandi áhættustig.