Stefna Lífsverks um meðferð persónuupplýsinga

Ágúst 2018

Lífsverk setur sér persónuverndarstefnu sem byggir á lögum 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Sjóðurinn leggur sig fram við að meðhöndla persónuupplýsingar af ábyrgð og trúnaði, safna aðeins þeim gögnum sem nauðsynleg eru í starfsemi sjóðsins, afhenda þau ekki þriðja aðila nema að fengnu samþykki og farga um leið og unnt er.

Við meðhöndlun persónuupplýsinga er sérstaklega horft til aðgangsstýringa sem eru endurskoðaðar reglulega. Starfsmenn eru bundnir lögbundinni þagnarskyldu um þær upplýsingar sem meðhöndlaðar eru í starfi.

Þær persónuupplýsingar sem falla til við starfsemi Lífsverks og er safnað skv. lögbundinni skyldu eru t.d. lífeyrisréttindi sjóðfélaga, greiðslumat við lánaumsóknir, ýmis gögn við meðhöndlun umsókna um útgreiðslu lífeyris- og örorkugreiðslna. Gögnin eru öll vistuð á öruggum stað með aðgangsstýringu. Persónuupplýsingar eru aldrei afhentar þriðja aðila nema um sé að ræða vinnslu eða þjónustu sem er beinn hluti af rekstri sjóðsins.

Sjóðurinn vistar og vinnur eingöngu með þau gögn sem nauðsynleg eru í starfsemi sjóðsins. Öll gögn og vinnslur eru varin, þannig að einungis þeir sem heimildir hafa til að vinna með gögnin, sjá þau og/eða breyta, geta framkvæmt slíkar aðgerðir. Aðrir geta ekki skoðað gögnin.

Sjóðurinn leitast ætíð við að tryggja réttleika gagna sinna. Komi í ljós að upplýsingar séu rangt skráðar, eru þær uppfærðar. Öll gögn hjá sjóðnum eru afrituð til að tryggja að þau séu ætíð til staðar.

Sjóðfélagar geta óskað eftir aðgangi að eigin persónuupplýsingum sem sjóðurinn vistar um þá og tekur sjóðurinn slíkar beiðnir til greina svo fremi lög og reglugerðir eða réttindi annarra standi ekki í vegi fyrir því.

Sjóðurinn hefur tilnefnt persónuverndarfulltrúa sem tekur m.a. við beiðnum einstaklinga og er tengiliður sjóðsins við Persónuvernd. Persónuverndarfulltrúi hefur umsjón með eftirfylgni þessarar persónuverndarstefnu.

Samþykkt á stjórnarfundi Lífsverks, sjá PDF útgáfu.