Hagstæð lán

Lífsverk býður upp á hagstæða fjármögnun húsnæðiskaupa með allt að 85% veðhlutfalli.

Þú átt rétt á láni ef þú greiðir skyldu- eða viðbótarsparnað til Lífsverks, eða ert lífeyrisþegi hjá sjóðnum.

Fasteignalán Lífsverks eru óverðtryggð eða verðtryggð grunnlán þar sem samanlögð hámarksfjárhæð getur verið allt að 45.000.000 kr. Einnig er hægt að sækja um viðbótarlán, allt að 20.000.000 kr. Þannig getur heildarlán hjá Lífsverki verið allt að 65.000.000 kr. Veðhlutfall er allt að 70% af söluvirði samkvæmt kaupsamningi en allt að 85% við  fyrstu kaup sjóðfélaga.

Sérfræðingar Lífsverks aðstoða þig við að velja réttan valkost sem hentar þínum þörfum.

Kynntu þér nánar lánamöguleika Lífsverks.

Nánar um lánamöguleika

Reiknaðu út lánið

Hér getur þú áætlað greiðslubyrði sjóðfélagalána.

Forsendur

kr.
Sjá t.d. Verðbólguspá Seðlabankans

Jafngreiðslulán (annuitet) þýðir að greiðslur sem þú innir af hendi eru jafnháar að raungildi út lánstímann. Hins vegar er vægi afborgana og vaxta breytilegt. Höfuðstóll greiðist hægar niður en á láni með jöfnum afborgunum.

Jafnar afborganir þýða að höfuðstóllinn er alltaf greiddur jafn mikið niður við hverja greiðslu. Greiðslubyrði er þannig þyngst í upphafi en léttist eftir því sem líður á lánstímann.


Umsóknarferli lána

Áður en þú getur hafið umsóknarferlið þarftu að vera meðvitaður um lánsrétt þinn hjá sjóðnum.

3,50% Verðtryggðir vextir 6,30% Óverðtryggðir vextir

Sækja um aðild