Lykillinn að góðri framtíð er að huga að henni strax
Þinn ávinningur er öruggari framtíð.
Skráning í Lífsverk
Vegna inntökuskilyrða er samsetning sjóðfélagahópsins hagstæð og því getur Lífsverk boðið hærri ávinning réttinda en fæst hjá öðrum lífeyrissjóðum á almennum vinnumarkaði, auk þess sem val er um að ráðstafa hluta skylduiðgjalds í séreign.
Ábyrgar fjárfestingar snúast um það að beita öðrum aðferðum við fjárfestingar en einungis þeim sem hámarka fjárhagslegan ávinning. Lífsverk telur að með þessari aðferðafræði megi draga úr áhættu og auka ávöxtun til lengri tíma.
Þú getur fjármagnað húsnæðiskaup þín nær eingöngu hjá sjóðnum þar sem hámarkslánsfjárhæð grunnláns getur verið allt að 70.000.000 kr.
Einnig er hægt að sækja um hagkvæmt viðbótarlán, allt að 30.000.000 kr. Lánsfjárhæð tekur þó mið af því að veðhlutfall íbúðarhúsnæðis þarf að rúmast innan 70% af söluvirði samkvæmt nýlegum kaupsamningi eða gildandi fasteignamati viðkomandi eignar. Lánað er allt að 85% af söluvirði vegna fyrstu kaupa.
Þú átt rétt á láni ef þú greiðir skyldusparnað eða viðbótarsparnað til Lífsverks eða ert lífeyrisþegi hjá sjóðnum.