Lykillinn að góðri framtíð er að huga að henni strax
Þinn ávinningur er öruggari framtíð.
Skráning í Lífsverk
Lífsverk er opinn sjóður fyrir háskólamenntaða. Allir sem hafa lokið grunnnámi á háskólastigi geta sótt um aðild að sjóðnum.
Vegna inntökuskilyrða er samsetning sjóðfélagahópsins hagstæð og því getur Lífsverk boðið hærri ávinning réttinda en fæst hjá öðrum lífeyrissjóðum á almennum vinnumarkaði, auk þess sem val er um að ráðstafa hluta skylduiðgjalds í séreign.
Ábyrgar fjárfestingar snúast um það að beita öðrum aðferðum við fjárfestingar en einungis þeim sem hámarka fjárhagslegan ávinning. Lífsverk telur að með þessari aðferðafræði megi draga úr áhættu og auka ávöxtun til lengri tíma.
Allir stjórnarmenn Lífsverks eru sjóðfélagar og eru kosnir af sjóðfélögum sjálfum. Lífsverk var fyrstur lífeyrissjóða til að taka upp rafrænt stjórnarkjör.
Skylduiðgjaldið (að lágmarki 12% samkvæmt lögum en 15,5% frá 1. júlí 2018 samkvæmt flestum kjarasamingum á almennum markaði) rennur allt í sameiginlegan sjóð og veitir þér lífeyrisréttindi í hlutfalli við greiðslur þínar í sjóðinn.
Þessi leið veitir þér hærri ævilangan lífeyri og hærri tryggingavernd hvað varðar örorku-, maka- og barnalífeyri.
Uppsöfnuð eign í samtryggingarleiðinni erfist ekki við fráfall.
Af skylduiðgjaldinu (að lágmarki 12% samkvæmt lögum en 15,5% frá 1. júlí 2018 samkvæmt flestum kjarasamningum á almennum markaði) er 10% ráðstafað í samtryggingarleið en það sem umfram er rennur í séreignarsjóð.
Þessi leið veitir þér aukinn sveigjanleika í útgreiðslum og hentar þeim sem vilja eiga möguleika á auknum ráðstöfunartekjum við starfslok.
Hægt er að velja þrjár mismunandi ávöxtunarleiðir fyrir það iðgjald sem umfram er 10% með mismunandi áhættu.
Séreignarsjóðurinn erfist við fráfall.
Stærsti kosturinn er mótframlag launagreiðanda. Þú leggur fyrir 2% eða 4% af launum og færð 2% mótframlag frá launagreiðanda.
Viðbótarsparnaður er ekki skattlagður fyrr en við útgreiðslu. Hann er varin eign, því er ekki hægt að ganga að honum vegna fjárhagslegra skuldbindinga, s.s. gjaldþrots.
Þú getur fjármagnað húsnæðiskaup þín nær eingöngu hjá sjóðnum þar sem hámarkslánsfjárhæð grunnláns getur verið allt að 70.000.000 kr.
Einnig er hægt að sækja um hagkvæmt viðbótarlán, allt að 70.000.000 kr. Lánsfjárhæð tekur þó mið af því að veðhlutfall íbúðarhúsnæðis þarf að rúmast innan 70% af söluvirði samkvæmt nýlegum kaupsamningi eða gildandi fasteignamati viðkomandi eignar. Lánað er allt að 85% af söluvirði vegna fyrstu kaupa.
Þú átt rétt á láni ef þú greiðir skyldusparnað eða viðbótarsparnað til Lífsverks eða ert lífeyrisþegi hjá sjóðnum.