Lykillinn að góðri framtíð er að huga að henni strax
Þinn ávinningur er öruggari framtíð.
Skráning í Lífsverk
Skyldusparnaður Lífsverks leggur grunn að langtímasparnaði þínum. Lífeyrir er greiddur úr samtryggingarleið og veitir þér einnig verðmæt réttindi.
Lesa meiraViðbótarsparnaður er hagkvæmur sparnaðarmöguleiki sem allir launþegar ættu að nýta sér. Hjá Lífsverki hefurðu val um sparnaðarleið sem hentar þér.
Lesa meiraLífsverk býður upp á hagstæða fjármögnun til húsnæðiskaupa með allt að 65% veðhlutfalli og 85% veðhlutfalli til fyrstu kaupenda.
Lesa meiraÖrugg vefgátt og fljótleg leið til að sækja um með rafrænum hætti.
Lesa meiraLífsverk fagnar 70 ára afmæli
Þann 29. apríl 1955 fékkst staðfesting fjármálaráðuneytisins á reglugerð Lífeyrissjóðs Verkfræðingafélags Íslands, sem síðar varð Lífsverk lífeyrissjóður og fagnar sjóðurinn því 70 ára afmæli í dag. Eva Hlín Dereksdóttir, stjórnarformaður, minntist afmælisins á aðalfundi sjóðsins
Lesa meiraÁ aðalfundi Lífsverks í gær tilkynnti Elísabet Árnadóttir, í kjörnefnd sjóðsins, um úrslit í rafrænum kosningum til stjórnar. Kjósa átti um eitt sæti í aðalstjórn og voru fjórir í framboði. Alls greiddu 430 atkvæði, eða 12% af virkum sjóðfélögum. Úrslit kosninga urðu þau að Reynir Leví Guðmundsson hlaut 47% atkvæða, Margrét Elín Sigurðardóttir 29%, Kristján Arinbjarnar 18% og Pálmar Sveinn Ólafsson 6%. Reynir Leví tekur því sæti í aðalstjórn Lífsverks til næstu 3ja ára.
Lesa meiraStjórnir Almenna lífeyrissjóðsins og Lífsverks lífeyrissjóðs hafa undirritað viljayfirlýsingu um að hefja formlegar viðræður um mögulega sameiningu sjóðanna. Markmiðið er að kanna hvort sameining bæti hag sjóðfélaga og styrki starfsemi sjóðanna til framtíðar.
Lesa meira