Greiðslujöfnun

Um greiðslujöfnunarsjóð

Ný lög (133/2008) tóku gildi í nóvember árið 2008 sem taka til jöfnunar á greiðslubyrði verðtryggðra fasteignalána. Eins og lögin kveða á um skal reikna út misræmi á vísitölu launa og vísitölu neysluverðs eða annarrar viðmiðunarvísitölu lána og leggja í sérstakan greiðslujöfnunarsjóð ef vísitala launa (sem er vegin m.v. atvinnustig) er lægri en vísitala lánsins. Um er að ræða frestun á greiðslum vegna umframhækkana á vísitölu lána samanborið við launavísitölu. 

Greiðslujöfnun tók sjálfkrafa gildi í desember 2008 og er hámarkslenging á lánstíma 3 ár. Lántakanda er frjálst að segja sig úr greiðslujöfnun en hver og einn þarf að meta það út frá eigin forsendum hvort þörf sé á að lengja lánstímann. Það getur verið kostnaðarsamara fyrir lántakandann að vera með lán í greiðslujöfnun þar sem höfuðstóllinn greiðist hægar niður og vaxtakostnaður því meiri.  Þeir sjóðfélagar sem vilja segja sig úr greiðslujöfnun þurfa að fylla út eyðublað um uppsögn úr greiðslujöfnun.