Viðbótarsparnaður Lífsverks er hagkvæmur sparnaðarmöguleiki sem allir launþegar geta nýtt sér.
Fjárhagslegur ávinningur hans er mikill þar sem þú leggur fyrir 2% eða 4% af launum þínum og færð 2% mótframlag frá launagreiðanda. Þannig getur sparnaður þinn strax tvöfaldast.
Viðbótarsparnaður getur brúað mikilvægt bil þegar starfsævi lýkur og lífeyrisgreiðslur taka við.
Viðbótarsparnaður er laus til útborgunar við 60 ára aldur. Hægt er að fá inneignina greidda í einu lagi eða með jöfnum mánaðarlegum greiðslum til þess tíma sem viðkomandi óskar eftir.
Reiknaðu út lífeyrinn þinn
Hér getur þú áætlað greiðslur úr sameign og séreign.