Yfirlit send út - 25.10.2016

Yfirlit um lífeyrisréttindi og sundurliðun iðgjalda fyrir fyrri hluta ársins 2016 hafa nú verið send til sjóðfélaga. Við minnum á mikilvægi þess að bera saman launaseðla og iðgjaldagreiðslur og koma athugasemdum á framfæri við sjóðinn eða launagreiðanda ef misræmi er að finna.

Lesa meira

Lífsverk leiðréttir Hagstofulánin - 20.10.2016

Í lok september upplýsti Hagstofan að mistök hefðu verið gerð við útreikning neysluvísitölu í mars. Mistökin voru leiðrétt í september og hækkaði vísitalan þá um 0,27% milli mánaða umfram það sem annars hefði verið.  Lesa meira

Dregur úr ávöxtun á fyrri hluta ársins - 13.10.2016

Hrein eign Lífsverks 30.júní 2016 nam 68,8 milljörðum króna.

Fjárfestingarumhverfi lífeyrissjóðanna var erfitt á fyrri hluta ársins 2016 og dró úr ávöxtun sjóðanna eftir góð undanfarin ár. Lækkun var á innlendum skuldabréfa- og hlutabréfamarkaði og styrking á gengi krónunnar hafði neikvæð áhrif á erlendar fjárfestingar. Þrátt fyrir þetta erfiða umhverfi var ávöxtun samtryggingardeildar Lífsverks jákvæð á tímabilinu. Nafnávöxtun fyrstu sex mánuði ársins var 1,6% og raunávöxtun 0,2%. Til samanburðar var nafnávöxtun 5,6% fyrir sama tímabil 2015 og raunávöxtun 3,8%.

 

Lesa meira