Yfirlit FME yfir stöðu lífeyrissjóða fyrir árið 2013

11.8.2014

Að mati FME er lífeyriskerfið öflugt og heldur áfram að stækka í efnahagslegu tilliti. Á liðnu ári voru starfandi 27 lífeyrissjóðir í 80 deildum samtryggingar og séreignar. Aðrir vörsluaðilar séreignasparnaðar voru sjö talsins. Tryggingafræðileg staða sjóðanna hefur farið batnandi og er staða sjóða án ábyrgðar launagreiðenda nærri komin í jafnvægi. Tryggingafræðileg staða sjóða með ábyrgð ríkis og sveitarfélaga er enn áhyggjuefni. Vegna vaxandi mikilvægis lífeyrissjóða við öflun lífeyristekna mun þurfa að bregðast við þeirri stöðu eins og gert hefur verið í mörgum af okkar nágrannalöndum. Gjaldeyrishöft takmarka enn fjárfestingamöguleika lífeyrissjóðanna og möguleika þeirra til áhættudreifingar.

Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu FME, sjá glærukynningu, Yfirlit FME yfir stöðu lífeyrissjóða, Ársreikningaskrá.


Fréttir

Yfirlit FME yfir stöðu lífeyrissjóða fyrir árið 2013

Að mati FME er lífeyriskerfið öflugt og heldur áfram að stækka í efnahagslegu tilliti. Á liðnu ári voru starfandi 27 lífeyrissjóðir í 80 deildum samtryggingar og séreignar. Aðrir vörsluaðilar séreignasparnaðar voru sjö talsins. Tryggingafræðileg staða sjóðanna hefur farið batnandi og er staða sjóða án ábyrgðar launagreiðenda nærri komin í jafnvægi. Tryggingafræðileg staða sjóða með ábyrgð ríkis og sveitarfélaga er enn áhyggjuefni. Vegna vaxandi mikilvægis lífeyrissjóða við öflun lífeyristekna mun þurfa að bregðast við þeirri stöðu eins og gert hefur verið í mörgum af okkar nágrannalöndum. Gjaldeyrishöft takmarka enn fjárfestingamöguleika lífeyrissjóðanna og möguleika þeirra til áhættudreifingar.

Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu FME, sjá glærukynningu, Yfirlit FME yfir stöðu lífeyrissjóða, Ársreikningaskrá.