Framboð til stjórnar

Þrándur Ólafsson

7.3.2014

Framtíðarsýn frambjóðanda

Á undanförnum árum hefur verið unnið markvisst starf að því að koma hlutunum í rétt horf innan Lífsverk. Mikil vinna hefur verið lögð í að endurskrifa samþykktir sjóðsins og kvalafullt tímabil skerðinga er að baki.

Næstu ár verður hlutverk stjórnar, sem fyrr, að móta áhættustefnu og fjárfestingarstefnu en jafnframt að halda hagsmunum sjóðsins á lofti gagnvart stjórnvöldum.  

Framundan eru áskoranir af öðrum toga en áður hafa sést; „tímabundin“ gjaldeyrishöft eru farin að setja lífeyrissjóðum (og ríkinu) skorður sem ekki hafa verið áður við lýði og lítið virðist ganga á hina títtnefndu snjóhengju. Margir vilja ásælast fjármuni lífeyrissjóða til fjármögnunar ýmissa verkefna og mikilvægt er að  spyrna við fótum og viðhalda virðingu á því fjöreggi sem lífeyrissjóðir eru ; samtrygging eftirlaunaáranna. 

Ég hef á undanförnum 5 árum starfað, með mismiklum þunga, sem stjórnarmaður fyrir Lífsverk. Á þeim tíma hef ég fengið dýrmæta reynslu. Með þennan bakgrunn býð ég fram krafta mína til áframhaldandi starfa fyrir sjóðinn.

Starfsreynsla, aðalstörf

2008- Orka Náttúrunnar (áður Orkuveita Reykjavíkur), sérfræðingur

Starf við orkumiðlun ON við kaup og sölu á rafmagni, gerð álagsspáa, greining á mögulegum virkjanakostum, stuðningur við söludeild

2007-2008  Kaupþing banki

Starf á áhættustýringardeild, markaðsáhættu.

2002-2007  Fjarhitun, verkfræðistofa, orkusvið                

Starf á orkusviði Fjarhitunar (nú Verkís) við hönnun hitaveitna, vatnsveitna, dælustöðva og sambærilegt. 

Stjórnarstörf fyrir Lífsverk

Ég hef verið viðloðandi stjórn Lífsverk á undanförnum árum sem hér segir:

2011-2014       Kjörinn varamaður til þriggja ára. Fór inn í stjórn 1.5.2013 og hef verið varaformaður stjórnar frá aðalfundi 22.05.2013.

2010-2011      Kjörinn stjórnarmaður til eins árs. Meðstjórnandi.

2009-2010      Kjörinn varamaður. Fór inn í stjórn í maí-sept 2010 sem meðstjórnandi.

Menntun

2007                            Háskóli Íslands, Reykjavík 
Vélaverkfræði (MSc).  Lagt var áhersla á jarðvarma og vann lokaverkefni um ísogsfrystingu

2002                            Georgia Institute of Technology, Atlanta
Tölfræði (MSc).  Lauk sameiginlegri gráða við iðnaðarverkfræði- og stærðfræðideild skólans

2000                           Háskóli Íslands, Reykjavík
Véla- og iðnaðarverkfræði (BSc).

 


Fréttir

Framboð til stjórnar

Þrándur Ólafsson

Framtíðarsýn frambjóðanda

Á undanförnum árum hefur verið unnið markvisst starf að því að koma hlutunum í rétt horf innan Lífsverk. Mikil vinna hefur verið lögð í að endurskrifa samþykktir sjóðsins og kvalafullt tímabil skerðinga er að baki.

Næstu ár verður hlutverk stjórnar, sem fyrr, að móta áhættustefnu og fjárfestingarstefnu en jafnframt að halda hagsmunum sjóðsins á lofti gagnvart stjórnvöldum.  

Framundan eru áskoranir af öðrum toga en áður hafa sést; „tímabundin“ gjaldeyrishöft eru farin að setja lífeyrissjóðum (og ríkinu) skorður sem ekki hafa verið áður við lýði og lítið virðist ganga á hina títtnefndu snjóhengju. Margir vilja ásælast fjármuni lífeyrissjóða til fjármögnunar ýmissa verkefna og mikilvægt er að  spyrna við fótum og viðhalda virðingu á því fjöreggi sem lífeyrissjóðir eru ; samtrygging eftirlaunaáranna. 

Ég hef á undanförnum 5 árum starfað, með mismiklum þunga, sem stjórnarmaður fyrir Lífsverk. Á þeim tíma hef ég fengið dýrmæta reynslu. Með þennan bakgrunn býð ég fram krafta mína til áframhaldandi starfa fyrir sjóðinn.

Starfsreynsla, aðalstörf

2008- Orka Náttúrunnar (áður Orkuveita Reykjavíkur), sérfræðingur

Starf við orkumiðlun ON við kaup og sölu á rafmagni, gerð álagsspáa, greining á mögulegum virkjanakostum, stuðningur við söludeild

2007-2008  Kaupþing banki

Starf á áhættustýringardeild, markaðsáhættu.

2002-2007  Fjarhitun, verkfræðistofa, orkusvið                

Starf á orkusviði Fjarhitunar (nú Verkís) við hönnun hitaveitna, vatnsveitna, dælustöðva og sambærilegt. 

Stjórnarstörf fyrir Lífsverk

Ég hef verið viðloðandi stjórn Lífsverk á undanförnum árum sem hér segir:

2011-2014       Kjörinn varamaður til þriggja ára. Fór inn í stjórn 1.5.2013 og hef verið varaformaður stjórnar frá aðalfundi 22.05.2013.

2010-2011      Kjörinn stjórnarmaður til eins árs. Meðstjórnandi.

2009-2010      Kjörinn varamaður. Fór inn í stjórn í maí-sept 2010 sem meðstjórnandi.

Menntun

2007                            Háskóli Íslands, Reykjavík 
Vélaverkfræði (MSc).  Lagt var áhersla á jarðvarma og vann lokaverkefni um ísogsfrystingu

2002                            Georgia Institute of Technology, Atlanta
Tölfræði (MSc).  Lauk sameiginlegri gráða við iðnaðarverkfræði- og stærðfræðideild skólans

2000                           Háskóli Íslands, Reykjavík
Véla- og iðnaðarverkfræði (BSc).