Breytingar á skattprósentum og persónuafslætti

23.1.2015

Þann 1. janúar 2015 breyttust skattþrep vegna staðgreiðslu og verða sem hér segir:

 Mánaðarlaun Skattprósenta 
 0-309.140  37,30%
 309.141.- 836.403  39,74%
 836.404  46,24%

Persónuafsláttur verður 50.902 krónur á mánuði.

Lífeyrisþegar þurfa að gefa upp skattþrep sem nota á við útreikning á útgreiðslum. Vekjum athygli á mikilvægi þess að útgreiðslur fari í rétt skattþrep og að hægt er að setja sig í samband við starfsfólk Lífsverks og fá ráðgjöf.