Ávöxtun á séreignarleiðum.

30.9.2013

Séreignarleiðir Hrein nafnávöxtun   Hrein raunávöxtun
 Séreignarleið 1

 4,0%

 1,6%

 Séreignarleið 2

 7,5%

 5,0%

 Séreignarleið 3

 3,1%

 0,7%

Ávöxtun er fyrir tímabilið 31.12.2012 - 30.06.2013 og hefur ekki verið færð á ársgrundvöll.

Allir flokkar verðtryggðra og óverðtryggðra ríkisskuldabréfa hækkuðu í verði fyrstu sex mánuði ársins. Nokkur munur var á ávöxtun verðtryggðra og óverðtryggðra bréfa þar sem óverðtryggð bréf hækkuðu töluvert meira. Vísitala styttri verðtryggðra ríkisskuldabréfa ( OMXI5YI ) hækkaði um 2,1% á tímabilinu en vísitala óverðtryggðra bréfa ( OMXI5YNI ) hækkaði um 5,2%. Af óverðtryggðum bréfum hækkuðu lengstu flokkarnir RB25 og RB31 mest eða um 7,2% hvor.   Engar breytingar hafa orðið á stýrivöxtum Seðlabanka Íslands það sem af er ári og standa þeir nú í 6%. Af verðtryggðum ríkisskuldabréfum hækkuðu RIKS21 og íbúðabréf HFF24 mest eða um 2,5% og 1,9%. Verðbólga fyrstu sex mánuði ársins mældist 2,3%

Íslenska úrvalsvísitalan OMXI6ISK hækkaði um 6,1% á fyrri helmingi ársins. Af þeim félögum sem mynda vísitöluna hækkuðu hlutabréf í Icelandair og Högum mest eða um 58,0% og 39,0% en hlutabréf í Marel lækkuðu mest eða um 6,8%.

Frá áramótum hafa tvö ný félög verið skráð á íslenskan hlutabréfamarkað en það eru tryggingafélögin TM og VÍS sem bættust við í apríl og maí. Hlutabréf beggja félaga hafa hækkað töluvert í verði frá skráningu.

Árið byrjaði vel á erlendum hlutabréfamörkuðum og eftir fyrstu sex mánuði ársins höfðu flestar hlutabréfavísitölur hækkað. Til að mynda hækkaði heimsvísitalan MSCI um 7,1%, Dax í Þýskalandi um 4,6% og S&P 500 í Bandaríkjunum um 12,6%. Á sama tíma styrktist íslenska krónan um 5,7% á móti erlendum gjaldmiðlum sem dró úr ávöxtun erlendra hlutabréfa.


Fréttir

Ávöxtun á séreignarleiðum.

Séreignarleiðir Hrein nafnávöxtun   Hrein raunávöxtun
 Séreignarleið 1

 4,0%

 1,6%

 Séreignarleið 2

 7,5%

 5,0%

 Séreignarleið 3

 3,1%

 0,7%

Ávöxtun er fyrir tímabilið 31.12.2012 - 30.06.2013 og hefur ekki verið færð á ársgrundvöll.

Allir flokkar verðtryggðra og óverðtryggðra ríkisskuldabréfa hækkuðu í verði fyrstu sex mánuði ársins. Nokkur munur var á ávöxtun verðtryggðra og óverðtryggðra bréfa þar sem óverðtryggð bréf hækkuðu töluvert meira. Vísitala styttri verðtryggðra ríkisskuldabréfa ( OMXI5YI ) hækkaði um 2,1% á tímabilinu en vísitala óverðtryggðra bréfa ( OMXI5YNI ) hækkaði um 5,2%. Af óverðtryggðum bréfum hækkuðu lengstu flokkarnir RB25 og RB31 mest eða um 7,2% hvor.   Engar breytingar hafa orðið á stýrivöxtum Seðlabanka Íslands það sem af er ári og standa þeir nú í 6%. Af verðtryggðum ríkisskuldabréfum hækkuðu RIKS21 og íbúðabréf HFF24 mest eða um 2,5% og 1,9%. Verðbólga fyrstu sex mánuði ársins mældist 2,3%

Íslenska úrvalsvísitalan OMXI6ISK hækkaði um 6,1% á fyrri helmingi ársins. Af þeim félögum sem mynda vísitöluna hækkuðu hlutabréf í Icelandair og Högum mest eða um 58,0% og 39,0% en hlutabréf í Marel lækkuðu mest eða um 6,8%.

Frá áramótum hafa tvö ný félög verið skráð á íslenskan hlutabréfamarkað en það eru tryggingafélögin TM og VÍS sem bættust við í apríl og maí. Hlutabréf beggja félaga hafa hækkað töluvert í verði frá skráningu.

Árið byrjaði vel á erlendum hlutabréfamörkuðum og eftir fyrstu sex mánuði ársins höfðu flestar hlutabréfavísitölur hækkað. Til að mynda hækkaði heimsvísitalan MSCI um 7,1%, Dax í Þýskalandi um 4,6% og S&P 500 í Bandaríkjunum um 12,6%. Á sama tíma styrktist íslenska krónan um 5,7% á móti erlendum gjaldmiðlum sem dró úr ávöxtun erlendra hlutabréfa.