Aðalfundur 2012

4.5.2012

Aðalfundur Lífeyrissjóðs verkfræðinga verður haldinn 15. maí 2012 á Grand Hótel , Sigtúni 38, Reykjavík kl. 17:00.

 

Dagskrá

1.       Skýrsla stjórnar

2.       Ársreikningur 2011 og fjárfestingarstefna

3.       Kynning á markaðsáhættu sjóðsins

4.       Tryggingafræðileg staða

5.       Tillögur um breytingar á samþykktum

6.       Ákvörðun um laun stjórnar

7.       Kosning stjórnar

8.       Kosning endurskoðanda og í endurskoðunarnefnd

9.       Önnur mál

Á fundinum verða kosnir tveir aðalmenn í stjórn. Sjóðfélagar sem hafa hug á að bjóða sig fram býðst að kynna sig stuttlega á heimasíðu sjóðsins fyrir aðalfundinn. Þeir sem hyggjast kynna sig eru beðnir um að hafa samband við starfsmenn sjóðsins í síma 575 1000 eða senda tölvupóst á lifsverk@lifsverk.is.

Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta á fundinn.

Stjórn Lífeyrissjóðs verkfræðinga