Ný lög um neytendalán taka gildi.

4.11.2013

Þann 1. nóvember sl. tóku gildi ný lög  um neytendalán og falla lán Lífsverks til sjóðfélaga undir þessa nýju löggjöf.  Lögin byggja á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/48/EB, um lánasamninga og neytendur. Tilgangur með innleiðingu á nýjum lögum er að auka neytendavernd og tryggja samræmt lagaumhverfi við veitingu neytendalána. Helstu breytingar í nýju lögunum eru meðal annars að  nú þarf til viðbótar við greiðslumat að liggja fyrir lánshæfismat skuldara auk þess sem auknar kröfur eru gerðar til lánveitenda varðandi upplýsingar um kostnað og vexti láns áður en lánssamningur er gerður.

Nánari upplýsingar er að finna hér



Fréttir

Ný lög um neytendalán taka gildi.

Þann 1. nóvember sl. tóku gildi ný lög  um neytendalán og falla lán Lífsverks til sjóðfélaga undir þessa nýju löggjöf.  Lögin byggja á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/48/EB, um lánasamninga og neytendur. Tilgangur með innleiðingu á nýjum lögum er að auka neytendavernd og tryggja samræmt lagaumhverfi við veitingu neytendalána. Helstu breytingar í nýju lögunum eru meðal annars að  nú þarf til viðbótar við greiðslumat að liggja fyrir lánshæfismat skuldara auk þess sem auknar kröfur eru gerðar til lánveitenda varðandi upplýsingar um kostnað og vexti láns áður en lánssamningur er gerður.

Nánari upplýsingar er að finna hér