Breytingar á lögum um almannatryggingar

19.5.2014

Lífeyrisþegum gert skylt að sækja fyrst um hjá lífeyrissjóðum.

Þann 1.febrúar 2014 tóku gildi ný lög um almannatryggingar sem gerir lífeyrisþegum skylt að sækja fyrst um lífeyri hjá lífeyrissjóðum áður en sótt er um hjá Tryggingastofnun. 

Þegar lífeyrisúrskurður liggur fyrir hjá  lífeyrissjóðnum geta lífeyrisþegar sótt um hjá TR. Nánari upplýsingar um  lífeyrisgreiðslur frá TR er að finna á http://www.tr.is/aldradir

Greiðslur frá TR munu í einhverjum tilvikum verða lægri hjá sjóðfélögum þar sem greiðslur úr samtryggingarsjóðum hafa áhrif á tekjutengdar greiðslur frá TR.