Friðrik Sveinsson hefur gengið til liðs við Lífsverk lífeyrissjóð sem sérfræðingur í eignastýringu.
Friðrik Sveinsson hefur gengið til liðs við Lífsverk lífeyrissjóð sem sérfræðingur í eignastýringu. Hann hefur þegar hafið störf.
Friðrik kemur frá Íslandsbanka þar sem hann starfaði sem sérfræðingur í viðskiptagreiningu.
Hann lauk B.Sc. námi í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og stundaði M.Sc. nám í fjármálaverkfræði við Háskólann í Reykjavík. Auk þess hefur hann lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.
"Ég er spenntur að ganga til liðs við Lífsverk lífeyrissjóð og hlakka til að leggja mitt af mörkum til framtíðaruppbyggingar sjóðsins," segir Friðrik.
Starfsfólk Lífsverks býður Friðrik velkominn til starfa.