Framboð til stjórnar

Brynja Baldursdóttir

7.3.2014

Brynja Baldursdóttir býður sig fram í stjórn sjóðsins.

brynja

MENNTUN      

2003    Georgia Institute of Technology, Atlanta, Georgia
            M.Sc. í aðgerðargreiningu (Operations Research)

2000    Háskóli Íslands
            B.Sc. í véla- og iðnaðarverkfræði

STARFSREYNSLA

Frá 2013 Creditinfo Lánstraust hf. Forstöðumaður viðskiptastýringar og þróunar.

2010-2012    Síminn
Forstöðumaður sölu á einstaklingsmarkaði

                                                  2005-2010    Síminn
                                                  Forstöðumaður/deildarstjóri vefdeildar      

                                                  2005             Síminn
                                                  Hópstjóri, vefir og ferlar

                                                  2000-2002    OZ Communications, Inc.
                                                  Samstæðustjóri

STJÓRNARSETA

Frá 2013  Varastjórn Lífeyrissjóðs verkfræðinga

Frá 2011  Stjórn Véla- og verkfæra ehf.

FRAMBOÐ

Ég býð mig fram til setu í stjórn Lífeyrissjóðs verkfræðinga vegna þess að mig langar að leggja mitt af mörkum til að tryggja að lífeyrismálum okkar sé stýrt af fagmennsku og heilindum. Öll treystum við á lífeyrissjóðinn fyrir efri árin og ef eitthvað kemur upp á. Því er mikilvægt að hafa gott fólk í stjórn sem er tilbúið að leggja á sig þá vinnu sem er nauðsynleg til að leysa þau flóknu mál sem stjórninni eru falin.

Það er ánægjulegt að sjá þann árangur sem náðst hefur á síðustu árum eftir átökin í kjölfar hrunsins. Bæði hvað varðar sársaukafullar aðgerðir til að rétta stöðu sjóðsins af, sem og aðgerðir til að tryggja áframhaldandi jafnvægi og traust á fjárfestingastefnu sjóðsins. Á næstu árum verður mikilvægt að fylgja þessum málum eftir og halda uppbyggingunni áfram.

Tvö mál eru mér einnig nokkuð hugleikin, en þau eru stefna sjóðsins í samfélagslegri ábyrgð og nýliðun. Í kjölfar hrunsins hefur samfélagslegt hlutverk lífeyrissjóða orðið meira áberandi en áður. Það er því mikilvægt að þeir móti sér stefnu í þeim málum og axli þá ábyrgð með formlegri hætti. Fyrsti forgangur er auðvitað alltaf hagsmunir sjóðfélaga en það skiptir máli að það sé gert af ábyrgð til alls samfélagsins. Nýliðun hefur verið vandamál síðustu ár vegna stöðu sjóðsins en öflug nýliðun er nauðsynleg til þess að halda áfram eflingu sjóðins. Með bættri stöðu sjóðsins er hægt að huga að átaki í nýliðunarmálum og þar getur reynsla mín af sölu- og markaðsmálum nýst sjóðnum vel. Við erum með hagstæð sjóðfélagalán og góð kjör fyrir örorku- og makalífeyri. Það, ásamt traustri fjárfestingastefnu ætti að gera sjóðinn að góðum kosti fyrir nýja félaga







Fréttir

Framboð til stjórnar

Brynja Baldursdóttir

Brynja Baldursdóttir býður sig fram í stjórn sjóðsins.

brynja

MENNTUN      

2003    Georgia Institute of Technology, Atlanta, Georgia
            M.Sc. í aðgerðargreiningu (Operations Research)

2000    Háskóli Íslands
            B.Sc. í véla- og iðnaðarverkfræði

STARFSREYNSLA

Frá 2013 Creditinfo Lánstraust hf. Forstöðumaður viðskiptastýringar og þróunar.

2010-2012    Síminn
Forstöðumaður sölu á einstaklingsmarkaði

                                                  2005-2010    Síminn
                                                  Forstöðumaður/deildarstjóri vefdeildar      

                                                  2005             Síminn
                                                  Hópstjóri, vefir og ferlar

                                                  2000-2002    OZ Communications, Inc.
                                                  Samstæðustjóri

STJÓRNARSETA

Frá 2013  Varastjórn Lífeyrissjóðs verkfræðinga

Frá 2011  Stjórn Véla- og verkfæra ehf.

FRAMBOÐ

Ég býð mig fram til setu í stjórn Lífeyrissjóðs verkfræðinga vegna þess að mig langar að leggja mitt af mörkum til að tryggja að lífeyrismálum okkar sé stýrt af fagmennsku og heilindum. Öll treystum við á lífeyrissjóðinn fyrir efri árin og ef eitthvað kemur upp á. Því er mikilvægt að hafa gott fólk í stjórn sem er tilbúið að leggja á sig þá vinnu sem er nauðsynleg til að leysa þau flóknu mál sem stjórninni eru falin.

Það er ánægjulegt að sjá þann árangur sem náðst hefur á síðustu árum eftir átökin í kjölfar hrunsins. Bæði hvað varðar sársaukafullar aðgerðir til að rétta stöðu sjóðsins af, sem og aðgerðir til að tryggja áframhaldandi jafnvægi og traust á fjárfestingastefnu sjóðsins. Á næstu árum verður mikilvægt að fylgja þessum málum eftir og halda uppbyggingunni áfram.

Tvö mál eru mér einnig nokkuð hugleikin, en þau eru stefna sjóðsins í samfélagslegri ábyrgð og nýliðun. Í kjölfar hrunsins hefur samfélagslegt hlutverk lífeyrissjóða orðið meira áberandi en áður. Það er því mikilvægt að þeir móti sér stefnu í þeim málum og axli þá ábyrgð með formlegri hætti. Fyrsti forgangur er auðvitað alltaf hagsmunir sjóðfélaga en það skiptir máli að það sé gert af ábyrgð til alls samfélagsins. Nýliðun hefur verið vandamál síðustu ár vegna stöðu sjóðsins en öflug nýliðun er nauðsynleg til þess að halda áfram eflingu sjóðins. Með bættri stöðu sjóðsins er hægt að huga að átaki í nýliðunarmálum og þar getur reynsla mín af sölu- og markaðsmálum nýst sjóðnum vel. Við erum með hagstæð sjóðfélagalán og góð kjör fyrir örorku- og makalífeyri. Það, ásamt traustri fjárfestingastefnu ætti að gera sjóðinn að góðum kosti fyrir nýja félaga