Framboð til stjórnar

Bjarki A.Brynjarsson

7.3.2014

Bjarki A. Brynjarsson er fæddur 1966 og starfar nú sem framkvæmdastjóri Marorku ehf. Bjarki hefur á starfsferli sínum sinnt fjölmörgum stjórnunarstörfum, þ.m.t. var Bjarki framkvæmdastjóri hjá Nýherja, framkvæmdastjóri hjá Askar Capital og deildaforseti tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík. Þá hefur Bjarki setið í fjölmörgum stjórnum og nefndum bæði innanlands og erlendis, hann var m.a. formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verkfræðinga 2010 og 2011 en sagði sig frá stjórnarstörfum til að koma í veg fyrir mögulega hagsmunaárekstra vegna starfa sinna á fjármálamarkaði. Bjarki hlaut Cand. Scient gráðu í rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands og PhD gráðu frá Upplýsingatækni-, stærðfræði- og rafeindatæknideild NTNU í Noregi. Þá hefur hann hlotið löggildingu sem verðbréfamiðlari. Bjarki hefur kennt fög í rafmagnsverkfræði, stærðfræði og fjármálaverkfræði og hlotið viðurkenningar fyrir nám og störf frá Háskóla Íslands, NTNU, Stanford háskóla og styrktarsjóði Olav Brunborg.

Ég býð mig fram til þess að styðja við það góða uppbyggingarstarf sem stjórn sjóðsins og framkvæmdastjóri eru að vinna og ég átti þátt í að leggja grunnin að í kjölfar hrunsins. Ég tel að í störfum mínum hafi ég öðlast reynslu og þekkingu sem getur nýst Lífeyrissjóði verkfræðinga og er tilbúinn til þess að beita mér af heilindum og metnaði fyrir sjóðinn. Það er mikilvægt að Lífeyrissjóður verkfræðinga skipi sér í flokk með bestu lífeyrissjóðum hvað varðar ávöxtun, áhættustjórnun og samfélagslega ábyrgð, samtímis því að gætt er að jafnvægi milli kynslóða innan sjóðsins og að réttindi sjóðfélaga séu tryggð.


Fréttir

Framboð til stjórnar

Bjarki A.Brynjarsson

Bjarki A. Brynjarsson er fæddur 1966 og starfar nú sem framkvæmdastjóri Marorku ehf. Bjarki hefur á starfsferli sínum sinnt fjölmörgum stjórnunarstörfum, þ.m.t. var Bjarki framkvæmdastjóri hjá Nýherja, framkvæmdastjóri hjá Askar Capital og deildaforseti tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík. Þá hefur Bjarki setið í fjölmörgum stjórnum og nefndum bæði innanlands og erlendis, hann var m.a. formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verkfræðinga 2010 og 2011 en sagði sig frá stjórnarstörfum til að koma í veg fyrir mögulega hagsmunaárekstra vegna starfa sinna á fjármálamarkaði. Bjarki hlaut Cand. Scient gráðu í rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands og PhD gráðu frá Upplýsingatækni-, stærðfræði- og rafeindatæknideild NTNU í Noregi. Þá hefur hann hlotið löggildingu sem verðbréfamiðlari. Bjarki hefur kennt fög í rafmagnsverkfræði, stærðfræði og fjármálaverkfræði og hlotið viðurkenningar fyrir nám og störf frá Háskóla Íslands, NTNU, Stanford háskóla og styrktarsjóði Olav Brunborg.

Ég býð mig fram til þess að styðja við það góða uppbyggingarstarf sem stjórn sjóðsins og framkvæmdastjóri eru að vinna og ég átti þátt í að leggja grunnin að í kjölfar hrunsins. Ég tel að í störfum mínum hafi ég öðlast reynslu og þekkingu sem getur nýst Lífeyrissjóði verkfræðinga og er tilbúinn til þess að beita mér af heilindum og metnaði fyrir sjóðinn. Það er mikilvægt að Lífeyrissjóður verkfræðinga skipi sér í flokk með bestu lífeyrissjóðum hvað varðar ávöxtun, áhættustjórnun og samfélagslega ábyrgð, samtímis því að gætt er að jafnvægi milli kynslóða innan sjóðsins og að réttindi sjóðfélaga séu tryggð.