Skýrsla úttektarnefndar LL - Viðbrögð stjórnar

14.2.2012

Stjórn Lífeyrissjóðs verkfræðinga hefur farið yfir helstu atriði skýrslu úttektarnefndarinnar og gerir ekki athugasemdir við megin niðurstöður hennar enda þótt deila megi um framsetningu einstakra atriða.

Stjórninni finnst hins vegar ástæða til að benda á að Lífeyrissjóður verkfræðinga hefur þegar brugðist við mörgum helstu ábendingum nefndarinnar. Sjóðurinn býr að þeirri sérstöðu á meðal íslenskra lífeyrissjóða að viðhafa beint sjóðfélagalýðræði við setningu samþykkta sjóðsins, kjör stjórnar og samþykkt allra meginákvarðana sem snúa að ávinningi réttinda og greiðslu lífeyris.

Í kjölfar bankahrunsins kom fram mjög hörð gagnrýni á þáverandi stjórn og framkvæmdastjórn sem leiddi til þess að öll stjórnin, eftirlitsaðilar sjóðsins og framkvæmdastjórn hefur verið endurnýjuð.

  • Framkvæmdastjóri sjóðsins hætti störfum síðari hluta árs 2009.
  • Endurnýjun á stjórn sjóðsins lauk á aukaaðalfundi í september 2010
  • Núverandi framkvæmdastjóri var ráðinn til starfa í byrjun desember 2010.
  • Nýja stjórnin lét vinna óháða athugun á starfsemi sjóðsins á árunum 2007-2009 og kynnti niðurstöður hennar fyrir sjóðfélögum á sjóðfélagafundi í febrúar 2011..  Einnig skapaði stjórnin sér með þessu forsendur til að einbeita sér að úrbótum og uppbyggingu til framtíðar. 
  • Í framhaldi af athuguninni sendi stjórnin ábendingu til FME um að mögulega léki vafi á lögmæti fjárfestinga sjóðins í svokölluðum UBS bréfum en þær fjárfestingar áttu sér stað á árinu 2008 og ullu sjóðnum skakkaföllum umfram flesta aðra lífeyrissjóði samkvæmt  skýrslu úttektarnefndarinnar.

Fréttir

Skýrsla úttektarnefndar LL - Viðbrögð stjórnar

Stjórn Lífeyrissjóðs verkfræðinga hefur farið yfir helstu atriði skýrslu úttektarnefndarinnar og gerir ekki athugasemdir við megin niðurstöður hennar enda þótt deila megi um framsetningu einstakra atriða.

Stjórninni finnst hins vegar ástæða til að benda á að Lífeyrissjóður verkfræðinga hefur þegar brugðist við mörgum helstu ábendingum nefndarinnar. Sjóðurinn býr að þeirri sérstöðu á meðal íslenskra lífeyrissjóða að viðhafa beint sjóðfélagalýðræði við setningu samþykkta sjóðsins, kjör stjórnar og samþykkt allra meginákvarðana sem snúa að ávinningi réttinda og greiðslu lífeyris.

Í kjölfar bankahrunsins kom fram mjög hörð gagnrýni á þáverandi stjórn og framkvæmdastjórn sem leiddi til þess að öll stjórnin, eftirlitsaðilar sjóðsins og framkvæmdastjórn hefur verið endurnýjuð.

  • Framkvæmdastjóri sjóðsins hætti störfum síðari hluta árs 2009.
  • Endurnýjun á stjórn sjóðsins lauk á aukaaðalfundi í september 2010
  • Núverandi framkvæmdastjóri var ráðinn til starfa í byrjun desember 2010.
  • Nýja stjórnin lét vinna óháða athugun á starfsemi sjóðsins á árunum 2007-2009 og kynnti niðurstöður hennar fyrir sjóðfélögum á sjóðfélagafundi í febrúar 2011..  Einnig skapaði stjórnin sér með þessu forsendur til að einbeita sér að úrbótum og uppbyggingu til framtíðar. 
  • Í framhaldi af athuguninni sendi stjórnin ábendingu til FME um að mögulega léki vafi á lögmæti fjárfestinga sjóðins í svokölluðum UBS bréfum en þær fjárfestingar áttu sér stað á árinu 2008 og ullu sjóðnum skakkaföllum umfram flesta aðra lífeyrissjóði samkvæmt  skýrslu úttektarnefndarinnar.