Fréttir

Breyttar samþykktir staðfestar
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur nú staðfest breytingar á samþykktum Lífsverks, sem samþykktar voru á aðalfundi sjóðsins í apríl.

Óheimil áform ríkisins baka því skaðabótaskyldu
Áform fjármála- og efnahagsráðherra um lagasetningu er varðar slit og uppgjör á ÍL-sjóði byggja á ófullnægjandi greiningu á lagalegum og fjárhagslegum þáttum og fela í sér tilraun til að sniðganga fjárhagslegar skuldbindingar ríkisins.

Agni nýr í aðalstjórn Lífsverks
Niðurstöður í rafrænum kosningum um stjórnarsæti voru kynnt á aðalfundi Lífsverks í gær.

Vaxtabreyting 1. júní
Vextir óverðtryggðra grunnlána hækka úr 7,95% í 8,95% og vextir verðtryggðra grunnlána með breytilegum vöxtum hækka úr 2,1% í 2,3%.

Dagskrá og tillögur fyrir aðalfund
Aðalfundur Lífsverks lífeyrissjóðs verður haldinn að Engjateigi 9, Reykjavík, þriðjudaginn 25. apríl kl. 17:00

Þrír í framboði til aðalstjórnar Lífsverks
Framboðsfresti lauk 27. mars sl. og bárust þrjú framboð karla innan frestsins. Aðeins ein kona gaf kost á sér, Margrét Arnardóttir, núverandi stjórnarmaður, sem sóttist eftir endurkjöri. Öllum framboðum fylgdi tilskilinn fjöldi meðmælenda og hefur kjörnefnd úrskurðað þau öll gild. Margrét er því sjálfkjörin í stjórn til næstu þriggja ára.

Aðalfundur og rafrænt stjórnarkjör
Rafrænt stjórnarkjör fer fram á vef sjóðfélaga á www.lifsverk.is dagana 14. – 21. apríl.
Samkvæmt samþykktum sjóðsins skal kjósa
um tvö laus stjórnarsæti, karls og konu, til þriggja ára. Margrét
Arnardóttir, núverandi stjórnarmaður, sóttist eftir endurkjöri
og er hún sjálfkjörin í stjórn. Kjósa þarf um stjórnarsæti karls.

Aðalfundur og rafrænt stjórnarkjör
Aðalfundur Lífsverks lífeyrissjóðs verður haldinn að Engjateigi 9, Reykjavík, þriðjudaginn 25. apríl kl. 17:00.

Samtöl lífeyrissjóða við ríkið engu skilað.
Fundur tuttugu lífeyrissjóða, stærstu eigenda skuldabréfa ÍL-sjóðs, telur að óbreyttu ekki grundvöll fyrir samningaviðræðum við fjármálaráðuneytið um uppgjör skuldbindinga sjóðsins. Fulltrúar ráðuneytisins hafa ekki komið til móts við kröfur lífeyrissjóðanna um fullar efndir af hálfu íslenska ríkisins í umleitunum þess um mögulegt uppgjör.

Vaxtabreyting 1. apríl
Óverðtryggðir vextir hækka í 7,95% og verðtryggðir í 2,10% frá og með 1. apríl.
Stjórn Lífsverks hefur ákveðið að vextir óverðtryggðra grunnlána til sjóðfélaga verði 7,95% frá og með 1. apríl. Jafnframt munu vextir verðtryggðra grunnlána hækka frá sama tíma og verða 2,10%. Vextir verðtryggðra lána með föstum vöxtum út lánstímann verða óbreyttir, 3,20%.

Sigrún Eyjólfsdóttir ráðin markaðs- og kynningarstjóri
Sigrún Eyjólfsdóttir hefur verið ráðin markaðs- og kynningarstjóri hjá Lífsverki lífeyrissjóði. Sigrún mun sinna fjölbreyttum verkefnum á sviði markaðs- og kynningarmála ásamt starfi persónuverndarfulltrúa.

Nýjar réttindatöflur og hækkun lágmarksiðgjalds
Frá 1. janúar taka gildi nýjar réttindatöflur, sem kynntar voru á aðalfundi sjóðsins í apríl sl. Er það í samræmi við grein 6.2 í samþykktum, sem kveður á um það að ef mismunur á verðmæti iðgjalda og framtíðarskuldbindinga reiknist meira en 3% af framtíðarskuldbindingum eða minna en -1% skuli reikna nýjar réttindatöflur fyrir sjóðinn til að jafna þennan mun. Skulu nýjar töflur kynntar á aðalfundi sjóðsins og taka gildi frá og með næstu áramótum þaðan í frá.

Opnunartími yfir hátíðarnar
Skrifstofa Lífsverks verður opin á hefðbundnum skrifstofutíma frá kl. 9 – 15 á Þorláksmessu. Lokað verður hefðbundna frídaga milli jóla og nýárs.

Fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu staðfestir niðurstöður
Róbert R. Spanó, fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og gestaprófessor við lagadeild Oxford háskóla í Bretlandi, hefur í skriflegri álitsgerð komist að þeirri niðurstöðu að ráðagerð fjármála- og efnahagsráðherra sem birtast í skýrslu hans til Alþingis frá því í október sl. um möguleg slit og gjaldþrotaskipti ÍL-sjóðs með lögum væri andstæð stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu.
Vaxtabreyting 1. janúar
Í ljósi vaxtahækkunar Seðlabanka Íslands þann 23. nóvember sl. hefur stjórn Lífsverks ákveðið að vextir óverðtryggðra grunnlána til sjóðfélaga muni hækka frá og með 1. janúar 2023 og verða 7,05%. Jafnframt munu vextir verðtryggðra grunnlána hækka frá sama tíma og verða 1,9%. Vextir verðtryggðra lána með föstum vöxtum út lánstímann verða óbreyttir, 3,20%.
Fyrirhuguð slit ÍL-sjóðs og sterk lagaleg staða lífeyrissjóða
Fyrirhuguð lagasetning um skuldaskil eða gjaldþrot ÍL-sjóðs getur haft í för með sér tugi milljarða króna tjón í formi skertra lífeyrisréttinda fyrir almenning ákveði fjármálaráðherra halda fyrirhuguðum áformum til streitu.
Óvissa með skuldabréf ÍL-sjóðs
Eftir tilkynningu Fjármála- og efnahagsráðherra í síðasta mánuði um að mögulega verði brotið gegn skilmálum skuldabréfa ÍL-sjóðs með lagasetningu og bréfin greidd upp fyrir lokagjalddaga, hefur óvissa skapast með verðmæti þessara bréfa á markaði.
Vextir breytast 1. desember
Óverðtryggðir vextir hækka í 6,8% og verðtryggðir í 1,7% frá og með 1. desember.
Breyting á lánareglum frá 1. október
Hámarkslánsfjárhæð hækkar og nýjasta fasteignmat gildir við endurfjármögnun.
Breytingar á lögum um lífeyrissjóði taka gildi um áramótin
Umtalsverðar breytingar á lögum og reglum um lífeyrissjóði taka gildi um næstu áramót, m.a. hækkun lágmarksiðgjalds, lögfesting á svonefndri „tilgreindri séreign“ og breytingar á reglum um tekjutengingu lífeyrisgreiðslna við útreikning á greiðslum frá Tryggingastofnun.
Breyttur opnunartími skrifstofu
Frá og með 1. september verður skrifstofa Lífsverks opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9 – 16 en á föstudögum frá kl. 9 – 15.
Vaxtabreyting 1. október
Vextir óverðtryggðra lána hækka en vextir á verðtryggðum lánum áfram óbreyttir.
Vaxtabreyting 1. ágúst
Vextir óverðtryggra lána hækka þann 1. ágúst í 5,98%.
Vaxtabreytingar 1. júlí
Frá og með 1. júlí munu vextir verðtryggðra grunnlána til sjóðfélaga með breytilegum vöxtum lækka úr 1,60% í 1,50% en vextir óverðtryggðra lána hækka úr 4,5% í 5,35%.
Bjarni Kristinn Torfason til Lífsverks
Bjarni hefur verið ráðinn áhættustjóri Lífsverks og mun hefja störf í júní.
Ánægja með Lífsverk eykst
Í könnun sem Gallup framkvæmdi í lok síðasta árs kemur fram að ánægja með sjóðinn fer vaxandi.
Tveir í framboði til aðalstjórnar
Rafrænt stjórnarkjör fer fram dagana 12.-22. apríl nk. á sjóðfélagavef á vefsvæði sjóðsins.
Vaxtabreytingar 1. maí
Frá og með 1. maí munu vextir verðtryggðra grunnlána til sjóðfélaga með breytilegum vöxtum lækka úr 1,70% í 1,60% en vextir óverðtryggðra lána hækka úr 4,25% í 4,50%.
Aðalfundur og rafrænt stjórnarkjör
Aðalfundur Lífsverks lífeyrissjóðs verður haldinn á Engjateig 9, Reykjavík, þriðjudaginn 26.apríl kl.17:00.
Anna María Ágústsdóttir til Lífsverks
Anna María Ágústsdóttir hefur verið ráðin sérfræðingur í eignastýringu hjá Lífsverki lífeyrissjóði og hefur þegar hafið störf.
Frábær ávöxtun séreignaleiða 2021
Séreignaleiðir Lífsverks skiluðu frábærri ávöxtun á árinu 2021, einkum vegna mikilla hækkana á innlendum og erlendum hlutabréfamörkuðum.
Opnunartími yfir hátíðar
Skrifstofa Lífsverks verður opin á hefðbundnum skrifstofutíma um jól og áramót en athugið þó að við lokum kl. 15 á Þorláksmessu og lokað er á aðfangadag og gamlársdag.
Lækkun vaxta á sjóðfélagalánum
Stjórn Lífsverks hefur ákveðið að lækka vexti á verðtryggðum lánum til sjóðfélaga og tekur breytingin gildi 1. febrúar nk.
Lífsverk setur markmið um grænar fjárfestingar
Lífsverk er einn þrettán íslenskra lífeyrissjóða sem hefur sett markmið um stórauknar fjárfestingar í verkefnum sem tengjast hreinni orku og umhverfisvænum lausnum fram til ársins 2030.
Góð ávöxtun á fyrri hluta ársins
Sjóðir Lífsverks hafa vaxið hratt á undanförnum árum. Þann 30. júní 2016 nam hrein eign Lífsverks til greiðslu lífeyris 68,8 milljörðum króna. Það lætur því nærri að eignir sjóðsins hafi tvöfaldast á sl. 5 árum.
Ráðstöfun séreignarsparnaðar framlengd um tvö ár
Vakin er athygli á því að frestur til að skila inn umsókn um að framlengja skattfrjálsa ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán rennur út 30. september nk.
Guðrún Inga Ingólfsdóttir til Lífsverks
Guðrún Inga Ingólfsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður eignastýringar hjá Lífsverki lífeyrissjóði og hefur störf í september.
Niðurstöður aðalfundar
Agnar Kofoed-Hansen nýr stjórnamaður
Ísleifur ráðinn áhættustjóri Lífsverks
Ísleifur Orri Arnarson hefur verið ráðinn í starf áhættustjóra Lífsverks lífeyrissjóðs.
Aðalfundi frestað til 18. maí nk.
Vegna samkomutakmarkana hefur aðalfundi Lífsverks, sem fram átti að fara 20. apríl, verið frestað til þriðjudagsins 18. maí kl. 17.00
Lífsverk tók þátt í útboði Fly Play hf.
Eftir ítarlega skoðun hefur eignastýring Lífsverks ákveðið að taka þátt í hlutafjárútboði Fly Play hf. fyrir 325 milljónir króna. Hluti Lífsverk er um 0,3% af eignasafni samtryggingarhluta lífeyrissjóðsins.
Dagskrá aðalfundar
Aðalfundur Lífsverks lífeyrissjóðs verður haldinn að Engjateigi 9, Reykjavík, þriðjudaginn 20. apríl kl.17:00.
Kynning frambjóðenda til aðalstjórnar
Framboðsfresti til aðalstjórnar Lífsverks lauk 25. mars sl. og bárust fjögur framboð karla innan frestsins en aðeins eitt framboð kvenna. Öllum framboðum fylgdi tilskilinn fjöldi meðmælenda og hefur kjörnefnd úrskurðað þau öll gild.
Aðalfundur og rafrænt stjórnarkjör
Aðalfundur Lífsverks lífeyrissjóðs verður haldinn á Engjateig
9, Reykjavík, þriðjudaginn 20. apríl kl. 17:00.
Breytingar á lánareglum
Stjórn Lífsverks hefur samþykkt hækkun á hámarksupphæð sjóðfélagalána, breytingarnar tóku gildi 1.mars
Lífsverk óskar eftir að ráða áhættustjóra
Við leitum að öflugum einstaklingi í nýtt og spennandi starf áhættustjóra. Í starfinu felst einnig greiningarvinna og eftirfylgni á sviði eignastýringar.
Góð ávöxtun séreignarleiða 2020
Séreignarleiðir Lífsverks skiluðu góðri ávöxtun á árinu 2020, sem almennt var hagstætt ár fyrir fjárfesta, þrátt fyrir krefjandi ytri aðstæður. Þannig skilaði Lífsverk 1 16,2% nafnávöxtun á árinu.
Opnunartími yfir hátíðar
Skrifstofa Lífsverks verður opin á hefðbundum skrifstofutíma um jól og áramót en athugið þó að við lokum kl. 15 á Þorláksmessu og lokað er á aðfangadag og gamlársdag. Opnunartímar eru sem hér segir:
Vextir verðtryggðra sjóðfélagalána lækka
Verðtryggðir vextir lækka í 1,9% á grunnlánum og 2,9% á viðbótarlánum frá og með 1.des nk.
Ávöxtun Lífsverks góð fyrstu 6 mánuði ársins þrátt fyrir krefjandi aðstæður á markaði
Ávöxtun samtryggingar og séreignar var góð á fyrri hluta ársins, sérstaklega með tilliti til markaðsaðstæðna.

Lífsverk lífeyrissjóður hefur gerst aðili að Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja
Hlutverk Festu er að auka þekkingu á samfélagsábyrgð og ábyrgum starfsháttum, stuðla að aukinni sjálfbærni og hvetja til samstarfs og aðgerða á þessu sviði.
Lífsverk sendir Eimskip fyrirspurn um samfélagslega ábyrgð
Í ljósi umfjöllunar Kveiks á RÚV 24.september 2020 um sölu Eimskips á skipum til GMS, sendi Lífsverk eftirfarandi fyrirspurn til Eimskips:
Sjóðfélagalýðræði aftur til umræðu
Í ljósi umræðu um óhæði stjórna lífeyrissjóða er rétt að árétta að stjórn Lífsverks er eingöngu skipuð sjóðfélögum, sem kosnir eru af sjóðfélögum sjálfum í rafrænum kosningum.
Takmörkun heimsókna vegna COVID-19
Vegna fjölgunar COVID-19 tilfella í samfélaginu hefur tímabundið verið lokað fyrir heimsóknir sjóðfélaga og viðskiptavina á skrifstofu Lífsverks nema fyrir þá sem eiga brýnt erindi, svo sem vegna móttöku skjala.
Lífsverk tók þátt í útboði Icelandair hf.
Sjóðurinn sótti um 400 milljónir króna í útboðinu og fékk úthlutað 252 milljónum, sem samsvarar tæplega 0,3% af eignum samtryggingardeildar.
Frábærar niðurstöður sumarverkefna háskólanema í ábyrgum fjárfestingum
Fjórir háskólanemar voru ráðnir til að leysa hvert sitt verkefni í ábyrgum fjárfestingum yfir sumartímann. Mikill metnaður einkenndi niðurstöður verkefnanna og er augljóst að ábyrgar fjárfestingareru hugfólgnar háskólanemum.
Sumarverkefni í ábyrgum fjárfestingum fyrir háskólanema
Lífsverk auglýsir eftir háskólanemum í verkefnavinnu sumarið 2020
Niðurstöður aðalfundar
Þorbergur Steinn Leifsson nýr stjórnarmaður
Dagskrá aðalfundar
Aðalfundur Lífsverks lífeyrissjóðs verður haldinn að Engjateigi 9, Reykjavík, þriðjudaginn 19. maí kl. 17:00.
Breytingar á stjórn Lífsverks
Unnar Hermannsson hefur tilkynnt afsögn sína úr stjórn Lífsverks. Ástæða er sú að hann hefur verið skipaður af ráðherra í stjórn Byggðastofnunar, sem er einnig eftirlitsskyldur aðili.
Kosningu til aðalstjórnar lauk á miðnætti 17.apríl
Úrslit verða kunngerð á aðalfundi 19.maí
Lækkun vaxta á sjóðfélagalánum
Stjórn Lífsverks ákvað á fundi í morgun að lækka vexti á verðtryggðum og óverðtryggðum lánum til sjóðfélaga og tekur breytingin gildi 1. maí nk.
Opið fyrir umsóknir um tímabundna útgreiðslu séreignarlífeyris
Alþingi hefur samþykkt breytingu til bráðabirgða á lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, sem heimilar tímabundna úttekt séreignarsparnaðar til að mæta áhrifum heimsfaraldurs COVID-19.
Kynning frambjóðenda til aðalstjórnar
Framboðsfresti til aðalstjórnar Lifsverks lauk 25. mars sl. og bárust sjö gild framboð karla. Rafrænt stjórnarkjör fer fram dagana 8.-17. apríl nk. á sjóðfélagavef Lífsverks.
Aðalfundi frestað til 19. maí
Ýmis úrræði standa sjóðfélögum til boða
Lífsverk mun reyna eftir fremsta megni að koma til móts við sjóðfélaga sem kunna að lenda í greiðsluvanda vegna áhrifa heimsfaraldurs Covid-19 á heimili og fyrirtæki.
Rafræn samskipti á tímum COVID-19
Lífsverk lífeyrissjóður hvetur sjóðfélaga og aðra viðskiptavini til að nýta sér rafræna þjónustu okkar í stað þess að gera sér ferð á skrifstofu sjóðsins.
Fjármálalæsi á heima í skólakerfinu
Svanhildur, markaðs- og kynningarstjóri Lífsverks skrifað þessa grein sem birt var í Fréttablaðinu 20.febrúar sl.
Aðalfundur og rafrænt stjórnarkjör
Aðalfundur Lífsverks lífeyrissjóðs verður haldinn í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9, Reykjavík, þriðjudaginn 21. apríl kl. 17:00. Auglýst er eftir framboðum til stjórnar, framboðsfrestur er til 25.mars.
Lífsverk setur sér nýja stefnu í ábyrgum fjárfestingum
Lífsverk hefur markað sér stefnu í takt við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni og um leið aukið verulega áherslur sínar í ábyrgum fjárfestingum.
Frábær ávöxtun séreignarleiða 2019
Séreignarleiðir Lífsverks skiluðu frábærri ávöxtun á árinu 2019, enda einkenndist árið af mikilli hækkun á helstu eignamörkuðum, innanlands sem utan. Lífsverk 1 skilaði t.d. 12,9% raunávöxtun á árinu.
Opnunartími um hátíðar
Skrifstofa Lífsverks verður opin á hefðbundnum skrifstofutíma frá kl. 9 til 16 á Þorláksmessu. Lokað verður á aðfangadag og gamlársdag, auk hefðbundinna frídaga um jól og á nýársdag.
Breyting á lánareglum og lækkun á vöxtum húsnæðislána frá 1. janúar 2020
Stjórn Lífsverks hefur ákveðið lækkun vaxta á sjóðfélagalánum og breytingu á lánareglum, tekur breytingin gildi frá og með 1. janúar nk.
Ár er síðan samkomulag var gert um forgang sjóðfélaga að íbúðum í Mörk
Frá 1. nóvember 2018 hefur sjóðfélögum Lífsverks boðist forgangur við úthlutun íbúða fyrir eldri borgara í Mörkinni en mikil eftirsókn hefur verið...
Vextir sjóðfélagalána lækka frá 1.des 2019
Stjórn Lífsverks hefur ákveðið lækkun vaxta á sjóðfélagalánum og tekur breytingin gildi frá og með 1. desember nk
Gengi sjóða Gamma fært niður
Bókfært verð eftir niðurfærslu er 83,5 milljónir króna og hefur því lækkað um 43 milljónir króna eða sem nemur um 0,05% af eignum samtryggingardeildar.
Góð ávöxtun á fyrri hluta ársins
Ávöxtun á verðbréfamörkuðum hefur verið mjög hagstæð undanfarna mánuði og hefur það haft jákvæð áhrif á ávöxtun bæði samtryggingardeildar Lífsverks og séreignarleiða sjóðsins.
Framlenging ráðstöfunar séreignarsparnaðar
Umsækjendur með virka ráðstöfun þurfa að sækja um að gildistími umsóknar sé framlengdur fyrir 30.sept 2019.
Vextir sjóðfélagalána lækka frá 1.júlí 2019
Frá og með 1.júlí nk. lækka vextir á verðtryggðum og óverðtryggðum grunnlánum og viðbótarlánum Lífsverks.
Mikil tækifæri í sjálfbærum skuldabréfum
Hreggviður Ingason forstöðumaður eignastýringar Lífsverks ásamt Eyrúnu Einarsdóttur áhættustjóra hjá Birtu skrifuðu grein sem birtist í Viðskiptablaðinu 9.maí um tækifærin í sjálfbærum skuldabréfum.
Eymundur ráðinn í eignastýringu Lífsverks
„Það eru spennandi verkefni framundan í eignastýringunni við að skoða fjárfestingakosti og fylgja eftir ábyrgri fjárfestingastefnu sjóðsins,“ segir Eymundur.
Niðurstöður aðalfundar
Stjórn Lífsverks er óbreytt frá fyrra ári, en varastjórn tók breytingum. Arnar Ingi Einarsson tók sæti í varastjórn, Sverrir Bollason gaf einnig kost á sér en Arnar hafði betur í atkvæðagreiðslu.
Björn Ágúst áfram í stjórn Lífsverks
Framboðsfrestur til stjórnar Lífsverks rann út 12. mars sl. Tvö framboð bárust innan tilskilins frests en annað var dregið til baka. Björn Ágúst Björnsson, stjórnarformaður Lífsverks, sóttist eftir endurkjöri og mat kjörnefnd framboð hans gilt.
Breyting á lánareglum
Stjórn Lífsverks hefur samþykkt breytingar á lánareglum sjóðsins sem taka gildi 1. mars. Í breytingunum felst að hámark veðhlutfalls sjóðfélagalána er lækkað úr 75% í 70% og vaxtamunur grunnlána og viðbótarlána er aukinn úr 0,6% í 1,0%. Vextir sjóðfélagalána verða að öðru leyti óbreyttir. Breytingin hefur engin áhrif á núverandi lán hjá sjóðnum.
Aðalfundur og rafrænt stjórnarkjör
Aðalfundur Lífsverks lífeyrissjóðs verður haldinn í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9, Reykjavík, þriðjudaginn 9. apríl kl. 17:00. Auglýst er eftir framboðum til stjórnar, framboðsfrestur er til 12.mars.
Ávöxtun séreignarleiða 2018
Erfitt ár á erlendum mörkuðum, styrking krónunnar undir lok árs og lækkun á innlendum hlutabéfamarkaði hafði áhrif á ávöxtun séreignarleiða 2018, en 2019 byrjar vel og hafa erlendir hlutabréfamarkaðir tekið vel við sér og ávöxtun allra séreignarleiða Lífsverks verið mjög góð.
Lífsverk fjárfestir í geoSilica
Lífsverk hefur fjárfest í nýsköpunarfyrirtækinu geoSilica fyrir 50 milljónir króna. Við þau kaup eignaðist lífeyrissjóðurinn 6,7% hlut í fyrirtækinu og varð fyrsti lífeyrissjóðurinn til að fjárfesta í félaginu.
Ávöxtun í fortíð og framtíð
Í Silfrinu á Rúv sunnudaginn 16. desember var viðtal við Hallgrím Óskarsson, verkfræðing, sem tók saman skýrslu um lífeyriskerfið sem út kom í maí sl. Í þættinum var ávöxtun lífeyrissjóðanna árin 2000 – 2017 borin saman. Lífsverk kom ekki vel út í þeim samanburði en rétt er að koma á framfæri nokkrum athugasemdum:
Hækkun óverðtryggðra vaxta
Stjórn Lífsverks hefur ákveðið að frá og með næstu áramótum hækki vextir óverðtryggðra íbúðalána til sjóðfélaga úr 5,70% í 6,30%.
Sjóðfélagar Lífsverks fá forgang að íbúðum í Mörk
Lífsverk og Íbúðir eldri borgara í Mörk ehf., hafa undirritað samkomulag um langtíma fjármögnun á íbúðum eldri borgara við Suðurlandsbraut 68 – 70. Í samkomulaginu felst að sjóðfélagar Lífsverks njóta ákveðins forgangs við úthlutun á íbúðunum. Lífsverk er þannig fyrsti lífeyrissjóðurinn sem tryggir sjóðsfélögum sínum forgang að íbúðum fyrir eldri borgara. Íbúðirnar við Suðurlandsbraut eru 74 talsins og samkvæmt samkomulaginu munu sjóðsfélagar Lífsverks fá forgang að 20 íbúðum.
Ávöxtun á fyrri hluta ársins í takti við væntingar
Þrátt fyrir róleg viðskipti á innlendum hlutabréfamarkaði á fyrri hluta ársins 2018 var ávöxtun innlendra hlutabréfa ágæt en skuldabréfaflokkar gáfu hins vegar lakari ávöxtun. Nafnávöxtun samtryggingardeildar Lífsverks á tímabilinu var 2,7% og hrein raunávöxtun, að teknu tilliti til kostnaðar, var 1,2%.
Hlutfall kvenna eykst
Það er virkilega ánægjulegt að hlutur kvenna sé að aukast í sjóðnum og þá sérstaklega sem hlutfall af nýjum sjóðfélögum. Á fyrri hluta árs voru 38% þeirra sem skráðu sig í sjóðinn konur og er það met miðað við árin á undan og jafnvel frá upphafi. Konur eru gjarnan kröfuharðir neytendur og íhuga alla kosti vel áður en þær taka ákvörðun og því er enn ánægjulegra að þær velji Lífsverk sem sinn lífeyrissjóð.
17% fjölgun nýrra sjóðfélaga fyrri hluta árs
Lífsverk er opinn lífeyrissjóður fyrir háskólamenntaða, því fjölgar nýskráningum mest við brautskráningar háskólanna eða þegar nýútskrifaðir hefja störf á vinnumarkaðnum. Nýjum sjóðfélögum fjölgaði um 17% á fyrstu 6 mánuðum þessa árs. Það er greinilegt að Lífsverk er góður valkostur þegar velja á lífeyrissjóð til framtíðar.
Iðgjald hækkar í 15,5% frá 1.júlí
Mótframlag launagreiðenda á almennum markaði hækkar 1.júlí úr 10% í 11,5% og verða þá heildariðgjöld launþega og launagreiðenda 15,5%.
Nýr starfsmaður
Svanhildur Sigurðardóttir hefur verið ráðin markaðs- og kynningarstjóri Lífsverks.
Svanhildur er með BA gráðu í stjórnmálafræði frá HÍ ásamt diploma gráðu í markaðssamskiptum og almannatengslum frá Opna háskólanum í Reykjavík. Hún var áður markaðsrágjafi hjá Hvíta húsinu auglýsingastofu og þar á undan samfélags- og samskiptastjóri hjá Ölgerðinni.
Eva Hlín og Unnar kjörin í stjórn Lífsverks
Á aðalfundi Lífsverks í gær tilkynnti Elísabet Árnadóttir, í kjörnefnd sjóðsins, um niðurstöður í kosningum til stjórnar. Kosið var um tvö sæti, karls og konu og voru sjö í framboði um stjórnarsætin. Atkvæði greiddu 524 eða um 19% virkra sjóðfélaga og hefur kosningaþáttaka aldrei verið betri. Niðurstöður urðu þær að flest atkvæði fengu Eva Hlín Dereksdóttir, sem fékk 273 atkvæði (52%) og Unnar Hermannsson, sem fékk 155 atkvæði (30%) og eru þau réttkjörin í stjórn Lífsverks til næstu þriggja ára.
Kynning frambjóðenda til aðalstjórnar
Framboðsfresti til aðalstjórnar Lífsverks lauk 19. mars sl. og bárust sjö framboð innan frestsins. Öllum framboðum fylgdi tilskilinn fjöldi meðmælenda og hefur kjörnefnd úrskurðað þau öll gild. Kosið er um tvo stjórnarmenn til næstu þriggja ára, eina konu og einn karl.
Frambjóðendur eru eftirtaldir:
Eva Hlín Dereksdóttir
Freyr Ólafsson
Gnýr Guðmundsson
Helga Viðarsdóttir
Ragnheiður I. Þórarinsdóttir
Sverrir Bollason
Unnar Hermannsson