Aukaaðalfundur Lífsverks lífeyrissjóðs

3.10.2025

  • Untitled-design-1-

Aukaaðalfundur Lífsverks lífeyrissjóðs verður haldinn á Vox Club, Hilton Reykjavík Nordica, mánudaginn 20. október kl. 17:00. Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta.

Dagskrá fundar:

· Kynning á sameiningu við Almenna lífeyrissjóðinn

· Tillögur um breytingar á samþykktum

· Önnur mál, löglega upp borin

Stjórnir Lífsverks og Almenna lífeyrissjóðsins hafa skrifað undir samrunasamning. Sameiningin er háð því að sjóðfélagafundir samþykki tillögur um samruna og að fjármála- og efnahagsráðuneytið staðfesti breytingar á samþykktum beggja sjóða. Verði tillögur samþykktar mun sameinaður lífeyrissjóður hefja starfsemi 1. janúar 2026.

Stjórn Lífsverks boðar nú til aukaaðalfundar þar sem tillögur um sameiningu verða kynntar og lagðar fram tillögur um breytingar á samþykktum er lúta að slitum sjóðsins. Stefnt er að því að tillögur um sameiningu verði lagðar formlega fyrir aukaaðalfund sjóðsins 11. nóvember nk. og sjóðfélagar taki afstöðu í rafrænum kosningum 11. til 13. nóvember.

Tillögur um samþykktarbreytingar 20.okt.2025



Fréttir

Aukaaðalfundur Lífsverks lífeyrissjóðs

Aukaaðalfundur Lífsverks lífeyrissjóðs verður haldinn á Vox Club, Hilton Reykjavík Nordica, mánudaginn 20. október kl. 17:00. Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta.

Dagskrá fundar:

· Kynning á sameiningu við Almenna lífeyrissjóðinn

· Tillögur um breytingar á samþykktum

· Önnur mál, löglega upp borin

Stjórnir Lífsverks og Almenna lífeyrissjóðsins hafa skrifað undir samrunasamning. Sameiningin er háð því að sjóðfélagafundir samþykki tillögur um samruna og að fjármála- og efnahagsráðuneytið staðfesti breytingar á samþykktum beggja sjóða. Verði tillögur samþykktar mun sameinaður lífeyrissjóður hefja starfsemi 1. janúar 2026.

Stjórn Lífsverks boðar nú til aukaaðalfundar þar sem tillögur um sameiningu verða kynntar og lagðar fram tillögur um breytingar á samþykktum er lúta að slitum sjóðsins. Stefnt er að því að tillögur um sameiningu verði lagðar formlega fyrir aukaaðalfund sjóðsins 11. nóvember nk. og sjóðfélagar taki afstöðu í rafrænum kosningum 11. til 13. nóvember.

Tillögur um samþykktarbreytingar 20.okt.2025