Breyttar samþykktir staðfestar

31.5.2023

  • Arnarstapi

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur nú staðfest breytingar á samþykktum Lífsverks, sem samþykktar voru á aðalfundi sjóðsins í apríl. Annars vegar eru gerðar breytingar á 3. gr., sem lúta að inntökuskilyrðum í sjóðinn en nú er ekki lengur krafist háskólamenntunar, heldur nægir að vera í háskólanámi við viðurkenndan háskóla til að geta orðið sjóðfélagi. Hins vegar eru gerðar breytingar á réttindatöflum þannig að hver fæðingarárgangur fær sína réttindatöflu, sem miðar að því að greidd iðgjöld standi undir skuldbindingum þess árgangs. Nýjar samþykktir taka gildi 1. júní og má sjá hér .


Fréttir

Breyttar samþykktir staðfestar

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur nú staðfest breytingar á samþykktum Lífsverks, sem samþykktar voru á aðalfundi sjóðsins í apríl. Annars vegar eru gerðar breytingar á 3. gr., sem lúta að inntökuskilyrðum í sjóðinn en nú er ekki lengur krafist háskólamenntunar, heldur nægir að vera í háskólanámi við viðurkenndan háskóla til að geta orðið sjóðfélagi. Hins vegar eru gerðar breytingar á réttindatöflum þannig að hver fæðingarárgangur fær sína réttindatöflu, sem miðar að því að greidd iðgjöld standi undir skuldbindingum þess árgangs. Nýjar samþykktir taka gildi 1. júní og má sjá hér .