Lífsverk setur markmið um grænar fjárfestingar

2.11.2021

Lífsverk er einn þrettán íslenskra lífeyrissjóða sem hefur sett markmið um stórauknar fjárfestingar í verkefnum sem tengjast hreinni orku og umhverfisvænum lausnum fram til ársins 2030. Sjóðirnir skrifuðu undir viljayfirlýsingu þess efnis í samstarfi við alþjóðlegu samtökin Climate Investment Coalition, sem kunngerð var á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna COP26 í Glasgow. Með undirritun yfirlýsingarinnar staðfesta íslensku lífeyrissjóðirnir vilja sinn til að vera virkir þátttakendur í að auka hlut grænna fjárfestinga og að vinna að því markmiði að minnka losun gróðurhúsalofttegunda til samræmis við ákvæði Parísarsáttmálans frá árinu 2015.

Samkvæmt yfirlýsingunni stefnir Lífsverk að því að auka hlut grænna fjárfestinga úr sem nemur 5,6 milljörðum íslenskra króna í 26 milljarða árið 2030. Þetta markmið fellur vel að aukinni áherslu Lífsverks á ábyrgar fjárfestingar, sem jafnframt er ætlað að draga úr áhættu og auka ávöxtun sjóðsins til lengri tíma.

Sjá má fréttatilkynningu íslensku lífeyrissjóðanna hér að neðan ásamt fréttatilkynningu Climate Investment Coalition.

CIC-Press-Release_COP26-Announcement-Event_FINAL_EMBARGOED
yfirlysing-lifeyrissjoda-vegna-cic


Fréttir

Lífsverk setur markmið um grænar fjárfestingar

Lífsverk er einn þrettán íslenskra lífeyrissjóða sem hefur sett markmið um stórauknar fjárfestingar í verkefnum sem tengjast hreinni orku og umhverfisvænum lausnum fram til ársins 2030. Sjóðirnir skrifuðu undir viljayfirlýsingu þess efnis í samstarfi við alþjóðlegu samtökin Climate Investment Coalition, sem kunngerð var á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna COP26 í Glasgow. Með undirritun yfirlýsingarinnar staðfesta íslensku lífeyrissjóðirnir vilja sinn til að vera virkir þátttakendur í að auka hlut grænna fjárfestinga og að vinna að því markmiði að minnka losun gróðurhúsalofttegunda til samræmis við ákvæði Parísarsáttmálans frá árinu 2015.

Samkvæmt yfirlýsingunni stefnir Lífsverk að því að auka hlut grænna fjárfestinga úr sem nemur 5,6 milljörðum íslenskra króna í 26 milljarða árið 2030. Þetta markmið fellur vel að aukinni áherslu Lífsverks á ábyrgar fjárfestingar, sem jafnframt er ætlað að draga úr áhættu og auka ávöxtun sjóðsins til lengri tíma.

Sjá má fréttatilkynningu íslensku lífeyrissjóðanna hér að neðan ásamt fréttatilkynningu Climate Investment Coalition.

CIC-Press-Release_COP26-Announcement-Event_FINAL_EMBARGOED
yfirlysing-lifeyrissjoda-vegna-cic