Umfjöllun um sölu á hlut í Kerecis hf.

12.7.2023

Lífsverk hefur staðið vel við félagið, var einn íslenskra lífeyrissjóða til að fjárfesta í því árið 2019 og bætti lítillega við hlutinn 2020, samtals fyrir 175 milljónir króna. Sjóðurinn hafði haft hlut sinn í Kerecis hf. til sölu í nokkurn tíma og í apríl 2023 barst sjóðnum tilboð um kaup á bréfunum. Við sölu bréfanna rúmlega fjórfaldaði Lífsverk fjárfestingu sína í Kerecis hf. Um var að ræða óskráða og áhættusama fjárfestingu og var það mat sjóðsins að hag sjóðfélaga væri best borgið með sölunni. Upplýsingar um söluna til Coloplast voru ekki opinberar þegar sjóðurinn tók ákvörðun um að selja hlut sinn og höfðu því ekki né gátu haft áhrif á ákvörðunina.

Lífsverk lífeyrissjóður stýrir eignum sjóðsins í umboði sjóðfélaga sinna og starfar eftir skýrri stefnu sjóðsins um ábyrgar fjárfestingar. Sjóðnum ber að veita félögum sem fjárfest er í aðhald eftir því sem aðstæður bjóða upp á. Ef ekki er komið til móts við sjónarmið sjóðsins eða skýringar eru ófullnægjandi þá greiðir sjóðurinn atkvæði á aðal- og hluthafafundum til þess að fylgja eftir stefnu sjóðsins um ábyrgar fjárfestingar. Eins og fram hefur komið greiddi Lífsverk atkvæði gegn kaupréttaráætlun Kerecis hf. og er skýringin sú að sjóðurinn taldi áætlunina óhóflega og að upplýsingar henni tengdar væru ekki nægjanlegar. Lífsverk aðhyllist að kaupréttaráætlanir innlendra félaga séu almennar og nái til sem flestra starfsmanna en séu á sama tíma gagnsæjar og hóflegar að umfangi. Lífsverk hefur áður setið hjá eða greitt atkvæði gegn starfskjarastefnu og kaupréttaráætlun á aðalfundum skráðra félaga á íslenska hlutabréfamarkaðinum af sambærilegum ástæðum.  


Fréttir

Umfjöllun um sölu á hlut í Kerecis hf.

Lífsverk hefur staðið vel við félagið, var einn íslenskra lífeyrissjóða til að fjárfesta í því árið 2019 og bætti lítillega við hlutinn 2020, samtals fyrir 175 milljónir króna. Sjóðurinn hafði haft hlut sinn í Kerecis hf. til sölu í nokkurn tíma og í apríl 2023 barst sjóðnum tilboð um kaup á bréfunum. Við sölu bréfanna rúmlega fjórfaldaði Lífsverk fjárfestingu sína í Kerecis hf. Um var að ræða óskráða og áhættusama fjárfestingu og var það mat sjóðsins að hag sjóðfélaga væri best borgið með sölunni. Upplýsingar um söluna til Coloplast voru ekki opinberar þegar sjóðurinn tók ákvörðun um að selja hlut sinn og höfðu því ekki né gátu haft áhrif á ákvörðunina.

Lífsverk lífeyrissjóður stýrir eignum sjóðsins í umboði sjóðfélaga sinna og starfar eftir skýrri stefnu sjóðsins um ábyrgar fjárfestingar. Sjóðnum ber að veita félögum sem fjárfest er í aðhald eftir því sem aðstæður bjóða upp á. Ef ekki er komið til móts við sjónarmið sjóðsins eða skýringar eru ófullnægjandi þá greiðir sjóðurinn atkvæði á aðal- og hluthafafundum til þess að fylgja eftir stefnu sjóðsins um ábyrgar fjárfestingar. Eins og fram hefur komið greiddi Lífsverk atkvæði gegn kaupréttaráætlun Kerecis hf. og er skýringin sú að sjóðurinn taldi áætlunina óhóflega og að upplýsingar henni tengdar væru ekki nægjanlegar. Lífsverk aðhyllist að kaupréttaráætlanir innlendra félaga séu almennar og nái til sem flestra starfsmanna en séu á sama tíma gagnsæjar og hóflegar að umfangi. Lífsverk hefur áður setið hjá eða greitt atkvæði gegn starfskjarastefnu og kaupréttaráætlun á aðalfundum skráðra félaga á íslenska hlutabréfamarkaðinum af sambærilegum ástæðum.