Vaxtabreytingar 1. júlí

1.6.2022

Stjórn Lífsverks hefur ákveðið að frá og með 1. júlí hækki vextir óverðtryggðra lána til sjóðfélaga um 0,85% og verða vextir grunnlána þá 5,35%. Vextir verðtryggðra grunnlána með breytilegum vöxtum lækka hins vegar frá sama tíma um 0,1% og verða 1,5%. Vextir viðbótarlána hækka samsvarandi. Vextir á lánum með föstum vöxtum út lánstímann verða óbreyttir.

Jafnframt ákvað stjórn að við lánveitingu hjá sjóðnum væri heimilt að miða við nýtt útgefið fasteignamat í stað gildandi fasteignamats. Lánað er fyrir allt að 70% af virði eignar samkvæmt kaupsamningi eða fasteignamati. Lánsfjárhæð grunnlána getur numið allt að 70 milljónum króna og viðbótarlána 30 milljónum króna. Fyrstu kaupendum býðst að taka allt að 85% lán hjá sjóðnum.

Lánareglur sjóðsins má nálgast hér .


Fréttir

Vaxtabreytingar 1. júlí

Stjórn Lífsverks hefur ákveðið að frá og með 1. júlí hækki vextir óverðtryggðra lána til sjóðfélaga um 0,85% og verða vextir grunnlána þá 5,35%. Vextir verðtryggðra grunnlána með breytilegum vöxtum lækka hins vegar frá sama tíma um 0,1% og verða 1,5%. Vextir viðbótarlána hækka samsvarandi. Vextir á lánum með föstum vöxtum út lánstímann verða óbreyttir.

Jafnframt ákvað stjórn að við lánveitingu hjá sjóðnum væri heimilt að miða við nýtt útgefið fasteignamat í stað gildandi fasteignamats. Lánað er fyrir allt að 70% af virði eignar samkvæmt kaupsamningi eða fasteignamati. Lánsfjárhæð grunnlána getur numið allt að 70 milljónum króna og viðbótarlána 30 milljónum króna. Fyrstu kaupendum býðst að taka allt að 85% lán hjá sjóðnum.

Lánareglur sjóðsins má nálgast hér .