Aðalfundur 16. apríl kl.17:00

27.3.2024

  • Viti-vid-sjo

Dagskrá fundar:

1. Skýrsla stjórnar
2. Ársreikningur 2023 kynntur
3. Gerð grein fyrir tryggingafræðilegri úttekt
4. Gerð grein fyrir fjárfestingarstefnu
5. Greint frá úrslitum rafræns stjórnarkjörs
6. Kosning varastjórnarmanna
7. Kosning endurskoðanda og tveggja fulltrúa í endurskoðunarnefnd
8. Tillögur um breytingar á samþykktum
9. Ákvörðun um laun stjórnarmanna og endurskoðunarnefndar
10. Önnur mál

Endurskoðaðir og undirritaðir reikningar ásamt skýrslu tryggingafræðings munu liggja frammi á skrifstofu sjóðsins viku fyrir aðalfund, sjóðfélögum til sýnis.

Úrslit stjórnarkjörs
Framboðsfrestur um tvö sæti í aðalstjórn var til 20. mars. Framboð bárust frá Evu Hlín Dereksdóttur, núverandi stjórnarformanni, og Agnari Kofoed-Hansen, núverandi varaformanni. Önnur framboð bárust ekki. Kjörstjórn hefur úrskurðað framboð þeirra gild og eru þau því sjálfkjörin í aðalstjórn til næstu 3ja ára. Auk þeirra sitja Agni Ásgeirsson, Georg Lúðvíksson og Margrét Arnardóttir í
aðalstjórn. Framkvæmdastjóri sjóðsins er Jón L. Árnason.

Fyrri

Hrein eign til greiðslu lífeyris í árslok 2023 var samtals 167.758 m.kr. og hækkaði um 16.245 m.kr. á árinu, eða um 10,7%. Hrein eign í samtryggingardeild var 134.097 m.kr. og hækkaði um 11.941 m.kr. á árinu, eða um 9,8%. Samanlögð iðgjöld ársins 2023 námu 8.360 m.kr. og samanlagðar lífeyrisgreiðslur 2.925 m. kr. Hlutfall lífeyris af samanlögðum iðgjöldum var 35,0%. Iðgjöld í samtryggingardeild námu 5.253 m.kr. og hækkuðu um 13,0% frá fyrra ári. Lífeyrisgreiðslur voru 2.331 m.kr. og hækkuðu um 28,1% frá fyrra ári.

 Heildartryggingarfræðileg staða samtryggingardeildar í árslok 2023 var neikvæð um 4,0% og batnar um 0,6% frá fyrra ári. Staða
áfallinna skuldbindinga er neikvæð um 6,9% en staða framtíðarskuldbindinga er jákvæð um 2,2%. Í árslok störfuðu 10 starfsmenn hjá sjóðnum og fjölgaði um eitt stöðugildi á árinu. Mikil ásókn var í lán hjá sjóðnum og námu sjóðfélagalán í lok árs 19,1% af heildareignum samtryggingardeildar samanborið við 16,3% í lok fyrra árs.

Seinni

Tillögur um breytingar á samþykktum

Tillogur-um-samthykktarbreytingar-2024-1-_page-0001

Um Lífsverk lífeyrissjóð

Lífsverk er opinn lífeyrissjóður fyrir háskólamenntaða. Þau sem hafa lokið háskólanámi eða eru í námi við viðurkenndan háskóla
geta orðið sjóðfélagar. Öllum er heimilt að greiða til séreignardeilda sjóðsins. Skráning í sjóðinn er á www.lifsverk.is.

 Sérstaða sjóðsins er m.a.
• Sjóðfélagalýðræði • Rafrænt stjórnarkjör • Góð réttindaávinnsla • Hagstæð sjóðfélagalán


Fréttir

Aðalfundur 16. apríl kl.17:00

Dagskrá fundar:

1. Skýrsla stjórnar
2. Ársreikningur 2023 kynntur
3. Gerð grein fyrir tryggingafræðilegri úttekt
4. Gerð grein fyrir fjárfestingarstefnu
5. Greint frá úrslitum rafræns stjórnarkjörs
6. Kosning varastjórnarmanna
7. Kosning endurskoðanda og tveggja fulltrúa í endurskoðunarnefnd
8. Tillögur um breytingar á samþykktum
9. Ákvörðun um laun stjórnarmanna og endurskoðunarnefndar
10. Önnur mál

Endurskoðaðir og undirritaðir reikningar ásamt skýrslu tryggingafræðings munu liggja frammi á skrifstofu sjóðsins viku fyrir aðalfund, sjóðfélögum til sýnis.

Úrslit stjórnarkjörs
Framboðsfrestur um tvö sæti í aðalstjórn var til 20. mars. Framboð bárust frá Evu Hlín Dereksdóttur, núverandi stjórnarformanni, og Agnari Kofoed-Hansen, núverandi varaformanni. Önnur framboð bárust ekki. Kjörstjórn hefur úrskurðað framboð þeirra gild og eru þau því sjálfkjörin í aðalstjórn til næstu 3ja ára. Auk þeirra sitja Agni Ásgeirsson, Georg Lúðvíksson og Margrét Arnardóttir í
aðalstjórn. Framkvæmdastjóri sjóðsins er Jón L. Árnason.

Fyrri

Hrein eign til greiðslu lífeyris í árslok 2023 var samtals 167.758 m.kr. og hækkaði um 16.245 m.kr. á árinu, eða um 10,7%. Hrein eign í samtryggingardeild var 134.097 m.kr. og hækkaði um 11.941 m.kr. á árinu, eða um 9,8%. Samanlögð iðgjöld ársins 2023 námu 8.360 m.kr. og samanlagðar lífeyrisgreiðslur 2.925 m. kr. Hlutfall lífeyris af samanlögðum iðgjöldum var 35,0%. Iðgjöld í samtryggingardeild námu 5.253 m.kr. og hækkuðu um 13,0% frá fyrra ári. Lífeyrisgreiðslur voru 2.331 m.kr. og hækkuðu um 28,1% frá fyrra ári.

 Heildartryggingarfræðileg staða samtryggingardeildar í árslok 2023 var neikvæð um 4,0% og batnar um 0,6% frá fyrra ári. Staða
áfallinna skuldbindinga er neikvæð um 6,9% en staða framtíðarskuldbindinga er jákvæð um 2,2%. Í árslok störfuðu 10 starfsmenn hjá sjóðnum og fjölgaði um eitt stöðugildi á árinu. Mikil ásókn var í lán hjá sjóðnum og námu sjóðfélagalán í lok árs 19,1% af heildareignum samtryggingardeildar samanborið við 16,3% í lok fyrra árs.

Seinni

Tillögur um breytingar á samþykktum

Tillogur-um-samthykktarbreytingar-2024-1-_page-0001

Um Lífsverk lífeyrissjóð

Lífsverk er opinn lífeyrissjóður fyrir háskólamenntaða. Þau sem hafa lokið háskólanámi eða eru í námi við viðurkenndan háskóla
geta orðið sjóðfélagar. Öllum er heimilt að greiða til séreignardeilda sjóðsins. Skráning í sjóðinn er á www.lifsverk.is.

 Sérstaða sjóðsins er m.a.
• Sjóðfélagalýðræði • Rafrænt stjórnarkjör • Góð réttindaávinnsla • Hagstæð sjóðfélagalán