Frábær ávöxtun séreignaleiða 2021

21.1.2022

Séreignaleiðir Lífsverks skiluðu frábærri ávöxtun á árinu 2021, einkum vegna mikilla hækkana á innlendum og erlendum hlutabréfamörkuðum. Lífsverk 1 skilaði 22,9% nafnávöxtun á árinu, Lífsverk 2, sem er stærsta og fjölmennasta leiðin, skilaði 14,9% nafnávöxtun og Lífsverk 3, sem samanstendur einkum af innlánum og styttri skuldabréfum, gaf 3,1% nafnávöxtun. Hrein raunávöxtun Lífsverks 1 og Lífsverks 2 er 17,3% og 9,6% en hrein raunávöxtun Lífsverks 3 var neikvæð um 1,7%.

Síðastliðin 5 ár er söguleg hrein raunávöxtun Lífsverks 1 að meðaltali 8,8% á ári, 5 ára hrein raunávöxtun Lífsverks 2 er 6,7% og Lífsverk 3 hefur skilað 1,4% hreinni raunávöxtun.

Endanlegt uppgjör samtryggingardeildar liggur ekki fyrir en skv. bráðabirgðaniðurstöðu er hrein raunávöxtun ársins nálægt 11%. Hrein raunávöxtun áranna 2019 og 2020 var 9,0% og 9,3%. Þetta er því þriðja árið í röð sem ávöxtun Lífsverks er langt umfram 3,5% raunávöxtun, sem gjarnan er miðað við til lengri tíma.

Nánari upplýsingar um séreignaleiðirnar er að finna hér .  


Fréttir

Frábær ávöxtun séreignaleiða 2021

Séreignaleiðir Lífsverks skiluðu frábærri ávöxtun á árinu 2021, einkum vegna mikilla hækkana á innlendum og erlendum hlutabréfamörkuðum. Lífsverk 1 skilaði 22,9% nafnávöxtun á árinu, Lífsverk 2, sem er stærsta og fjölmennasta leiðin, skilaði 14,9% nafnávöxtun og Lífsverk 3, sem samanstendur einkum af innlánum og styttri skuldabréfum, gaf 3,1% nafnávöxtun. Hrein raunávöxtun Lífsverks 1 og Lífsverks 2 er 17,3% og 9,6% en hrein raunávöxtun Lífsverks 3 var neikvæð um 1,7%.

Síðastliðin 5 ár er söguleg hrein raunávöxtun Lífsverks 1 að meðaltali 8,8% á ári, 5 ára hrein raunávöxtun Lífsverks 2 er 6,7% og Lífsverk 3 hefur skilað 1,4% hreinni raunávöxtun.

Endanlegt uppgjör samtryggingardeildar liggur ekki fyrir en skv. bráðabirgðaniðurstöðu er hrein raunávöxtun ársins nálægt 11%. Hrein raunávöxtun áranna 2019 og 2020 var 9,0% og 9,3%. Þetta er því þriðja árið í röð sem ávöxtun Lífsverks er langt umfram 3,5% raunávöxtun, sem gjarnan er miðað við til lengri tíma.

Nánari upplýsingar um séreignaleiðirnar er að finna hér .