Stjórnarkjör

22.5.2012

Á aðalfundi Lífeyrissjóðs verkfræðinga sem haldinn var á Grand Hótel þann 15. maí sl. voru þau Þráinn Valur Hreggviðsson og Elísabet Árnadóttir endurkjörin í aðalstjórn sjóðsins til 3ja ára. Tveir nýir varamenn voru kjörnir Guðrún Rögnvaldardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands og Helena Sigurðardóttir, sérfræðingur hjá Rio Tinto Alcan.  Guðrún var kjörin til 3ja ára og Helena til eins árs.