Ýmis úrræði standa sjóðfélögum til boða

Lífsverk mun reyna eftir fremsta megni að koma til móts við sjóðfélaga sem kunna að lenda í greiðsluvanda vegna áhrifa heimsfaraldurs COVID-19 á heimili og fyrirtæki.

26.3.2020

Helstu úrræði sem standa lántakendum hjá sjóðnum til boða eru þessi:

Lengja lánstíma

Það að lengja lánið gerir að verkum að mánaðarleg afborgun lækkar þar sem endurgreiðslur dreifast á lengri tíma. Hægt er að lengja lánið í allt að 40 ár.

Breyta úr jöfnum afborgunum í jafnar greiðslur

Þeir sem eru með lán með jöfnum afborgunum geta létt greiðslubyrðina með því að breyta úr jöfnum afborgunum yfir í jafnar greiðslur. Hafa ber í huga að lánið greiðist þá hægar niður þar sem minna er greitt af höfuðstól í byrjun með afborgunarforminu jafnar greiðslur.

Greiðsluhlé

Í boði er greiðsluhlé í allt að sex mánuði. Áfram reiknast vextir og verðbætur skv. skilmálum skuldabréfsins sem færast á höfuðstól að loknu greiðsluhléi. Það þýðir að uppsafnaðir vextir og verðbætur bætast við skuldina og greiðsluhléið leiðir því til hækkunar á mánaðarlegum greiðslum þegar því líkur.

Ef áætluð veðsetning verður hærri en 70% eftir að greiðsluhlé lýkur þá er hámarkstími greiðsluhlés þrír mánuðir.

Skilyrði fyrir ofangreindum úrræðum er að lánið sé í skilum.

Umsóknarferlið er alfarið rafrænt og sótt er um skilmálabreytingu láns með því að fara inná www.lifsverk.is og velja efst hægra megin “Umsóknir og eyðublöð”. Umsækjandi þarf að skrá sig inná umsóknavefinn og sækja um skilmálabreytingu (eyðublað nr. 03 í kafla 4).

Eftir að skjöl eru tilbúin þarf lántaki að sækja þau til okkar og fara með í þinglýsingu. Eftir þinglýsingu þarf lántaki að skila skjölunum aftur á skrifstofu sjóðsins og þá er breytingin skráð í kerfi og tekur gildi.

Kostnaður við skilmálabreytingu er:

· 11.500 kr skjalagerðargjald

· 1.500 kr fyrir veðbandayfirlit ef umsækjandi útvegar það ekki sjálfur

· 2.500 kr fyrir þinglýsingu sem umsækjandi greiðir hjá Sýslumanni.

Samkomulag um tímabundna greiðslufresti á lánum fyrirtækja

Landssamtök lífeyrissjóða fyrir hönd lífeyrissjóða og Samtök fjármálafyrirtækja hafa undirritað samkomulag um tímabundna greiðslufresti á lánum fyrirtækja vegna heimsfaraldur Covid-19. Með samkomulaginu er fyrirtækjum sem verða nú fyrir tímabundnu tekjufalli og eru í heilbrigðum rekstri, hafa ekki verið í vanskilum, auk þess að hafa nýtt viðeigandi úrræði stjórnvalda, gert mögulegt að fresta endurgreiðslum á skuldum í allt að sex mánuði. Frestunin nær þó ekki til iðgjalda lífeyrissjóða. Samkeppniseftirlitið hefur veitt undanþágu frá samkeppnislögum vegna þessa samkomulags.

Útgreiðsla séreignarsparnaðar

Samkvæmt áformum ríkisstjórnarinnar mun verða opnað fyrir útgreiðslu séreignarsparnaðar frá 1. apríl. Samkvæmt frumvarpi sem nú er í undirbúningi er miðað við að heimilt verði að ráðstafa allt að 12 milljónum króna í jöfnum mánaðarlegum greiðslum á 15 mánaða tímabili, eða sem nemur að hámarki 800 þúsund kr. á mánuði. Frá fjárhæðinni dregst síðan staðgreiðsla. Útgreiðslutími styttist hlutfallslega ef um lægri fjárhæð en 12 milljónir er að ræða. Sótt verður um útgreiðslu á vefsvæði Lífsverks eftir að lög hafa verið afgreidd á Alþingi. 


Fréttir

Ýmis úrræði standa sjóðfélögum til boða

Lífsverk mun reyna eftir fremsta megni að koma til móts við sjóðfélaga sem kunna að lenda í greiðsluvanda vegna áhrifa heimsfaraldurs COVID-19 á heimili og fyrirtæki.

Helstu úrræði sem standa lántakendum hjá sjóðnum til boða eru þessi:

Lengja lánstíma

Það að lengja lánið gerir að verkum að mánaðarleg afborgun lækkar þar sem endurgreiðslur dreifast á lengri tíma. Hægt er að lengja lánið í allt að 40 ár.

Breyta úr jöfnum afborgunum í jafnar greiðslur

Þeir sem eru með lán með jöfnum afborgunum geta létt greiðslubyrðina með því að breyta úr jöfnum afborgunum yfir í jafnar greiðslur. Hafa ber í huga að lánið greiðist þá hægar niður þar sem minna er greitt af höfuðstól í byrjun með afborgunarforminu jafnar greiðslur.

Greiðsluhlé

Í boði er greiðsluhlé í allt að sex mánuði. Áfram reiknast vextir og verðbætur skv. skilmálum skuldabréfsins sem færast á höfuðstól að loknu greiðsluhléi. Það þýðir að uppsafnaðir vextir og verðbætur bætast við skuldina og greiðsluhléið leiðir því til hækkunar á mánaðarlegum greiðslum þegar því líkur.

Ef áætluð veðsetning verður hærri en 70% eftir að greiðsluhlé lýkur þá er hámarkstími greiðsluhlés þrír mánuðir.

Skilyrði fyrir ofangreindum úrræðum er að lánið sé í skilum.

Umsóknarferlið er alfarið rafrænt og sótt er um skilmálabreytingu láns með því að fara inná www.lifsverk.is og velja efst hægra megin “Umsóknir og eyðublöð”. Umsækjandi þarf að skrá sig inná umsóknavefinn og sækja um skilmálabreytingu (eyðublað nr. 03 í kafla 4).

Eftir að skjöl eru tilbúin þarf lántaki að sækja þau til okkar og fara með í þinglýsingu. Eftir þinglýsingu þarf lántaki að skila skjölunum aftur á skrifstofu sjóðsins og þá er breytingin skráð í kerfi og tekur gildi.

Kostnaður við skilmálabreytingu er:

· 11.500 kr skjalagerðargjald

· 1.500 kr fyrir veðbandayfirlit ef umsækjandi útvegar það ekki sjálfur

· 2.500 kr fyrir þinglýsingu sem umsækjandi greiðir hjá Sýslumanni.

Samkomulag um tímabundna greiðslufresti á lánum fyrirtækja

Landssamtök lífeyrissjóða fyrir hönd lífeyrissjóða og Samtök fjármálafyrirtækja hafa undirritað samkomulag um tímabundna greiðslufresti á lánum fyrirtækja vegna heimsfaraldur Covid-19. Með samkomulaginu er fyrirtækjum sem verða nú fyrir tímabundnu tekjufalli og eru í heilbrigðum rekstri, hafa ekki verið í vanskilum, auk þess að hafa nýtt viðeigandi úrræði stjórnvalda, gert mögulegt að fresta endurgreiðslum á skuldum í allt að sex mánuði. Frestunin nær þó ekki til iðgjalda lífeyrissjóða. Samkeppniseftirlitið hefur veitt undanþágu frá samkeppnislögum vegna þessa samkomulags.

Útgreiðsla séreignarsparnaðar

Samkvæmt áformum ríkisstjórnarinnar mun verða opnað fyrir útgreiðslu séreignarsparnaðar frá 1. apríl. Samkvæmt frumvarpi sem nú er í undirbúningi er miðað við að heimilt verði að ráðstafa allt að 12 milljónum króna í jöfnum mánaðarlegum greiðslum á 15 mánaða tímabili, eða sem nemur að hámarki 800 þúsund kr. á mánuði. Frá fjárhæðinni dregst síðan staðgreiðsla. Útgreiðslutími styttist hlutfallslega ef um lægri fjárhæð en 12 milljónir er að ræða. Sótt verður um útgreiðslu á vefsvæði Lífsverks eftir að lög hafa verið afgreidd á Alþingi.