Lífsverk fær aðild að PRI

- Aukin áhersla á ábyrgar fjárfestingar

3.11.2017

Lífsverk hefur gerst aðili að reglum Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar (Principles for Responsible Investment – UN PRI). Með aðild sinni skuldbindur Lífsverk sig til að leggja áherslu á samfélagsleg og umhverfisleg sjónarmið við ákvarðanir um fjárfestingar, auk góðra stjórnarhátta þeirra fyrirtækja sem fjárfest er í. Aðild Lífsverks er liður í aukinni áherslu sjóðsins á þessi málefni, sem skipa sífellt mikilvægari sess í augum fjárfesta.

PRI á rætur að rekja til ársins 2005. Kofi Annan, þáverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hafði þá frumkvæði að því að fá stærstu stofnanafjárfesta heims til að setja saman drög að reglum um samfélagslega ábyrgð. Nú hafa yfir 1.800 fjárfestar skrifað undir reglurnar. PRI eru sjálfstæð samtök, sem er ekki rekin í hagnaðarskyni og njóta stuðnings Sameinuðu þjóðanna. Með aðild sinni lýsa fjárfestar því yfir að saman fari langtímahagsmunir þeirra sem fjárfesta og samfélagsins í heild. Aðilar að PRI skuldbinda sig til að gera grein fyrir ábyrgum fjárfestingum opinberlega.

Frumskylda Lífsverks er að ávaxta iðgjöld sjóðfélaga á sem bestan hátt að teknu tilliti til áhættu. Það er trú sjóðsins að aukin áhersla á samfélagslega ábyrgð eigi ekki að koma niður á ávöxtun sjóðsins til lengri tíma. Seinni tíma rannsóknir hafa þvert á móti sýnt fram á jákvætt orsakasamband milli afkomu fyrirtækja og áherslu þeirra á samfélagslega ábyrgð. Eignastýring Lífsverks hefur þegar tileinkað sér nýtt verklag við skoðun á fjárfestingarkostum, þar sem ávallt er óskað eftir afstöðu viðkomandi til þessara þátta og tekið tillit til þeirra við ákvörðun um fjárfestingu.


Fréttir

Lífsverk fær aðild að PRI

- Aukin áhersla á ábyrgar fjárfestingar

Lífsverk hefur gerst aðili að reglum Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar (Principles for Responsible Investment – UN PRI). Með aðild sinni skuldbindur Lífsverk sig til að leggja áherslu á samfélagsleg og umhverfisleg sjónarmið við ákvarðanir um fjárfestingar, auk góðra stjórnarhátta þeirra fyrirtækja sem fjárfest er í. Aðild Lífsverks er liður í aukinni áherslu sjóðsins á þessi málefni, sem skipa sífellt mikilvægari sess í augum fjárfesta.

PRI á rætur að rekja til ársins 2005. Kofi Annan, þáverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hafði þá frumkvæði að því að fá stærstu stofnanafjárfesta heims til að setja saman drög að reglum um samfélagslega ábyrgð. Nú hafa yfir 1.800 fjárfestar skrifað undir reglurnar. PRI eru sjálfstæð samtök, sem er ekki rekin í hagnaðarskyni og njóta stuðnings Sameinuðu þjóðanna. Með aðild sinni lýsa fjárfestar því yfir að saman fari langtímahagsmunir þeirra sem fjárfesta og samfélagsins í heild. Aðilar að PRI skuldbinda sig til að gera grein fyrir ábyrgum fjárfestingum opinberlega.

Frumskylda Lífsverks er að ávaxta iðgjöld sjóðfélaga á sem bestan hátt að teknu tilliti til áhættu. Það er trú sjóðsins að aukin áhersla á samfélagslega ábyrgð eigi ekki að koma niður á ávöxtun sjóðsins til lengri tíma. Seinni tíma rannsóknir hafa þvert á móti sýnt fram á jákvætt orsakasamband milli afkomu fyrirtækja og áherslu þeirra á samfélagslega ábyrgð. Eignastýring Lífsverks hefur þegar tileinkað sér nýtt verklag við skoðun á fjárfestingarkostum, þar sem ávallt er óskað eftir afstöðu viðkomandi til þessara þátta og tekið tillit til þeirra við ákvörðun um fjárfestingu.