Hækkun óverðtryggðra vaxta

Stjórn Lífsverks hefur ákveðið að hækka vexti óverðtryggðra íbúðarlána til sjóðfélaga úr 5,7 í 6,3%

21.11.2018

Stjórn Lífsverks hefur ákveðið að frá og með næstu áramótum hækki vextir óverðtryggðra íbúðalána til sjóðfélaga úr 5,70% í 6,30%.  Vextir óverðtryggðra lána sjóðsins eru ákvarðaðir til sex mánaða í senn og miðast breytingar við 1. janúar og 1. júlí. Vextir verðtryggðra lána eru 3,50% og verða óbreyttir áfram.

 

Hér má lesa meira um ferli lánsumsókna og lánareglur Lífsverks.