Breyting á lánareglum og lækkun á vöxtum húsnæðislána frá 1. janúar 2020

Stjórn Lífsverks hefur ákveðið lækkun vaxta á sjóðfélagalánum og breytingu á lánareglum, tekur breytingin gildi frá og með 1. janúar nk.

11.12.2019

Vextir verðtryggðra grunnlána með breytilegum vöxtum lækka úr 2,80% í 2,55% og vextir óverðtryggðra grunnlána lækka úr 5,80% í 5,35%. Vextir verðtryggðra grunnlána með föstum vöxtum haldast óbreyttir 3,40%.

Þá hefur sú breyting orðið á lánareglum að hámarksfjárhæð viðbótarlána fyrir fyrstu kaupendur hækkar í 7.500.000 kr. Miðað við fasteignakaup allt að 50 milljónum kr. getur hámarksveðhlutfall því orðið 85%.

Fasteignalán Lífsverks eru óverðtryggð eða verðtryggð grunnlán þar sem samanlögð hámarksfjárhæð getur verið allt að 45.000.000 kr. Einnig er hægt að sækja um viðbótarlán, allt að 20.000.000 kr. Þannig getur heildarlán hjá Lífsverki verið allt að 65.000.000 kr. Veðhlutfall er allt að 70% af söluvirði samkvæmt kaupsamningi en allt að 85% við fyrstu kaup sjóðfélaga.

Sérfræðingar Lífsverks aðstoða þig við að velja réttan valkost sem hentar þínum þörfum.

Kynntu þér nánar lánamöguleika Lífsverks.