Breyting á lánareglum

Stjórn Lífsverks hefur samþykkt breytingar á lánareglum sjóðsins sem taka gildi 1. mars.

1.3.2019

Stjórn Lífsverks hefur samþykkt breytingar á lánareglum sjóðsins sem taka gildi 1. mars. Í breytingunum felst að hámark veðhlutfalls sjóðfélagalána er lækkað úr 75% í 70% og vaxtamunur grunnlána og viðbótarlána er aukinn úr 0,6% í 1,0%. Vextir sjóðfélagalána verða að öðru leyti óbreyttir. Breytingin hefur engin áhrif á núverandi lán hjá sjóðnum.

Áfram gefst sjóðfélögum sem eru að kaupa sína fyrstu eign kostur á láni fyrir allt að 85% af kaupverði. Hámark viðbótarláns til fyrstu kaupenda samkvæmt lánareglum er óbreytt, 5 milljónir kr.

Ákvörðun stjórnar er byggð á varúðarsjónarmiði, annars vegar vegna mikillar hækkunar fasteignaverðs undanfarin misseri og hins vegar vegna mikillar ásóknar sjóðfélaga í lán, sem nú nálgast viðmið sjóðsins samkvæmt fjárfestingarstefnu. 

Hér má lesa meira um lánareglur sjóðsins.