Aðalfundi frestað til 18. maí nk.

Vegna samkomutakmarkana hefur aðalfundi Lífsverks, sem fram átti að fara 20. apríl, verið frestað til þriðjudagsins 18. maí kl. 17.00

15.4.2021

Þrátt fyrir frestun aðalfundarins fer rafrænt stjórnarkjör fram á áður auglýstum tíma. Til að nýta kosningaréttinn þarf að skrá sig inn á vef sjóðfélaga hér með rafrænum skilríkjum og velja flipann „kosningar“ ofarlega til hægri. 

Kosningum lýkur föstudaginn 16. apríl.

Kynning á frambjóðendum er að finna á vef Lífsverks ásamt frekari upplýsingum um stjórnarkjörið, sjáhér.

 

Sjóðfélagar eru hvattir til að nýta kosningarétt sinn.