Vextir sjóðfélagalána lækka frá 1.júlí 2019

28.5.2019

Frá og með 1. júlí 2019 lækka vextir á óverðtryggðum grunnlánum Lífsverks úr 6,3% í 6,0%. 

Vextir á verðtryggðum grunnlánum Lífsverks með breytilega vexti lækka úr 3,5% í 3,0%.

Vextir á viðbótarlánum taka einnig breytingum, verðtryggðir vextir með breytilegum vöxtum á viðbótarlánum lækka úr 4,5% í 4,0% og óverðtryggðir vextir úr 7,3 í 7,0% þann 1.júlí 2019.

Hér má sjá gjaldskrá Lífsverks.

Greiða þarf lágmarksiðgjald á ári til sjóðsins til að njóta þessara kjara.

Við bendum lántökum á að hægt er að nálgast upplýsingar um lán sitt inná sjóðfélagagáttinni. Þar inni  er hægt að nálgast áætlaða niðurgreiðslutöflu og hægt að sjá væntanlega greiðslur eftir vaxtabreytingu og út lánstímann.