Til sjóðfélaga í Lífsverki lífeyrissjóði

Athygli sjóðfélaga er vakin á því að framboðsfrestur til aðalstjórnar Lífsverks er til 19. mars nk.

12.3.2018

Kosið verður um tvo stjórnarmenn, karl og konu, í rafrænum kosningum sem fram fara dagana 9. – 13. apríl. Úrslit verða kynnt á aðalfundi sjóðsins, sem haldinn verður þriðjudaginn 17. apríl í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9. Á fundinum verða jafnframt kjörnir þrír varastjórnarmenn.Frambjóðendum til stjórnar ber að skila framboðum sínum til sjóðsins ásamt minnst fimm og mest tíu meðmælendum úr hópi sjóðfélaga fyrir lok framboðsfrests.
Nánari upplýsingar er að finna hér á vefsvæði sjóðsins.  

 

Með kveðju,