Sjóðfélagar Lífsverks fá forgang að íbúðum í Mörk

16.10.2018

DJI_0006

Lífsverk og Íbúðir eldri borgara í Mörk ehf., hafa undirritað samkomulag um langtíma fjármögnun á íbúðum eldri borgara við Suðurlandsbraut 68 – 70. Í samkomulaginu felst að sjóðfélagar Lífsverks njóta ákveðins forgangs við úthlutun á íbúðunum. Lífsverk er þannig fyrsti lífeyrissjóðurinn sem tryggir sjóðsfélögum sínum forgang að íbúðum fyrir eldri borgara. Íbúðirnar við Suðurlandsbraut eru 74 talsins og eru þær allar nú þegar í útleigu. Samkvæmt samkomulaginu munu sjóðsfélagar Lífsverks fá forgang að næstu 10 íbúðum sem losna, þá koma þeir sem eru á almennum biðlistum og þá fá sjóðfélagar Lífsverks aftur forgang að næstu 10 íbúðum.

Mikil aðsókn er að íbúðum sem þessum og höfum við leitað leiða til að koma til móts þá sjóðfélaga okkar sem vilja öryggi á efri árum. Þegar Íbúðir eldri borgara í Mörk leituðu til okkar eftir fjármögnun, sáum við tækifæri í því og þetta er niðurstaðan.

Lífsverk hefur lagt aukna áherslu á samfélagslega ábyrgð og skoðað fjölmargar leiðir til að nálgast verkefni okkar með beinskeyttari hætti.  Þannig höfum við rétt yngri félagsmönnum okkar hjálparhönd með því að bjóða þeim 85% fjármögnun vegna fyrstu íbúðakaupa. Forgangur að íbúðum eldri borgara að Suðurlandsbraut er eðlilegt næsta skref.

Tekning-af-ibud-4VAÚr íbúðunum er innangengt í hjúkrunarheimilið Mörk en þar er hægt að kaupa heitan mat í hádeginu, fara til sjúkraþjálfara, öldrunarlæknis, í hárgreiðslu, fótsnyrtingu, lítil en ágæt verslun er þar og í vetur opnar þar sundlaus og líkamsrækt.

Nánar um íbúðirnar

Við opnum fyrir umsóknir um 10 fyrstu íbúðirnar í Mörk 1. nóvember og þá verður hægt að sækja rafrænt um hér á vefnum. 

Allir sjóðfélagar geta sótt um, en þeir munu njóta forgangs sem hafa greitt í sjóðinn í a.m.k. 3 ár og eru virkir sjóðfélagar eða lífeyrisþegar.

Kaupverð eftir fermetrastærð, mánaðarleiga,
hússjóður og þjónustugjald ásamt leigu á bílastæði.

Íbúðir 74 m2
30% kaupverð er frá rúmum 11 m.kr. og upp í rúmar 12 m.kr. eftir hæð.
Mánaðarleg leiga er um 170-185 þús eftir hæð*.
Hússjóður 19.000 kr.
Þjónustugjald 9.900 kr. innheimt frá opnun sundlaugar í desember 2018.

Íbúðir 80 m2
30% kaupverð er 12 m.kr. og 13 m.kr. eftir hæð.
Mánaðarleg leiga er um 180-190 þús eftir hæð*.
Hússjóður 19.000 kr.
Þjónustugjald 9.900 kr. innheimt frá opnun sundlaugar í desember 2018.

Íbúðir 90 m2
30% kaupverð er milli 14 m.kr. og 15 m.kr. eftir hæð.
Mánaðarleg leiga er um 210-225 þús eftir hæð.*
Hússjóður 20.000 kr.
Þjónustugjald 9.900 kr. Innheimt frá opnun sundlaugar í desember 2018.

Íbúðir 102 m2
30% kaupverð er frá rúmum 15 m.kr. og upp í rúmar 16,5 m.kr.eftir hæð.
Mánaðarleg leiga er um 235-250 þús eftir hæð.*
Hússjóður 20.000 kr.
Þjónustugjald 9.900 kr. Innheimt frá opnun sundlaugar í desember 2018.

Leiga á bílastæði er rúmlega 13.000 kr. á mánuði.

* Öll verð miðast við verðskrá íbúða eldri borgara í Mörk í október 2018. Leiguverð er vísitölutengt.

Rafmagn er skv.mæli. Hitakostnaður er innifalið í hússjóð, ásamt rafmagni fyrir sameign. 

Umsóknarferlið:

1.nóvember verður hægt að sækja um íbúð hér á vefnum, bæði rafrænt og á útprentaðri pdf umsókn. Umsækjendur fara þá á biðlista hjá Mörkinni eftir íbúð, þegar næsta íbúð losnar verður haft samband við næsta mann á biðlista.  Sjóðfélagar Lífsverks fá forgang um fyrstu 10 íbúðir sem losna, þar á eftir koma 10 af almennum biðlistum og aftur fá næstu 10 sjóðfélagar möguleika á íbúð.

 

Hér má sjá umfjöllun um málið á mbl.is

Hér má lesa umfjöllun á visir.is

Og umfjöllun Viðskiptablaðsins

Og að lokum umfjöllun Fréttablaðsins

 


Fréttir

Sjóðfélagar Lífsverks fá forgang að íbúðum í Mörk

DJI_0006

Lífsverk og Íbúðir eldri borgara í Mörk ehf., hafa undirritað samkomulag um langtíma fjármögnun á íbúðum eldri borgara við Suðurlandsbraut 68 – 70. Í samkomulaginu felst að sjóðfélagar Lífsverks njóta ákveðins forgangs við úthlutun á íbúðunum. Lífsverk er þannig fyrsti lífeyrissjóðurinn sem tryggir sjóðsfélögum sínum forgang að íbúðum fyrir eldri borgara. Íbúðirnar við Suðurlandsbraut eru 74 talsins og eru þær allar nú þegar í útleigu. Samkvæmt samkomulaginu munu sjóðsfélagar Lífsverks fá forgang að næstu 10 íbúðum sem losna, þá koma þeir sem eru á almennum biðlistum og þá fá sjóðfélagar Lífsverks aftur forgang að næstu 10 íbúðum.

Mikil aðsókn er að íbúðum sem þessum og höfum við leitað leiða til að koma til móts þá sjóðfélaga okkar sem vilja öryggi á efri árum. Þegar Íbúðir eldri borgara í Mörk leituðu til okkar eftir fjármögnun, sáum við tækifæri í því og þetta er niðurstaðan.

Lífsverk hefur lagt aukna áherslu á samfélagslega ábyrgð og skoðað fjölmargar leiðir til að nálgast verkefni okkar með beinskeyttari hætti.  Þannig höfum við rétt yngri félagsmönnum okkar hjálparhönd með því að bjóða þeim 85% fjármögnun vegna fyrstu íbúðakaupa. Forgangur að íbúðum eldri borgara að Suðurlandsbraut er eðlilegt næsta skref.

Tekning-af-ibud-4VAÚr íbúðunum er innangengt í hjúkrunarheimilið Mörk en þar er hægt að kaupa heitan mat í hádeginu, fara til sjúkraþjálfara, öldrunarlæknis, í hárgreiðslu, fótsnyrtingu, lítil en ágæt verslun er þar og í vetur opnar þar sundlaus og líkamsrækt.

Nánar um íbúðirnar

Við opnum fyrir umsóknir um 10 fyrstu íbúðirnar í Mörk 1. nóvember og þá verður hægt að sækja rafrænt um hér á vefnum. 

Allir sjóðfélagar geta sótt um, en þeir munu njóta forgangs sem hafa greitt í sjóðinn í a.m.k. 3 ár og eru virkir sjóðfélagar eða lífeyrisþegar.

Kaupverð eftir fermetrastærð, mánaðarleiga,
hússjóður og þjónustugjald ásamt leigu á bílastæði.

Íbúðir 74 m2
30% kaupverð er frá rúmum 11 m.kr. og upp í rúmar 12 m.kr. eftir hæð.
Mánaðarleg leiga er um 170-185 þús eftir hæð*.
Hússjóður 19.000 kr.
Þjónustugjald 9.900 kr. innheimt frá opnun sundlaugar í desember 2018.

Íbúðir 80 m2
30% kaupverð er 12 m.kr. og 13 m.kr. eftir hæð.
Mánaðarleg leiga er um 180-190 þús eftir hæð*.
Hússjóður 19.000 kr.
Þjónustugjald 9.900 kr. innheimt frá opnun sundlaugar í desember 2018.

Íbúðir 90 m2
30% kaupverð er milli 14 m.kr. og 15 m.kr. eftir hæð.
Mánaðarleg leiga er um 210-225 þús eftir hæð.*
Hússjóður 20.000 kr.
Þjónustugjald 9.900 kr. Innheimt frá opnun sundlaugar í desember 2018.

Íbúðir 102 m2
30% kaupverð er frá rúmum 15 m.kr. og upp í rúmar 16,5 m.kr.eftir hæð.
Mánaðarleg leiga er um 235-250 þús eftir hæð.*
Hússjóður 20.000 kr.
Þjónustugjald 9.900 kr. Innheimt frá opnun sundlaugar í desember 2018.

Leiga á bílastæði er rúmlega 13.000 kr. á mánuði.

* Öll verð miðast við verðskrá íbúða eldri borgara í Mörk í október 2018. Leiguverð er vísitölutengt.

Rafmagn er skv.mæli. Hitakostnaður er innifalið í hússjóð, ásamt rafmagni fyrir sameign. 

Umsóknarferlið:

1.nóvember verður hægt að sækja um íbúð hér á vefnum, bæði rafrænt og á útprentaðri pdf umsókn. Umsækjendur fara þá á biðlista hjá Mörkinni eftir íbúð, þegar næsta íbúð losnar verður haft samband við næsta mann á biðlista.  Sjóðfélagar Lífsverks fá forgang um fyrstu 10 íbúðir sem losna, þar á eftir koma 10 af almennum biðlistum og aftur fá næstu 10 sjóðfélagar möguleika á íbúð.

 

Hér má sjá umfjöllun um málið á mbl.is

Hér má lesa umfjöllun á visir.is

Og umfjöllun Viðskiptablaðsins

Og að lokum umfjöllun Fréttablaðsins