Niðurstöður sjóðfélagakönnunar

2.11.2015

Nú er lokið könnun meðal sjóðfélaga, þar sem spurt var um upplifun á þjónustu og viðhorf til nokkurra málefna sjóðsins. Gallup hafði umsjón með könnuninni. Í úrtaki voru 1500 sjóðfélagar og var svarhlutfall 49%.
Samkvæmt könnuninni eru lán sem eru í boði fyrir sjóðfélaga, sjóðfélagalýðræði og tenging við fagstétt þeir þættir sem sjóðfélagar meta mest við sjóðinn. Fjárfestingarstefna, tryggingafræðileg staða og ávöxtun undanfarin ár fékk lakari dóma. Almennt er viðmót starfsfólks talið gott.
Meirihluti þeirra sem tóku afstöðu, eða 54,9%, telja að sjóðnum væri betur borgið ef hann væri stærri en í dag. Af þeim telja flestir samstarf við annan sjóð fýsilegt, síðan kom sameining við annan sjóð og í þriðja sæti innri vöxtur með því að rýmka inngönguskilyrði í sjóðinn.
Könnun sem þessi er mikilvæg fyrir stjórnendur sjóðsins í því skyni að bæta þjónustu enn frekar og kanna viðhorf sjóðfélaga til framtíðar.
Sjá má helstu niðurstöður könnunarinnar með innskráningu á sjóðfélagavefinn hér efst á síðunni. Þeim sem svöruðu könnuninni eru færðar þakkir fyrir þátttökuna.


Fréttir

Niðurstöður sjóðfélagakönnunar

Nú er lokið könnun meðal sjóðfélaga, þar sem spurt var um upplifun á þjónustu og viðhorf til nokkurra málefna sjóðsins. Gallup hafði umsjón með könnuninni. Í úrtaki voru 1500 sjóðfélagar og var svarhlutfall 49%.
Samkvæmt könnuninni eru lán sem eru í boði fyrir sjóðfélaga, sjóðfélagalýðræði og tenging við fagstétt þeir þættir sem sjóðfélagar meta mest við sjóðinn. Fjárfestingarstefna, tryggingafræðileg staða og ávöxtun undanfarin ár fékk lakari dóma. Almennt er viðmót starfsfólks talið gott.
Meirihluti þeirra sem tóku afstöðu, eða 54,9%, telja að sjóðnum væri betur borgið ef hann væri stærri en í dag. Af þeim telja flestir samstarf við annan sjóð fýsilegt, síðan kom sameining við annan sjóð og í þriðja sæti innri vöxtur með því að rýmka inngönguskilyrði í sjóðinn.
Könnun sem þessi er mikilvæg fyrir stjórnendur sjóðsins í því skyni að bæta þjónustu enn frekar og kanna viðhorf sjóðfélaga til framtíðar.
Sjá má helstu niðurstöður könnunarinnar með innskráningu á sjóðfélagavefinn hér efst á síðunni. Þeim sem svöruðu könnuninni eru færðar þakkir fyrir þátttökuna.