Starfslok framkvæmdastjóra

30.4.2015

Stjórn og framkvæmdastjóri Lífsverks lífeyrissjóðs, Auður Finnbogadóttir, hafa komist að samkomulagi um að framkvæmdastjóri láti af störfum í dag 30. apríl. Auður verður þó settum framkvæmdastjóra, Lýði H. Gunnarssyni til ráðgjafar á næstunni.

Lýður, sem verið hefur forstöðumaður eignastýringar, mun gegna starfinu þar til að nýr framkvæmdastjóri hefur verður ráðinn. Nýr framkvæmdastjóri kemur til með að leiða þær breyt­ingar sem kunna að verða á starfsemi sjóðsins með breyttum áherslum í framhaldi af stefnumótun stjórnar.

Auður Finnbogadóttir hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra sjóðsins frá því í desember 2010 og stýrt sjóðnum í gegnum mikið uppbyggingartímabil. Afkoma sjóðsins var góð á árinu 2014 og var ávöxtun samtryggingardeildar sú besta frá árinu 2006. 

Hrein raunávöxtun samtryggingardeildar s.l. 3 ár var að meðaltali 5,4%.  Tryggingafræðileg staða sjóðsins er jákvæð um 0,2% og bætti ávöxtun ársins áfallna tryggingafræðilega stöðu verulega. 
Frá árslokum 2010 til ársloka 2014 hefur hrein eign allra deilda sjóðsins vaxið úr 34 milljörðum í 57,7
milljarða króna.

Stjórn þakkar Auði fyrir vel unnin störf við þá uppbyggingu sem nauðsynleg reyndist í kjölfar bankahrunsins 2008.


Fréttir

Starfslok framkvæmdastjóra

Stjórn og framkvæmdastjóri Lífsverks lífeyrissjóðs, Auður Finnbogadóttir, hafa komist að samkomulagi um að framkvæmdastjóri láti af störfum í dag 30. apríl. Auður verður þó settum framkvæmdastjóra, Lýði H. Gunnarssyni til ráðgjafar á næstunni.

Lýður, sem verið hefur forstöðumaður eignastýringar, mun gegna starfinu þar til að nýr framkvæmdastjóri hefur verður ráðinn. Nýr framkvæmdastjóri kemur til með að leiða þær breyt­ingar sem kunna að verða á starfsemi sjóðsins með breyttum áherslum í framhaldi af stefnumótun stjórnar.

Auður Finnbogadóttir hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra sjóðsins frá því í desember 2010 og stýrt sjóðnum í gegnum mikið uppbyggingartímabil. Afkoma sjóðsins var góð á árinu 2014 og var ávöxtun samtryggingardeildar sú besta frá árinu 2006. 

Hrein raunávöxtun samtryggingardeildar s.l. 3 ár var að meðaltali 5,4%.  Tryggingafræðileg staða sjóðsins er jákvæð um 0,2% og bætti ávöxtun ársins áfallna tryggingafræðilega stöðu verulega. 
Frá árslokum 2010 til ársloka 2014 hefur hrein eign allra deilda sjóðsins vaxið úr 34 milljörðum í 57,7
milljarða króna.

Stjórn þakkar Auði fyrir vel unnin störf við þá uppbyggingu sem nauðsynleg reyndist í kjölfar bankahrunsins 2008.